BREYTA

Frá miðnefnd SHA

fredsakademietMiðnefnd Samtaka hernaðarandstæðinga kom saman til fundar s.l. fimmtudag. Rétt er að minna á að öllum félagsmönnum er heimilt að sitja fundi hennar. Á fundinum voru samþykktar þrjár ályktanir eða áskoranir, þar sem hnykkt er á klassískum baráttumálum hreyfingarinnar: Ályktun 1: SHA mótmæla öllum viðræðum um varnarsamstarf við Norðmenn og Dani. Að gefnu tilefni gera samtökin einnig kröfu um bann við heræfingum á Íslandi og benda í því sambandi á ósprungnar sprengjur, skothylki í þúsundatali og annað drasl á heræfingasvæðum liðinna áratuga. Ályktun 2: SHA gera þá kröfu til ríkisstjórnar Íslands að hún lýsi því yfir að Íslendingar verði teknir af lista þeirra þjóða sem styðja innrás og hernám í Írak og íslenska þjóðin beðin afsökunar á þeim hræðilegu mistökum sem þar voru gerð. Ennfremur að hætt verði þátttöku í hernámi Afganistans og stuðningi við Íraksstríðið hvort sem er með fjárframlögum eða yfirlýsingum. SHA telja það ekki sæma Íslendingum að styðja fjöldamorð og dauðarefsingar eða fantaskap við saklaust fólk eins og í Gvantanamo. Íslendingar eiga ekkert sökótt við fátækt fólk í Asíu eða annarsstaðar í heiminum. Áskorun: SHA skora á Alþingi og ríkisstjórn að segja upp herverndarsamningnum við Bandaríkin frá 1951, enda þjónar hann engum skynsamlegum tilgangi og hefur aldrei gert. Ennfremur að Ísland segi sig úr NATO og verði þannig ekki lengur aðili að vígbúnaðar- og kjarnorkuvopnabandalagi sem stendur fyrir árásum og hernámi í fjarlægum löndum.

Færslur

SHA_forsida_top

Sögunefnd SHA

Sögunefnd SHA

Sögunefnd SHA fundar í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

Aljóðlegur aðgerðadagur gegn Íraksstríði

Aljóðlegur aðgerðadagur gegn Íraksstríði

SHA stendur fyrir aðgerðum á afmæli Íraksstríðsins.

SHA_forsida_top

Langur laugardagur í Friðarhúsi - undirbúningur fyrir aðgerðir 15. mars

Langur laugardagur í Friðarhúsi - undirbúningur fyrir aðgerðir 15. mars

Næstkomandi laugardagur verður langur laugardagur á Laugaveginum og þar um kring. Að venju verður þá …

SHA_forsida_top

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss - í umsjón MFÍK

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss - í umsjón MFÍK

Hinn sívinsæli mánaðarlegi fjáröflunarmálsverður Friðarhúss verður haldinn föstudagskvöldið 29. feb. kl. 19. Að þessu …

SHA_forsida_top

Ungliðakvöld SHA

Ungliðakvöld SHA

SHA_forsida_top

Fundur sögunefndar

Fundur sögunefndar

Sögunefnd Friðarhreyfinganna fundar í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

15. mars: Stríðinu verður að linna

15. mars: Stríðinu verður að linna

Alþjóðlegar aðgerðir gegn Íraksstríðinu dagana 15.-22. mars 2008 20. mars verða liðin fimm ár …

SHA_forsida_top

Alþingi ítrekar fordæmingu sína á fangabúðunum í Guantanamo

Alþingi ítrekar fordæmingu sína á fangabúðunum í Guantanamo

Við höfum sagt frá tillögu sem lögð var fram á Alþingi 17. janúar um að …

SHA_forsida_top

Félagsfundur SHA um varnarmálafrumvarp

Félagsfundur SHA um varnarmálafrumvarp

Fyrir Alþingi liggur frumvarp ríkisstjórnarinnar um varnarmál, þar sem fjallað er um ýmis þau málefni …

SHA_forsida_top

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss

Félagar í MFÍK sjá um málsverðinn að þessu sinni.

SHA_forsida_top

Orrustuþotur ógna öryggi farþegaflugs

Orrustuþotur ógna öryggi farþegaflugs

Steinunn Þóra Árnadóttir, virkur félagi í SHA, situr nú á þingi sem varaþingmaður og hefur …

SHA_forsida_top

Félagsfundur SHA

Félagsfundur SHA

Félagsfundur SHA um frumvarp til nýrra laga um varnarmál.

SHA_forsida_top

Aðalfundur MFÍK, Friðarhúsi

Aðalfundur MFÍK, Friðarhúsi

Aðalfundur MFÍK verður haldinn í Friðarhúsi, á horni Njálsgötu og Snorrabrautar, miðvikudagskvöldið 30. janúar kl. …

SHA_forsida_top

Hershöfðingjar NATO vilja beita kjarnorkuvopnum að fyrra bragði

Hershöfðingjar NATO vilja beita kjarnorkuvopnum að fyrra bragði

eftir Finn Dellsén Eftirfarandi grein birtist í vefritinu ogmundur.is 25. janúar. Nýjustu fréttir …

SHA_forsida_top

Þingmenn allra flokka fordæma Guantanamó

Þingmenn allra flokka fordæma Guantanamó

eftir Álfheiði Ingadóttur alþingismann Við vöktum athygli á því fyrir skemmstu að þverpólitísk …