BREYTA

Frá SHA - nóg við að vera um páskana

Friðarpípan í Friðarhúsi 15. apríl Páskarnir eru tími ferðalaga. Friðarsinnar sem hyggjast halda sig í borginni yfir páskahelgina þurfa þó engu að kvíða því á laugardaginn kemur, 15. apríl, verður staðið fyrir hinni sívinsælu spurningakeppni Friðarpípunni í Friðarhúsi. Hefst hún kl. 16 og eru allir velkomnir. * * * Dagfari og Friðarvefurinn Um þessar mundir er unnið að gerð Dagfara, fréttabréfs SHA, sem berast mun félagsmönnum fyrir lok mánaðarins. Sem vænta má verður blaðið að þessu sinni helgað nýjustu fregnum af hermálinu, en krafa SHA hlýtur að vera sú að herverndarsamningnum svokallaða verði sagt upp og hrstöðinni lokað fyrir fullt og allt. Ýmsar greinar hafa birst um málið á Friðarvefnum síðustu daga og eru félagsmenn hvattir til að fylgjast með umræðunni sem þar fer fram, auk þess sem tekið er við aðsendu efni. * * * Snarrót: kvikmyndasýningar Undanfarin misseri hefur starfsemi Snarrótar, Laugavegi 21 kjallara, staðið í miklum blóma. Næstu þriðjudags og fimmtudagskvöld verða kvikmyndasýningar fyrir gesti og gangandi þar sem hægt verður að sjá ýmsar fróðlegar heimildarmyndir og klassískar kvikmyndir. Dagskrá næstu tveggja vikna er á þessa leið: Þriðjudaginn 11. apríl kl. 20:00 - DEAD IN THE WATER Heimildarmynd BBC um árásina á USS Liberty í sex daga stríðinu. Fimmtudaginn 13. apríl kl. 20:00 - ONIBABA (Brunnurinn) Mögnuð japönsk draugasaga frá 1964 í leikstjórn Kaneto Shindo. Þriðjudaginn 18. apríl kl. 20:00 - MARTIAL LAW 911 Útvarpsmaðurinn og kvikmyndagerðamaðurinn Alex Jones fjallar m.a. um uppbyggingu lögregluríkisins í Bandaríkjunum. Fimmtudaginn 20. apríl kl. 20:00 - FAHRENHEIT 451 (Hitastig 451) Klassísk vísindaskáldsaga í leikstjórn: Francois Truffaut.

Færslur

SHA_forsida_top

Airwaves í Friðarhúsi

Airwaves í Friðarhúsi

Í ár verður Friðarhús í fyrsta sinn hluti af hliðardagskrá Airwaves-tónlistarhátíðarinnar (off-venue). Síðdegis, þrjá af …

SHA_forsida_top

Aleppo: Sviðsettar barnamyndir og krafa um „loftferðabann“

Aleppo: Sviðsettar barnamyndir og krafa um „loftferðabann“

Þórarinn Hjartarson á Akureyri, félagsmaður í SHA, sendi Friðarvefnum þennan pistil um Sýrlandsstríðið. Aðsendar greinar …

SHA_forsida_top

Nóvembermálsverður kvöldið fyrir kjördag

Nóvembermálsverður kvöldið fyrir kjördag

Íslendingar ganga að kjörborðinu á laugardag, en það kemur ekki í veg fyrir að hinn …

SHA_forsida_top

Sýrlandsstríðið

Sýrlandsstríðið

Berglind Gunnarsdóttir rithöfundur birti meðfylgjandi grein á Vísi þann 26. sept. síðastliðinn. Greinar á Friðarvefnum …

SHA_forsida_top

Jákvæðar tölur úr kosningaprófi

Jákvæðar tölur úr kosningaprófi

Kosningapróf RÚV hefur vakið mikla athygli. Meðal þess sem spurt var um í prófinu var …

SHA_forsida_top

Fyrsti málsverður haustsins

Fyrsti málsverður haustsins

Fyrsti fjáröflunarmálsverður Friðarhúss á þessu hausti verður haldinn föstudagskvöldið 30. september n.k. Fiskisúpugengið Lára Jóna, …

SHA_forsida_top

Ávarp á kertafleytingu í Reykjavík

Ávarp á kertafleytingu í Reykjavík

Ljósmynd: Snorri Þór Tryggvason Hildur Knútsdóttir flutti meðfylgjandi ávarp á kertafleytingunni í Reykjavík …

SHA_forsida_top

Kertafleyting í Reykjavík & Akureyri 9. ágúst

Kertafleyting í Reykjavík & Akureyri 9. ágúst

Árið 1985 var kertum í fyrsta sinn fleytt hér á landi í minningu fórnarlamba kjarnorkuárásanna …

SHA_forsida_top

Aumur feluleikur stjórnvalda

Aumur feluleikur stjórnvalda

Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum, hafa íslensk og bandarísk stjórnvöld undirritað samkomulag …

SHA_forsida_top

Stríð um heimsyfirráð: Hnattræn auðvaldselíta þolir ekki sjálfstæð ríki

Stríð um heimsyfirráð: Hnattræn auðvaldselíta þolir ekki sjálfstæð ríki

Þórarinn Hjartarson á Akureyri, félagsmaður í SHA, sendi Friðarvefnum þennan pistil um alþjóða- og efnahagsmál. …

SHA_forsida_top

Friðarmálsverður á maímánaðar

Friðarmálsverður á maímánaðar

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss verður haldinn föstudagskvöldið 27. maí n.k. Það er mæðgurnar Hildur Margrétardóttir …

SHA_forsida_top

Morgunkaffi SHA

Morgunkaffi SHA

Morgunkaffi SHA á 1. maí er víðfræg samkoma og í hugum margra ómissandi hluti af …

SHA_forsida_top

Aprílmálsverður Friðarhúss

Aprílmálsverður Friðarhúss

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss verður haldinn föstudagskvöldið 29. apríl n.k. Að þessu sinni munu fulltrúar í miðnefnd …

SHA_forsida_top

Gleymda hernámið - fundur um Vestur Sahara

Gleymda hernámið - fundur um Vestur Sahara

Fundur um hernám Marokkóstjórnar á Vestur Sahara í Friðarhúsi, Njálsgötu 87, þriðjudagskvöldið 5. apríl kl. …

SHA_forsida_top

„Arabíska vorið“ í Sýrlandi

„Arabíska vorið“ í Sýrlandi

Þórarinn Hjartarson á Akureyri, félagsmaður í SHA, sendi Friðarvefnum þennan pistil um stríðið í Sýrlandi. …