BREYTA

Forkastanlegt framferði lögreglu gagnvart mótmælendum og ferðamönnum

IMG 0882 Friðarvefurinn tekur undir þá gagnrýni sem fram hefur komið á aðgerðir lögreglu gagnvart mótmælendum á Kárahnjúkasvæðinu, svo sem í ályktun Náttúruverndarsamtaka Íslands, sem nálgast má á heimasíðu samtakanna. Rétturinn til mótmælaaðgerða er mikilvægur hluti tjáningarfrelsis og fáir vita það betur en herstöðvaandstæðingar og friðarsinnar hversu dýrmætur sá réttur er. Eðlilegt er að lögreglan bregðist við ef mótmælaaðgerðir ógna friði og öryggi eða valda tjóni, en svo er að sjá að í þessu tilviki, eins og reyndar líka í fyrrasumar, hafi lögreglan farið úr yfir öll mörk. Þannig hefur ritstjóri Friðarvefsins hitt ungt fólk sem ætlaði sér til gamans inn að Kárahnjúkum á laugardaginn en var stöðvað af lögreglumanni sem yfirheyrði þau um hvert þau væru að fara, hvort þau væru á vegum einhvers o.s.frv., og meinaði þeim síðan að fara áfram þennan veg. Þarna var ekki um neitt afmarkað svæði að ræða, engin girðing eða hlið, þetta var bara á veginum, vegi sem ekki var á neinn hátt auðkenndur sem einkavegur eða vegur bannaður umferð. Engin haldbær skýring var gefin. Það er orðið undarlegt lýðræðisríki ef almenningur getur ekki ekið um vegi landsins án þess að gefa lögreglunni upplýsingar um tilgang fararinnar. Slíkt ríki kallast lögregluríki. Og slíku ber að mótmæla. Mynd: www.savingiceland.org

Færslur

SHA_forsida_top

Einkasamkoma í Friðarhúsi

Einkasamkoma í Friðarhúsi

Friðarhús er í útláni.

SHA_forsida_top

Samtök hernaðarandstæðinga leita svara um vígbúnaðarstefnu ríkisstjórnarinnar

Samtök hernaðarandstæðinga leita svara um vígbúnaðarstefnu ríkisstjórnarinnar

Samtök hernaðarandstæðinga hafa sent ríkisstjórninni athugasemdir og spurningar vegna yfirlýsingar leiðtogafundar NATO í Búkarest í …

SHA_forsida_top

Einkasamkvæmi í Friðarhúsi

Einkasamkvæmi í Friðarhúsi

SHA_forsida_top

Félagsfundur MFÍK

Félagsfundur MFÍK

Efni: Eygló Bjarnardóttir talar um Malaví og sýnir myndir þaðan.

SHA_forsida_top

Helga Kress í Friðarhúsi

Helga Kress í Friðarhúsi

Vakin er athygli á opnum félagsfundi MFÍK í Friðarhúsi miðvikudagskvöldið 9. apríl, kl. 19. Gestur …

SHA_forsida_top

Vinur er sá er til vamms segir! - Flosa svarað

Vinur er sá er til vamms segir! - Flosa svarað

Friðarvefurinn hefur birt grein Flosa Eiríkssonar úr tímaritinu Herðubreið, þar sem Flosi finnur að einu …

SHA_forsida_top

Firring og fásinna - Íslenska „friðarhreyfingin“ er ónýt

Firring og fásinna - Íslenska „friðarhreyfingin“ er ónýt

Eftirfarandi grein Flosa Eiríkssonar, félaga í SHA, birtist nýverið í tímaritinu Herðubreið. Aðstandendur Friðarvefsins …

SHA_forsida_top

Á hvaða leið er Samfylkingin?

Á hvaða leið er Samfylkingin?

Grein þessi birtist í Morgunblaðinu 5. apríl 2008. Hópur þingmanna hefur nú lagt fyrir Alþingi …

SHA_forsida_top

Sögunefnd SHA fundar

Sögunefnd SHA fundar

Söguhópur SHA fundar í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

NATO fundar bakvið víggirðingar

NATO fundar bakvið víggirðingar

Leiðtogafundur NATO hófst í Búkarest í Rúmeníu í gær, miðvikudaginn 2. apríl, og mun standa …

SHA_forsida_top

Fundur við kínverska sendiráðið mánudaginn 31. mars kl. 5

Fundur við kínverska sendiráðið mánudaginn 31. mars kl. 5

Friðavefnum hefur borist eftirfarandi fréttatilkynning: Mánudaginn 31. mars munu Íslendingar ekki láta sitt eftir liggja …

SHA_forsida_top

Söguhópur SHA fundar

Söguhópur SHA fundar

Söguhópur SHA heldur námskeið um viðtalstækni í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

Ritnefndarfundur Dagfara

Ritnefndarfundur Dagfara

Ritnefnd Dagfara fundar í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

Undirskriftasöfnun gegn bandarískum herstöðvum í Tékklandi

Undirskriftasöfnun gegn bandarískum herstöðvum í Tékklandi

Í Tékklandi hefur á undanförnum misserum verið háð hörð barátta gegn áformum tékkneskra og bandarískra …

SHA_forsida_top

Aðalfundur Friðarhúss SHA ehf.

Aðalfundur Friðarhúss SHA ehf.

Aðalfundur Friðarhúss SHA ehf. hefst kl. 14.