BREYTA

Forkastanlegt framferði lögreglu gagnvart mótmælendum og ferðamönnum

IMG 0882 Friðarvefurinn tekur undir þá gagnrýni sem fram hefur komið á aðgerðir lögreglu gagnvart mótmælendum á Kárahnjúkasvæðinu, svo sem í ályktun Náttúruverndarsamtaka Íslands, sem nálgast má á heimasíðu samtakanna. Rétturinn til mótmælaaðgerða er mikilvægur hluti tjáningarfrelsis og fáir vita það betur en herstöðvaandstæðingar og friðarsinnar hversu dýrmætur sá réttur er. Eðlilegt er að lögreglan bregðist við ef mótmælaaðgerðir ógna friði og öryggi eða valda tjóni, en svo er að sjá að í þessu tilviki, eins og reyndar líka í fyrrasumar, hafi lögreglan farið úr yfir öll mörk. Þannig hefur ritstjóri Friðarvefsins hitt ungt fólk sem ætlaði sér til gamans inn að Kárahnjúkum á laugardaginn en var stöðvað af lögreglumanni sem yfirheyrði þau um hvert þau væru að fara, hvort þau væru á vegum einhvers o.s.frv., og meinaði þeim síðan að fara áfram þennan veg. Þarna var ekki um neitt afmarkað svæði að ræða, engin girðing eða hlið, þetta var bara á veginum, vegi sem ekki var á neinn hátt auðkenndur sem einkavegur eða vegur bannaður umferð. Engin haldbær skýring var gefin. Það er orðið undarlegt lýðræðisríki ef almenningur getur ekki ekið um vegi landsins án þess að gefa lögreglunni upplýsingar um tilgang fararinnar. Slíkt ríki kallast lögregluríki. Og slíku ber að mótmæla. Mynd: www.savingiceland.org

Færslur

SHA_forsida_top

NATO-ráðstefnu mótmælt

NATO-ráðstefnu mótmælt

Nokkur hópur fólks mætti við Hilton Reykjavik Nordica Hotel við Suðurlandsbraut um klukkan hálfsjö í …

SHA_forsida_top

ÁRÍÐANDI - Nató-kokteillinn verður á Nordica

ÁRÍÐANDI - Nató-kokteillinn verður á Nordica

Eftir mikinn feluleik sem staðið hefur síðasta hálfa sólarhringinn er komið í ljós að móttakan …

SHA_forsida_top

Undirbúningsfundur MFÍK f. 8.mars

Undirbúningsfundur MFÍK f. 8.mars

Undirbúningsfundur MFÍK f. 8.mars

SHA_forsida_top

Aðalfundur MFÍK

Aðalfundur MFÍK

Aðalfundur MFÍK í Friðarhúsi

SHA_forsida_top

Mótmælum Nató-stjóranum

Mótmælum Nató-stjóranum

Fyrir dyrum stendur ráðstefna á vegum Nató og íslenskra stjórnvalda, sem haldin verður á Hilton …

SHA_forsida_top

Nató mótmæli – ÁRÍÐANDI TILKYNNING

Nató mótmæli – ÁRÍÐANDI TILKYNNING

Fregnirnar af fyrirhuguðum mótmælum hernaðarandstæðinga í tengslum við móttöku þá sem halda á fyrir gesti …

SHA_forsida_top

Aðalfundur Friðarhúss

Aðalfundur Friðarhúss

Aðalfundur Friðarhúss SHA ehf.

SHA_forsida_top

Stjórnarfundur Friðarhúss SHA

Stjórnarfundur Friðarhúss SHA

Stjórnarfundur Friðarhúss SHA

SHA_forsida_top

Stjórnarfundur Friðarhúss

Stjórnarfundur Friðarhúss

Stjórnarfundur Friðarhúss SHA ehf

SHA_forsida_top

Fjárlög 2009: 1,4 milljarður í hernaðarmál

Fjárlög 2009: 1,4 milljarður í hernaðarmál

18. desember sl. var hér á Friðarvefnum farið yfir tillögur fjárlagafrumvarpsins fyrir 2009 um útgjöld …

SHA_forsida_top

Ályktun frá SHA v. fjöldamorða á Gaza

Ályktun frá SHA v. fjöldamorða á Gaza

Samtök hernaðarandstæðinga fordæma grimmdarverk Ísraelshers á Gaza-svæðinu, sem heimurinn hefur orðið vitni að undanfarna daga. …

SHA_forsida_top

Friðarhreyfingin og borgaraleg óhlýðni

Friðarhreyfingin og borgaraleg óhlýðni

Borgaraleg óhlýðni hefur verið talsvert til umræðu upp á síðkastið, ekki hvað síst í tengslum …

SHA_forsida_top

Útifundur til að mótmæla blóðsúthellingunum á Gaza

Útifundur til að mótmæla blóðsúthellingunum á Gaza

Útifundur til að mótmæla blóðsúthellingunum á Gaza á Lækjartorgi, þriðjudag 30. desember kl. 16 Kröfur …

SHA_forsida_top

Ráðherra efast um eldflaugar í A-Evrópu

Ráðherra efast um eldflaugar í A-Evrópu

Við sögðum frá því hér á Friðarvefnum 9. desember að utanríkisráðherrar NATO hefðu samþykkt á …

SHA_forsida_top

Ávarp Birnu Þórðardóttur á Ingólfstorgi í Reykjavík í lok friðargöngu á Þorláksmessu 2008

Ávarp Birnu Þórðardóttur á Ingólfstorgi í Reykjavík í lok friðargöngu á Þorláksmessu 2008

Friðarins fólk! Stórt orð friður Fyrir 40 árum – tæpum – hitti ég Mohamed …