BREYTA

Frá SHA - nóg við að vera um páskana

Friðarpípan í Friðarhúsi 15. apríl Páskarnir eru tími ferðalaga. Friðarsinnar sem hyggjast halda sig í borginni yfir páskahelgina þurfa þó engu að kvíða því á laugardaginn kemur, 15. apríl, verður staðið fyrir hinni sívinsælu spurningakeppni Friðarpípunni í Friðarhúsi. Hefst hún kl. 16 og eru allir velkomnir. * * * Dagfari og Friðarvefurinn Um þessar mundir er unnið að gerð Dagfara, fréttabréfs SHA, sem berast mun félagsmönnum fyrir lok mánaðarins. Sem vænta má verður blaðið að þessu sinni helgað nýjustu fregnum af hermálinu, en krafa SHA hlýtur að vera sú að herverndarsamningnum svokallaða verði sagt upp og hrstöðinni lokað fyrir fullt og allt. Ýmsar greinar hafa birst um málið á Friðarvefnum síðustu daga og eru félagsmenn hvattir til að fylgjast með umræðunni sem þar fer fram, auk þess sem tekið er við aðsendu efni. * * * Snarrót: kvikmyndasýningar Undanfarin misseri hefur starfsemi Snarrótar, Laugavegi 21 kjallara, staðið í miklum blóma. Næstu þriðjudags og fimmtudagskvöld verða kvikmyndasýningar fyrir gesti og gangandi þar sem hægt verður að sjá ýmsar fróðlegar heimildarmyndir og klassískar kvikmyndir. Dagskrá næstu tveggja vikna er á þessa leið: Þriðjudaginn 11. apríl kl. 20:00 - DEAD IN THE WATER Heimildarmynd BBC um árásina á USS Liberty í sex daga stríðinu. Fimmtudaginn 13. apríl kl. 20:00 - ONIBABA (Brunnurinn) Mögnuð japönsk draugasaga frá 1964 í leikstjórn Kaneto Shindo. Þriðjudaginn 18. apríl kl. 20:00 - MARTIAL LAW 911 Útvarpsmaðurinn og kvikmyndagerðamaðurinn Alex Jones fjallar m.a. um uppbyggingu lögregluríkisins í Bandaríkjunum. Fimmtudaginn 20. apríl kl. 20:00 - FAHRENHEIT 451 (Hitastig 451) Klassísk vísindaskáldsaga í leikstjórn: Francois Truffaut.

Færslur

SHA_forsida_top

Bandarísk eldflaugastöð í Póllandi

Bandarísk eldflaugastöð í Póllandi

Í dag, fimmtudaginn 14. ágúst, náðist samkomulag milli Bandaríkjanna og Póllands um að setja upp …

SHA_forsida_top

Minningar frá Hiroshima

Minningar frá Hiroshima

Helga Nína Heimisdóttir var fundarstjóri á kertafleytingunni á Reykjavíkurtjörn 6. ágúst sl. Hún sendi Friðarvefnum …

SHA_forsida_top

Ávarp á kertafleytingu á Akureyri

Ávarp á kertafleytingu á Akureyri

Á Akureyri stóð Samstarfshópur um frið (SHA og ÆSKÞ) að kertafleytingu við Minjasafnstjörnina kl. 22.30 …

SHA_forsida_top

Ávarp á kertafleytingu

Ávarp á kertafleytingu

Kolbrún Halldórsdóttir alþingismaður flutti ávarp á kertafleytingu á Reykjavíkurtjörn miðvikudaginn 6. ágúst. Það fylgir hér …

SHA_forsida_top

Aldrei aftur Hiroshima! Aldrei aftur Nagasaki!

Aldrei aftur Hiroshima! Aldrei aftur Nagasaki!

Munið kertafleytingarnar á Reykjavíkurtjörn miðvikudagskvöldið 6. ágúst kl. 22:30 og á Akureyri fimmtudagskvöldið 7. ágúst …

SHA_forsida_top

Munu þeir ráðast á Íran?

Munu þeir ráðast á Íran?

Í dag, 2. ágúst, eru mótmælaaðgerðir víðsvegar um Bandaríkin gegn hugsanlegri innrás í Íran. …

SHA_forsida_top

Kertafleyting 6. ágúst

Kertafleyting 6. ágúst

Veggspjöld til útprentunar (pdf): Kertafleyting 2008

SHA_forsida_top

Álrisarnir og hergagnaiðnaðurinn - fræðslufundur í Friðarhúsi

Álrisarnir og hergagnaiðnaðurinn - fræðslufundur í Friðarhúsi

Samarendra Das er inverskur rithöfundur, kvikmyndagerðamaður og aktívisti, sem berst gegn menningarlegum þjóðarmorðum í þriðja …

SHA_forsida_top

Undirbúningsfundur kertafleytingar

Undirbúningsfundur kertafleytingar

Samstarfshópur friðarhreyfinga fundar.

SHA_forsida_top

Fræðslufundur í Friðarhúsi

Fræðslufundur í Friðarhúsi

Ál og hergagnaframleiðsla.

SHA_forsida_top

Friðflytjendur í Sundahöfn

Friðflytjendur í Sundahöfn

Greinin birtist í Morgunblaðinu, miðvikudaginn 16. júlí. Góðir gestir sóttu Reykvíkinga heim hinn þriðja júlí …

SHA_forsida_top

Óttinn er slæmur ráðgjafi - Hugleiðing um sjálfsforræði

Óttinn er slæmur ráðgjafi - Hugleiðing um sjálfsforræði

Greinin birtist áður í Morgunblaðinu, en er hér óstytt. Fyrir fjörutíu árum var svokölluð viðreisnarstjórn …

SHA_forsida_top

Undirbúningsfundur kertafleytingar

Undirbúningsfundur kertafleytingar

Samstarfshópur friðarhreyfinga fundar í Friðarhúsi

SHA_forsida_top

Samkomulag um gagnflaugastöð undirritað í Prag

Samkomulag um gagnflaugastöð undirritað í Prag

Undirskriftasöfnun gegn gagnflaugastöð í Tékklandi Lauslega þýðing yfirlýsingarinnar sem skrifað er undir: „Ég …

SHA_forsida_top

30. mars 1949

30. mars 1949

Eftirfarandi grein Jóns Böðvarssonar og Þorvarðar Helgasonar birtist í Morgunblaðinu 26. júní 2008. Við leyfum …