BREYTA

Forkastanlegt framferði lögreglu gagnvart mótmælendum og ferðamönnum

IMG 0882 Friðarvefurinn tekur undir þá gagnrýni sem fram hefur komið á aðgerðir lögreglu gagnvart mótmælendum á Kárahnjúkasvæðinu, svo sem í ályktun Náttúruverndarsamtaka Íslands, sem nálgast má á heimasíðu samtakanna. Rétturinn til mótmælaaðgerða er mikilvægur hluti tjáningarfrelsis og fáir vita það betur en herstöðvaandstæðingar og friðarsinnar hversu dýrmætur sá réttur er. Eðlilegt er að lögreglan bregðist við ef mótmælaaðgerðir ógna friði og öryggi eða valda tjóni, en svo er að sjá að í þessu tilviki, eins og reyndar líka í fyrrasumar, hafi lögreglan farið úr yfir öll mörk. Þannig hefur ritstjóri Friðarvefsins hitt ungt fólk sem ætlaði sér til gamans inn að Kárahnjúkum á laugardaginn en var stöðvað af lögreglumanni sem yfirheyrði þau um hvert þau væru að fara, hvort þau væru á vegum einhvers o.s.frv., og meinaði þeim síðan að fara áfram þennan veg. Þarna var ekki um neitt afmarkað svæði að ræða, engin girðing eða hlið, þetta var bara á veginum, vegi sem ekki var á neinn hátt auðkenndur sem einkavegur eða vegur bannaður umferð. Engin haldbær skýring var gefin. Það er orðið undarlegt lýðræðisríki ef almenningur getur ekki ekið um vegi landsins án þess að gefa lögreglunni upplýsingar um tilgang fararinnar. Slíkt ríki kallast lögregluríki. Og slíku ber að mótmæla. Mynd: www.savingiceland.org

Færslur

SHA_forsida_top

Blóðugt ár í Írak

Blóðugt ár í Írak

Árið 2013 reyndist eitt það blóðugasta í Írak frá innrásinni í landið fyrir áratug síðan. …

SHA_forsida_top

29. mars og 5. apríl 2003 - Mótmæli við Stjórnarráðið

29. mars og 5. apríl 2003 - Mótmæli við Stjórnarráðið

Höfundur ljósmynda: Óli Gneisti Sóleyjarson This work is licensed under a Creative Commons Attribution-NonCommercial …

SHA_forsida_top

Óli Gneisti

Óli Gneisti

SHA_forsida_top

Ljósmyndir

Ljósmyndir

SHA_forsida_top

Austurvöllur eftir óeirðirnar 30. mars 1949 (Þjóðskjalasafn Íslands)

Austurvöllur eftir óeirðirnar 30. mars 1949 (Þjóðskjalasafn Íslands)

SHA_forsida_top

Friðarganga á Þorláksmessu

Friðarganga á Þorláksmessu

Á Þorláksmessu árið 1980 stóðu Samtök herstöðvaandstæðinga, Menningar- og friðarsamtök íslenskra kvenna (MFÍK) og ýmsar …

SHA_forsida_top

Gengið til friðar í þrjátíu og fimm ár

Gengið til friðar í þrjátíu og fimm ár

Íslenskir friðarsinnar hafa efnt til friðargöngu niður Laugaveginn á Þorláksmessu undanfarin þrjátíu og fimm ár. …

SHA_forsida_top

Shortcode Generator

Shortcode Generator

Nectar Shortcodes Come In a Visually Intuitive Generator This allows you to create …

SHA_forsida_top

Intuitive Options Panel

Intuitive Options Panel

The Control You Desire, All Available At Your Fingertips Experience our user …

SHA_forsida_top

HD Video Series

HD Video Series

Videos Get Posted For Every Major Release Stop feeling overwhelmed by long text …

SHA_forsida_top

Ályktun frá landsfundi

Ályktun frá landsfundi

Landsfundur SHA var haldinn um liðna helgi. Lögum félagsins var breytt á fundinum og verða …

SHA_forsida_top

Fullveldisfögnuður í Friðarhúsi

Fullveldisfögnuður í Friðarhúsi

Föstudagskvöldið 29. nóvember verður fjáröflunarmálsverður Friðarhúss haldinn, glæsilegur að vanda. Guðrún Bóasdóttir (Systa) sér um …

SHA_forsida_top

Nató-kostnaður í fjölmiðlum

Nató-kostnaður í fjölmiðlum

Dagfari, tímarit Samtaka hernaðarandstæðinga er komið út og hefur verið sent félagsmönnum í SHA. Meðal …

SHA_forsida_top

Landsfundur SHA, laugardaginn 23. nóvember

Landsfundur SHA, laugardaginn 23. nóvember

Landsfundur Samtaka hernaðarandstæðinga verður haldinn laugardaginn 23. nóvember n.k. í Friðarhúsi. Fundurinn hefst kl. 11 …

SHA_forsida_top

Njósnir og uppljóstranir! - SHA og MFÍK funda

Njósnir og uppljóstranir! - SHA og MFÍK funda

Sameiginlegur félagsfundur MFÍK og Samtaka hernaðarandstæðinga verður haldinn í Friðarhúsi, Njálsgötu 87, miðvikudagskvöldið 13. nóvember …