BREYTA

Fögnum brotthvarfi orrustuþotanna

F 4 orrustuþota Það er fagnaðarefni að ríkisstjórn Bandaríkjanna hefur nú ákveðið að orrustuþoturnar fjórar, sem íslenska ríkisstjórnirn hefur verið að suða um að fá að hafa áfram, verði sendar burt af landinu í september næstkomandi. Nú væri bara óskandi að ríkisstjórnin hefði döngun í sér til að segja upp herstöðvasamningnum og segja síðan skilið við NATO. Það er nefnilega ljóst að Bandaríkjastjórn hefur ekki hug á að leggja niður herstöðina á Miðnesheiði, hún vill hafa þar aðstöðu áftram, þótt hún verði mannlaus eða með lágmarksmannafla, til þess að geta gripið til hennar ef þörf sýnist á. Samtök herstöðvaandstæðinga hafa löngum bent á nauðsyn þess að atvinnumál verði efld á Suðurnesjum til að byggðin þar verði undir það búin að starfsemi herstöðvarinnar dragist saman eða leggist niður. Raunar bíður allmikil vinna við að hreinsa upp eftir herinn. Það starf þarf að hefjast sem fyrst og að sjálfsögðu eiga Bandaríkin að bera kostnað af því. Því miður verða orrustuþoturnar ekki sendar til niðurrifs, heldur til vafasamrar þjónustu annars staðar í heiminum. Með samdrætti í herstöðinni hér er verið að losa mannafla og tæki til notkunar á þeim stöðum þar sem Bandaríkin halda nú uppi hernaði eða ógnarástandi. Baráttu herstöðvaandstæðinga og friðarsinna er ekki lokið hvorki heima fyrir né á alþjóðavísu. Með mótmælaaðgerðunum nk. laugardag, 18. mars, mótmælum við meðal annars þeim verkum sem herliðið og tækin af Keflavíkurflugvelli verða nú sett til. ritstjóri

Færslur

SHA_forsida_top

Hverju svara flokkarnir, IV.hluti: Loftrýmiseftirlit

Hverju svara flokkarnir, IV.hluti: Loftrýmiseftirlit

4. spurning: Telur hreyfing ykkar að „loftrýmiseftirlit“ Nató-þjóða við Ísland þjóni einhverjum tilgangi - sé …

SHA_forsida_top

Hverju svara flokkarnir, III.hluti: Stjórnarskrármál

Hverju svara flokkarnir, III.hluti: Stjórnarskrármál

3. spurning: Telur hreyfing ykkar rétt að binda í stjórnarskrá að Ísland megi aldrei fara …

SHA_forsida_top

Hverju svara flokkarnir, II.hluti: Herverndarsamningurinn

Hverju svara flokkarnir, II.hluti: Herverndarsamningurinn

Friðarvefurinn heldur áfram að birta svör stjórnmálaflokkanna við spurningalista Samtaka hernaðarandstæðinga um friðar- og afvopnunarmál. …

SHA_forsida_top

Hverju svara flokkarnir, I.hluti: Nató

Hverju svara flokkarnir, I.hluti: Nató

Samtök hernaðarandstæðinga sendu á dögunum spurningalista til þeirra flokka og stjórnmálahreyfinga sem boðað höfðu framboð …

SHA_forsida_top

Útifundur á Austurvelli, 30. mars

Útifundur á Austurvelli, 30. mars

Þann 30. mars árið 1949, fyrir sextíu árum síðan, samþykkti Alþingi inngöngu Íslands í Nató. …

SHA_forsida_top

Matseðill föstudagsins

Matseðill föstudagsins

Matseðill fjáröflunarmálsverðar Friðarhúss n.k. föstudag liggur nú fyrir. Guðrún Bóasdóttir (Systa) sér um matseldina. * …

SHA_forsida_top

Ísland úr Nató - þétt dagskrá

Ísland úr Nató - þétt dagskrá

Um þessar mundir eru sextíu ár frá stofnun hernaðarbandalagsins Nató. Að því tilefni munu Samtök …

SHA_forsida_top

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss

Hinn mánaðarlegi fjáröflunarmálsverður Friðarhúss.

SHA_forsida_top

Útifundur á Austurvelli

Útifundur á Austurvelli

Aðild Íslands að Nató mótmælt á 60 ára afmæli Natóinngöngunnar.

SHA_forsida_top

Frumvarp um kjarnorkuvopnalaust Ísland á Alþingi

Frumvarp um kjarnorkuvopnalaust Ísland á Alþingi

Við sögðum frá því 6. mars að þá stæði til að setja á dagskrá Alþingis …

SHA_forsida_top

Nató-vika í Friðarhúsi

Nató-vika í Friðarhúsi

Myndasýning frá Austurvelli

SHA_forsida_top

Nató-vika í Friðarhúsi

Nató-vika í Friðarhúsi

Operation Gladio - bresk heimildarmynd.

SHA_forsida_top

Nató-vika í Friðarhúsi

Nató-vika í Friðarhúsi

Nató í nútíð og framtíð, Silja Bára Ómarsdóttir.

SHA_forsida_top

Alþjóðlegur baráttudagur kvenna fyrir friði og jafnrétti

Alþjóðlegur baráttudagur kvenna fyrir friði og jafnrétti

Dagskrá í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur sunnudaginn 8.mars 2009 kl.14 Breytt samfélag – aukinn jöfnuð! Fundarstjóri: …

SHA_forsida_top

Gamalt baráttumál á dagskrá Alþingis

Gamalt baráttumál á dagskrá Alþingis

SHA hafa um langt skeið barist fyrir friðlýsingu Íslands fyrir kjarnorkuvopnum og umferð kjarnorkuknúinna farartækja. …