BREYTA

Frá Samstarfshópi friðarhreyfinga

Kertafleyting á Reykjavíkurtjörn 6.ágúst 2009 Íslenskar friðarhreyfingar standa að kertafleytingu á Reykjavíkurtjörn fimmtudaginn 6. ágúst 2009. Safnast verður saman við Suðvesturbakka Tjarnarinnar (við Skothúsveg) klukkan 22:30 en þar mun Stefán Pálsson formaður Samtaka hernaðarandstæðinga flytja stutt ávarp. Fundarstjóri verður Eva María Jónsdóttir dagskrárgerðarmaður. Að venju verða flotkerti og friðarmerki seld á staðnum. Einnig verða kertafleytingar á Akureyri og Egilsstöðum. Fleytt er kertum í minningu fórnarlamba kjarnorkueldanna í japönsku borgunum Hírósíma og Nagasakí dagana 6. og 9.ágúst 1945. Þetta er tuttugasta og fimmta kertafleytingin á Tjörninni af þessu tilefni. Fyrsta kertafleytingin var í ágúst 1985 þegar 40 ár voru liðin frá kjarnorkuárásunum. Þá sendu japanskir "hibakushar" (en svo eru eftirlifandi fórnarlömb kjarnorkuárásanna nefnd) hingað til lands kerti með beiðni um stuðning við baráttu þeirra gegn kjarnorkuvopnum. Tveir fulltrúar þeirra komu einnig hingað til lands í boði Samtaka herstöðvaandstæðinga. Um leið og friðarsinnar minnast þeirra sem féllu í kjarnorkuárásunum leggja þeir áherslu á kröfuna: Aldrei aftur Hírósíma! Aldrei aftur Nagasakí! Rödd friðar þarf að heyrast og hljóma um allan heim. Yfirvöld verða að fá skýr skilaboð um að stríð sé ekki valkostur. Loftárásir og heræfingar tryggja ekki frið. Vandamál heimsins verða ekki leyst með ofbeldi og vopnavaldi heldur samvinnu og viðræðum. Krafa okkar er friðsamur og kjarnorkuvopnalaus heimur. Samstarfshópur friðarhreyfinga: Félag leikskólakennara. Friðar og mannréttindahópur BSRB Friðar og mannréttindanefnd Æskulýðssambands þjóðkirkjunnar Heimsganga í þágu friðar og tilveru án ofbeldis Menningar og friðarsamtökin MFÍK Samtök hernaðarandstæðinga SGI á Íslandi (Friðarhópur búddista) Nánari upplýsingar gefa: Ingibjörg Hararldsdóttir, sími:8495273 netfang: inghar@centrum.is Steinunn Þóra Árnadóttir, sími: 690 2592 netfang: steiarn@hi.is

Færslur

SHA_forsida_top

Aldrei aftur Hírósíma! Aldrei aftur Nagasakí!

Aldrei aftur Hírósíma! Aldrei aftur Nagasakí!

Kertafleyting á Tjörninni í Reykjavík og á Akureyri miðvikudagskvöldið 6.ágúst 2014. Frá árinu 1985 hafa …

SHA_forsida_top

Átakasumarið 2014: ályktun frá miðnefnd SHA

Átakasumarið 2014: ályktun frá miðnefnd SHA

Ástandið í heimsmálunum sumarið 2014 er sérlega viðsjárvert og hefur ekki verið ófriðvænlegra í langan …

SHA_forsida_top

Jafn réttur til að drepa?

Jafn réttur til að drepa?

Auður Lilja Erlingsdóttir á sæti í miðnefnd SHA. Greinin birtist áður á vefritinu Knúz. …

SHA_forsida_top

Hörður Torfa í Friðarhúsi

Hörður Torfa í Friðarhúsi

Söngvaskáldið og aðgerðasinninn Hörður Torfason er hernaðarandstæðingum að góðu kunnur. Hann brást við nýlegu ákalli …

SHA_forsida_top

Mótmælum drápunum á Gaza!

Mótmælum drápunum á Gaza!

Félagið Ísland-Palestína efnir til mótmælafundar á Lækjartorgi mánudaginn 14. júlí kl. 17. Þar gefst almenningi …

SHA_forsida_top

Á mótmælaslóðum á Þingvöllum, fimmtudagskvöld

Á mótmælaslóðum á Þingvöllum, fimmtudagskvöld

Stefán Pálsson, sagnfræðingur og formaður Samtaka hernaðarandstæðinga, mun í kvöld fimmtudagskvöldið 10. júlí hafa umsjón …

SHA_forsida_top

Friðarvefurinn uppi á ný

Friðarvefurinn uppi á ný

Eins og dyggir lesendur Friðarvefsins hafa vafalítið tekið eftir, hefur verið mikið ólag á vefnum …

SHA_forsida_top

Ályktun varðandi heræfingar

Ályktun varðandi heræfingar

Ályktun þessi var samþykkt á landsfundi SHA laugardaginn 15. mars: Landsfundur SHA lýsir furðu á …

SHA_forsida_top

Fundur SHA með framboðunum í Reykjavík

Fundur SHA með framboðunum í Reykjavík

Samtök hernaðarandstæðinga efna til fundar með yfirskriftinni „Friðarborgin Reykjavík? - Hver er afstaða framboðanna …

SHA_forsida_top

Fáfróðir vilja stríð

Fáfróðir vilja stríð

Í gegnum tíðina hafa íslenskir friðarsinnar lengi haldið því fram að einhver besta leiðin til …

SHA_forsida_top

1. maí kaffi SHA 2014

1. maí kaffi SHA 2014

Morgunkaffi SHA á 1. maí er víðfræg samkoma og í hugum margra ómissandi hluti af …

SHA_forsida_top

Fjáröflunarmálsverður aprílmánaðar

Fjáröflunarmálsverður aprílmánaðar

Björk Vilhelmsdóttir borgarfulltrúi er kokkur aprílmánaðar í málsverðinum föstudagskvöldið 25. apríl. Matseðillinn er ekki af …

SHA_forsida_top

Er femínismi heimsvaldastefna? : lesendabréf til Knúz.is

Er femínismi heimsvaldastefna? : lesendabréf til Knúz.is

Hinn 11. apríl sendum við bréfið hér að neðan til ritstjórnar Knuz.is og báðum um …

SHA_forsida_top

Ályktun um NATÓ

Ályktun um NATÓ

Ályktun þessi var samþykkt á landsfundi SHA laugardaginn 15. mars: Áætlað er að á þessu …

SHA_forsida_top

Sókn Pútíns sem nauðvörn

Sókn Pútíns sem nauðvörn

Þórarinn Hjartarson á Akureyri sendi Friðarvefnum þessa grein til birtingar. Nú er hafið efnahagslegt …