BREYTA

Frá miðnefnd SHA

fredsakademietMiðnefnd Samtaka hernaðarandstæðinga kom saman til fundar s.l. fimmtudag. Rétt er að minna á að öllum félagsmönnum er heimilt að sitja fundi hennar. Á fundinum voru samþykktar þrjár ályktanir eða áskoranir, þar sem hnykkt er á klassískum baráttumálum hreyfingarinnar: Ályktun 1: SHA mótmæla öllum viðræðum um varnarsamstarf við Norðmenn og Dani. Að gefnu tilefni gera samtökin einnig kröfu um bann við heræfingum á Íslandi og benda í því sambandi á ósprungnar sprengjur, skothylki í þúsundatali og annað drasl á heræfingasvæðum liðinna áratuga. Ályktun 2: SHA gera þá kröfu til ríkisstjórnar Íslands að hún lýsi því yfir að Íslendingar verði teknir af lista þeirra þjóða sem styðja innrás og hernám í Írak og íslenska þjóðin beðin afsökunar á þeim hræðilegu mistökum sem þar voru gerð. Ennfremur að hætt verði þátttöku í hernámi Afganistans og stuðningi við Íraksstríðið hvort sem er með fjárframlögum eða yfirlýsingum. SHA telja það ekki sæma Íslendingum að styðja fjöldamorð og dauðarefsingar eða fantaskap við saklaust fólk eins og í Gvantanamo. Íslendingar eiga ekkert sökótt við fátækt fólk í Asíu eða annarsstaðar í heiminum. Áskorun: SHA skora á Alþingi og ríkisstjórn að segja upp herverndarsamningnum við Bandaríkin frá 1951, enda þjónar hann engum skynsamlegum tilgangi og hefur aldrei gert. Ennfremur að Ísland segi sig úr NATO og verði þannig ekki lengur aðili að vígbúnaðar- og kjarnorkuvopnabandalagi sem stendur fyrir árásum og hernámi í fjarlægum löndum.

Færslur

SHA_forsida_top

Hvað er að gerast í Miðausturlöndum?: Fundur um Jemen

Hvað er að gerast í Miðausturlöndum?: Fundur um Jemen

Miðvikudagskvöldið 16. mars kl. 20 efna Samtök hernaðarandstæðinga til umræðufundar í Friðarhúsi. Yfirskriftin er: „Hvað …

SHA_forsida_top

Aðalfundur Friðarhúss SHA ehf

Aðalfundur Friðarhúss SHA ehf

Aðalfundur Friðarhúss SHA ehf, eignarhaldsfélagsins sem stóð að baki kaupunum á húsnæðinu að Njálsgötu 87, …

SHA_forsida_top

„...og þá voru eftir níu“ - baráttufundur fyrir mótmælafrelsi

„...og þá voru eftir níu“ - baráttufundur fyrir mótmælafrelsi

Á dögunum féll dómur í máli ákæruvaldsins gegn hinum svokölluðu 9-menningum, sem sökuð voru um …

SHA_forsida_top

Alþjóðlegur baráttudagur kvenna, 8. mars

Alþjóðlegur baráttudagur kvenna, 8. mars

Dagskrá í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur þriðjudaginn 8.mars kl.17. Dagskrá Frú Vigdís Finnbogadóttir ávarpar samkomuna í …

SHA_forsida_top

Kvikmyndasýning í Friðarhúsi

Kvikmyndasýning í Friðarhúsi

Bandaríska heimildarmyndin No End in Sight, frá árinu 2007, verður sýnd í Friðarhúsi mánudagskvöldið 28. …

SHA_forsida_top

Kvikmyndasýning í Friðarhúsi

Kvikmyndasýning í Friðarhúsi

Bandaríska verðlaunamyndin No End in Sight.

SHA_forsida_top

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss

Borðhald hefst kl. 19.

SHA_forsida_top

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss

Fjáröflunarmálsverður febrúarmánaðar verður haldinn föstudagskvöldið 25.feb. Guðrún Bóasdóttir (Systa) sér um matseldina, Matseðill: * Gufusoðin …

SHA_forsida_top

Armadillo í Friðarhúsi

Armadillo í Friðarhúsi

Á síðasta ári var danska heimildarmyndin Armadillo frumsýnd, en hún fjallar um danskan herflokk í …

SHA_forsida_top

Kvikmyndasýning í Friðarhúsi

Kvikmyndasýning í Friðarhúsi

Danska heimildarmyndin Armadillo í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

Norðmenn og vopnasalan

Norðmenn og vopnasalan

Steinunn Rögnvaldsdóttir, fv. miðnefndarkona í Samtökum hernaðarandstæðinga er um þessar mundir við nám í Noregi. …

SHA_forsida_top

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss verður haldinn föstudagskvöldið 28. janúar kl. 19. Matseld verður að þessu sinni …

SHA_forsida_top

Friðargöngurnar - ólíkir tímar!

Friðargöngurnar - ólíkir tímar!

Friðargöngur verða haldnar á þremur stöðum á landinu á Þorláksmessu. Eins og fram hefur komið …

SHA_forsida_top

Friðargöngur á Þorláksmessu

Friðargöngur á Þorláksmessu

Íslenskir friðarsinnar hafa efnt til blysfarar niður Laugaveginn á Þorláksmessu á hverju ári undanfarna þrjá …

SHA_forsida_top

Friðarganga um Hólastað, 19. desember

Friðarganga um Hólastað, 19. desember

Loksins geta Skagfirðingar komist í friðargöngu fyrir jólin. Athygli friðarsinna nyrðra er vakin á þessari …