BREYTA

Frá SHA - nóg við að vera um páskana

Friðarpípan í Friðarhúsi 15. apríl Páskarnir eru tími ferðalaga. Friðarsinnar sem hyggjast halda sig í borginni yfir páskahelgina þurfa þó engu að kvíða því á laugardaginn kemur, 15. apríl, verður staðið fyrir hinni sívinsælu spurningakeppni Friðarpípunni í Friðarhúsi. Hefst hún kl. 16 og eru allir velkomnir. * * * Dagfari og Friðarvefurinn Um þessar mundir er unnið að gerð Dagfara, fréttabréfs SHA, sem berast mun félagsmönnum fyrir lok mánaðarins. Sem vænta má verður blaðið að þessu sinni helgað nýjustu fregnum af hermálinu, en krafa SHA hlýtur að vera sú að herverndarsamningnum svokallaða verði sagt upp og hrstöðinni lokað fyrir fullt og allt. Ýmsar greinar hafa birst um málið á Friðarvefnum síðustu daga og eru félagsmenn hvattir til að fylgjast með umræðunni sem þar fer fram, auk þess sem tekið er við aðsendu efni. * * * Snarrót: kvikmyndasýningar Undanfarin misseri hefur starfsemi Snarrótar, Laugavegi 21 kjallara, staðið í miklum blóma. Næstu þriðjudags og fimmtudagskvöld verða kvikmyndasýningar fyrir gesti og gangandi þar sem hægt verður að sjá ýmsar fróðlegar heimildarmyndir og klassískar kvikmyndir. Dagskrá næstu tveggja vikna er á þessa leið: Þriðjudaginn 11. apríl kl. 20:00 - DEAD IN THE WATER Heimildarmynd BBC um árásina á USS Liberty í sex daga stríðinu. Fimmtudaginn 13. apríl kl. 20:00 - ONIBABA (Brunnurinn) Mögnuð japönsk draugasaga frá 1964 í leikstjórn Kaneto Shindo. Þriðjudaginn 18. apríl kl. 20:00 - MARTIAL LAW 911 Útvarpsmaðurinn og kvikmyndagerðamaðurinn Alex Jones fjallar m.a. um uppbyggingu lögregluríkisins í Bandaríkjunum. Fimmtudaginn 20. apríl kl. 20:00 - FAHRENHEIT 451 (Hitastig 451) Klassísk vísindaskáldsaga í leikstjórn: Francois Truffaut.

Færslur

SHA_forsida_top

Hvað er að gerast í Miðausturlöndum?: Fundur um Jemen

Hvað er að gerast í Miðausturlöndum?: Fundur um Jemen

Miðvikudagskvöldið 16. mars kl. 20 efna Samtök hernaðarandstæðinga til umræðufundar í Friðarhúsi. Yfirskriftin er: „Hvað …

SHA_forsida_top

Aðalfundur Friðarhúss SHA ehf

Aðalfundur Friðarhúss SHA ehf

Aðalfundur Friðarhúss SHA ehf, eignarhaldsfélagsins sem stóð að baki kaupunum á húsnæðinu að Njálsgötu 87, …

SHA_forsida_top

„...og þá voru eftir níu“ - baráttufundur fyrir mótmælafrelsi

„...og þá voru eftir níu“ - baráttufundur fyrir mótmælafrelsi

Á dögunum féll dómur í máli ákæruvaldsins gegn hinum svokölluðu 9-menningum, sem sökuð voru um …

SHA_forsida_top

Alþjóðlegur baráttudagur kvenna, 8. mars

Alþjóðlegur baráttudagur kvenna, 8. mars

Dagskrá í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur þriðjudaginn 8.mars kl.17. Dagskrá Frú Vigdís Finnbogadóttir ávarpar samkomuna í …

SHA_forsida_top

Kvikmyndasýning í Friðarhúsi

Kvikmyndasýning í Friðarhúsi

Bandaríska heimildarmyndin No End in Sight, frá árinu 2007, verður sýnd í Friðarhúsi mánudagskvöldið 28. …

SHA_forsida_top

Kvikmyndasýning í Friðarhúsi

Kvikmyndasýning í Friðarhúsi

Bandaríska verðlaunamyndin No End in Sight.

SHA_forsida_top

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss

Borðhald hefst kl. 19.

SHA_forsida_top

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss

Fjáröflunarmálsverður febrúarmánaðar verður haldinn föstudagskvöldið 25.feb. Guðrún Bóasdóttir (Systa) sér um matseldina, Matseðill: * Gufusoðin …

SHA_forsida_top

Armadillo í Friðarhúsi

Armadillo í Friðarhúsi

Á síðasta ári var danska heimildarmyndin Armadillo frumsýnd, en hún fjallar um danskan herflokk í …

SHA_forsida_top

Kvikmyndasýning í Friðarhúsi

Kvikmyndasýning í Friðarhúsi

Danska heimildarmyndin Armadillo í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

Norðmenn og vopnasalan

Norðmenn og vopnasalan

Steinunn Rögnvaldsdóttir, fv. miðnefndarkona í Samtökum hernaðarandstæðinga er um þessar mundir við nám í Noregi. …

SHA_forsida_top

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss verður haldinn föstudagskvöldið 28. janúar kl. 19. Matseld verður að þessu sinni …

SHA_forsida_top

Friðargöngurnar - ólíkir tímar!

Friðargöngurnar - ólíkir tímar!

Friðargöngur verða haldnar á þremur stöðum á landinu á Þorláksmessu. Eins og fram hefur komið …

SHA_forsida_top

Friðargöngur á Þorláksmessu

Friðargöngur á Þorláksmessu

Íslenskir friðarsinnar hafa efnt til blysfarar niður Laugaveginn á Þorláksmessu á hverju ári undanfarna þrjá …

SHA_forsida_top

Friðarganga um Hólastað, 19. desember

Friðarganga um Hólastað, 19. desember

Loksins geta Skagfirðingar komist í friðargöngu fyrir jólin. Athygli friðarsinna nyrðra er vakin á þessari …