BREYTA

Frá SHA - nóg við að vera um páskana

Friðarpípan í Friðarhúsi 15. apríl Páskarnir eru tími ferðalaga. Friðarsinnar sem hyggjast halda sig í borginni yfir páskahelgina þurfa þó engu að kvíða því á laugardaginn kemur, 15. apríl, verður staðið fyrir hinni sívinsælu spurningakeppni Friðarpípunni í Friðarhúsi. Hefst hún kl. 16 og eru allir velkomnir. * * * Dagfari og Friðarvefurinn Um þessar mundir er unnið að gerð Dagfara, fréttabréfs SHA, sem berast mun félagsmönnum fyrir lok mánaðarins. Sem vænta má verður blaðið að þessu sinni helgað nýjustu fregnum af hermálinu, en krafa SHA hlýtur að vera sú að herverndarsamningnum svokallaða verði sagt upp og hrstöðinni lokað fyrir fullt og allt. Ýmsar greinar hafa birst um málið á Friðarvefnum síðustu daga og eru félagsmenn hvattir til að fylgjast með umræðunni sem þar fer fram, auk þess sem tekið er við aðsendu efni. * * * Snarrót: kvikmyndasýningar Undanfarin misseri hefur starfsemi Snarrótar, Laugavegi 21 kjallara, staðið í miklum blóma. Næstu þriðjudags og fimmtudagskvöld verða kvikmyndasýningar fyrir gesti og gangandi þar sem hægt verður að sjá ýmsar fróðlegar heimildarmyndir og klassískar kvikmyndir. Dagskrá næstu tveggja vikna er á þessa leið: Þriðjudaginn 11. apríl kl. 20:00 - DEAD IN THE WATER Heimildarmynd BBC um árásina á USS Liberty í sex daga stríðinu. Fimmtudaginn 13. apríl kl. 20:00 - ONIBABA (Brunnurinn) Mögnuð japönsk draugasaga frá 1964 í leikstjórn Kaneto Shindo. Þriðjudaginn 18. apríl kl. 20:00 - MARTIAL LAW 911 Útvarpsmaðurinn og kvikmyndagerðamaðurinn Alex Jones fjallar m.a. um uppbyggingu lögregluríkisins í Bandaríkjunum. Fimmtudaginn 20. apríl kl. 20:00 - FAHRENHEIT 451 (Hitastig 451) Klassísk vísindaskáldsaga í leikstjórn: Francois Truffaut.

Færslur

SHA_forsida_top

Um orðið varnarlið

Um orðið varnarlið

Erindi Árna Björnssonar á herkveðjuhátíð í RÁNNI Keflavík 22. apríl 2006 Það kom fólki …

SHA_forsida_top

Herinn fer, fögnum nýjum tækifærum

Herinn fer, fögnum nýjum tækifærum

Erindi Jóhanns Geirdal á herkveðjuhátíð í RÁNNI Keflavík 22. apríl 2006 Komið þið sæl og …

SHA_forsida_top

Einkasamkvæmi í Friðarhúsi

Einkasamkvæmi í Friðarhúsi

Friðarhús er í útláni þennan dag

SHA_forsida_top

Gott ár hjá Njarðvíkingum

Gott ár hjá Njarðvíkingum

Á velheppnaðri herkveðjuhátíð Vinstri grænna á Suðurnesjum sem haldin var á Ránni í Keflavík í …

SHA_forsida_top

Keflavíkurflugvöllur - brottför hersins, viðbrögð og möguleikar

Keflavíkurflugvöllur - brottför hersins, viðbrögð og möguleikar

eftir Jóhann Geirdal Eftirfarandi greinaflokkur eftir Jóhann Geirdal, bæjarfulltrúa í Reykjanesbæ, birtist á vefritinu …

SHA_forsida_top

Velheppnuð herkveðjuhátíð í Keflavík

Velheppnuð herkveðjuhátíð í Keflavík

Húsfyllir var á veitingahúsinu Ránni í Keflavík laugardaginn 22. apríl þegar herstöðvaandstæðingar á Suðurnesjum héldu …

SHA_forsida_top

Herkveðjuhátíð á Ránni, Keflavík, laugardaginn 22. apríl kl. 13-17

Herkveðjuhátíð á Ránni, Keflavík, laugardaginn 22. apríl kl. 13-17

Vinstri græn á Suðurnesjum standa fyrir herkveðjuhátíð á Ránni í Keflavík nk. laugardag kl. 13-17. …

SHA_forsida_top

Fjórða evrópska samfélagþingið í Aþenu 4.-7. maí

Fjórða evrópska samfélagþingið í Aþenu 4.-7. maí

Evrópskir herstöðvaandstæðingar á samfélagsþinginu í Aþenu Fjórða Evrópska samfélagsþingið (European Social Forum - …

SHA_forsida_top

Friðarpípa á laugardegi

Friðarpípa á laugardegi

Friðarpípan, spurningakeppni SHA í Friðarhúsi. Allir velkomnir.

SHA_forsida_top

Dagskrá í Friðarhúsi

Dagskrá í Friðarhúsi

SHA skipuleggur dagskrá í Friðarhúsi á miðvikudögum.

SHA_forsida_top

Frá SHA - nóg við að vera um páskana

Frá SHA - nóg við að vera um páskana

Friðarpípan í Friðarhúsi 15. apríl Páskarnir eru tími ferðalaga. Friðarsinnar sem hyggjast halda sig í …

SHA_forsida_top

Alþingi: skýrsla utanríkisráðherra

Alþingi: skýrsla utanríkisráðherra

Í dag, 6. apríl, flutti utanríkisráðherra munnlega skýrslu um utanríkismál á Alþingi. Ræðu ráðherrans og …

SHA_forsida_top

Viðræðurnar um framtíð herstöðvarinnar

Viðræðurnar um framtíð herstöðvarinnar

Ekkert samráð við stjórnarandstöðuna Ekki virðist það nú hafa vakið mikinn ugg hjá þjóðinni …

SHA_forsida_top

Lágfóta dældirnar smó - Fox-fréttamennska á NFS

Lágfóta dældirnar smó - Fox-fréttamennska á NFS

Kristinn Schram og Kolbeinn Óttarsson Proppé fjalla um fréttaflutning af fundum andstæðinga Íraksstríðsins …

SHA_forsida_top

Þingsályktunartillaga um yfirtöku Íslendinga á rekstri Keflavíkurflugvallar

Þingsályktunartillaga um yfirtöku Íslendinga á rekstri Keflavíkurflugvallar

Fimmtudaginn 30. mars var tekin fyrir á Alþingi þingsályktunartillaga Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs um yfirtöku …