Friðarvefurinn tekur undir þá gagnrýni sem fram hefur komið á aðgerðir lögreglu gagnvart mótmælendum á Kárahnjúkasvæðinu, svo sem í ályktun Náttúruverndarsamtaka Íslands, sem nálgast má á heimasíðu samtakanna.
Rétturinn til mótmælaaðgerða er mikilvægur hluti tjáningarfrelsis og fáir vita það betur en herstöðvaandstæðingar og friðarsinnar hversu dýrmætur sá réttur er. Eðlilegt er að lögreglan bregðist við ef mótmælaaðgerðir ógna friði og öryggi eða valda tjóni, en svo er að sjá að í þessu tilviki, eins og reyndar líka í fyrrasumar, hafi lögreglan farið úr yfir öll mörk. Þannig hefur ritstjóri Friðarvefsins hitt ungt fólk sem ætlaði sér til gamans inn að Kárahnjúkum á laugardaginn en var stöðvað af lögreglumanni sem yfirheyrði þau um hvert þau væru að fara, hvort þau væru á vegum einhvers o.s.frv., og meinaði þeim síðan að fara áfram þennan veg. Þarna var ekki um neitt afmarkað svæði að ræða, engin girðing eða hlið, þetta var bara á veginum, vegi sem ekki var á neinn hátt auðkenndur sem einkavegur eða vegur bannaður umferð. Engin haldbær skýring var gefin. Það er orðið undarlegt lýðræðisríki ef almenningur getur ekki ekið um vegi landsins án þess að gefa lögreglunni upplýsingar um tilgang fararinnar. Slíkt ríki kallast lögregluríki. Og slíku ber að mótmæla.
Mynd: www.savingiceland.org

Það er full ástæða til að vekja athygli á danska vefnum Det Danske Fredsakademi. …

Sjá myndbandið The Icelandic Crisis Response Unit

Í Blaðinu hefur undanfarna daga verið fjallað um mengun af völdum hersins á Suðurnesjum. Margir …

Í þessari grein, sem birtist í Morgunblaðinu 4. júní 2006, hrekur Vigfús Geirdal staðhæfingar …

eftir Þórarin Hjartarson Vér herstöðvaandstæðingar verðum að ræða grundvöll starfs SHA í breyttu landi …

Dagskrá á vegum SHA í Friðarhúsi í tilefni Menningarnætur. Húsið verður opnað kl. 15 og …

Næstkomandi laugardag verður efnt til menningarnætur í Reykjavík. Að því tilefni verður staðið fyrir margvíslegri …

STOP THE WAR COALITION - NEWSLETTER No. 2006/34 15 August 2006 Ef ályktun Öryggisráðs …

Miðnefnd SHA fundar í Friðarhúsi.

Fundur VIMA í Friðahúsi

Stöndum frekar saman - fordómalaus!

Við höfum tekið saman lista yfir efni tengt átökunum í Líbanon sem hefur birst á …

Ræða Ragnars Stefánssonar við kertafleytingu á Akureyri, 9. ágúst, 2006 Þessi grimmdarlega árás endurspeglaði …

Kertafleytingar fóru fram í gærkvöldi, 9. ágúst, í Reykjavík og á Akureyri í minningu fórnarlamba …

Skv. frétt í Ríkisútvarpinu í dag hefur formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur og nágrennis gagnrýnt …