BREYTA

Forkastanlegt framferði lögreglu gagnvart mótmælendum og ferðamönnum

IMG 0882 Friðarvefurinn tekur undir þá gagnrýni sem fram hefur komið á aðgerðir lögreglu gagnvart mótmælendum á Kárahnjúkasvæðinu, svo sem í ályktun Náttúruverndarsamtaka Íslands, sem nálgast má á heimasíðu samtakanna. Rétturinn til mótmælaaðgerða er mikilvægur hluti tjáningarfrelsis og fáir vita það betur en herstöðvaandstæðingar og friðarsinnar hversu dýrmætur sá réttur er. Eðlilegt er að lögreglan bregðist við ef mótmælaaðgerðir ógna friði og öryggi eða valda tjóni, en svo er að sjá að í þessu tilviki, eins og reyndar líka í fyrrasumar, hafi lögreglan farið úr yfir öll mörk. Þannig hefur ritstjóri Friðarvefsins hitt ungt fólk sem ætlaði sér til gamans inn að Kárahnjúkum á laugardaginn en var stöðvað af lögreglumanni sem yfirheyrði þau um hvert þau væru að fara, hvort þau væru á vegum einhvers o.s.frv., og meinaði þeim síðan að fara áfram þennan veg. Þarna var ekki um neitt afmarkað svæði að ræða, engin girðing eða hlið, þetta var bara á veginum, vegi sem ekki var á neinn hátt auðkenndur sem einkavegur eða vegur bannaður umferð. Engin haldbær skýring var gefin. Það er orðið undarlegt lýðræðisríki ef almenningur getur ekki ekið um vegi landsins án þess að gefa lögreglunni upplýsingar um tilgang fararinnar. Slíkt ríki kallast lögregluríki. Og slíku ber að mótmæla. Mynd: www.savingiceland.org

Færslur

SHA_forsida_top

Alþjóðlega friðarhreyfingin 2007 - helstu aðgerðir og kjörorð

Alþjóðlega friðarhreyfingin 2007 - helstu aðgerðir og kjörorð

Á Alþjóðlegu samfélagsþingunum (WSF) eru jafnan ýmsir fundir og fyrirlestrar um friðarmál sem friðarsamtök skipuleggja. …

SHA_forsida_top

Sjöunda Alþjóðlega samfélagsþingið var haldið í Nairobi 20.-25. janúr

Sjöunda Alþjóðlega samfélagsþingið var haldið í Nairobi 20.-25. janúr

Sjöunda Alþjóðlega samfélagsþingið – eða samfélagsvettvangurinn, World Social Forum (WSF) á enskri tungu – var …

SHA_forsida_top

Friðarhús í útleigu

Friðarhús í útleigu

Einkasamkvæmi í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

Kynningarfundur SHA

Kynningarfundur SHA

Starfsemi Samtaka hernaðarandstæðinga er kynnt fyrir nýjum og ungum félagsmönnum.

SHA_forsida_top

Toggi spilar í Friðarhúsi

Toggi spilar í Friðarhúsi

Tónlistarmaðurinn Toggi treður upp á skemmti- og fræðslufundi SHA fimmtudagskvöldið 1. feb. og flytur nokkur …

SHA_forsida_top

Undirbúningsfundur v. 8.mars

Undirbúningsfundur v. 8.mars

MFÍK hefur forgöngu um samkomu á alþjóðlegum baráttudegi kvenna 8. mars. Undirbúningsfundur í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

HM, Ísland:Danmörk

HM, Ísland:Danmörk

Sýnt er frá leikjum Íslands á HM í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

Opið hús hjá SHA

Opið hús hjá SHA

Samtök hernaðarandstæðinga bjóða til fræðslu- og skemmtifundar í Friðarhúsi, á horni Njálsgötu og Grettisgötu, fimmtudagskvöldið …

SHA_forsida_top

Miðnefndarfundur SHA

Miðnefndarfundur SHA

Miðnefnd SHA fundar í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

Til hamingju Skagabyggð

Til hamingju Skagabyggð

Skagabyggð er sveitarfélag við utanverðan Húnaflóa, með tæplega hundrað íbúa. Á dögunum bættist það í …

SHA_forsida_top

Opið hús hjá SHA

Opið hús hjá SHA

Opið hús í Friðarhúsi frá 13 til 15. Heitt á könnunni.

SHA_forsida_top

Fjöröflunarmálsverður Friðarhúss

Fjöröflunarmálsverður Friðarhúss

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss. Borðhald hefst kl. 19, en húsið er opnað hálftíma fyrr. Verð kr. 1.500.

SHA_forsida_top

Undirbúningsfundur v. aðgerða í mars

Undirbúningsfundur v. aðgerða í mars

Aðgerðir á afmæli Íraksstríðsins undirbúnar.

SHA_forsida_top

Tökum þátt í mótmælagöngu í Washington gegn stríðinu í Írak – gegnum netið!

Tökum þátt í mótmælagöngu í Washington gegn stríðinu í Írak – gegnum netið!

Næstkomandi laugardag, 27. janúar, hafa friðarsinnar í Bandaríkjunum skipulagt mótmælagöngu í Washington gegn stríðsrekstri Bandaríkjanna …

SHA_forsida_top

Munið kvöldverðinn í Friðarhúsi kl. 19 á föstudagskvöld!

Munið kvöldverðinn í Friðarhúsi kl. 19 á föstudagskvöld!

Sjá nánar hér.