BREYTA

Framkvæmdir við Friðarhús - viltu gerast hluthafi?

Um þessar mundir er unnið að stórframkvæmdum við húseignina Njálsgötu 87, sem hýsir Friðarhús SHA. Meðal annars verður þak hússins lagfært, unnið í gluggum og byggingin öll steinuð að utan. Þessar endurbætur hafa verið brýnar lengi og fulltrúar Friðarhúss hvatt til þess að ráðist yrði í þær á vettvangi húsfélagsins. Að þeim loknum verður Njálsgata 87 sú bæjarprýði sem maklegt er. Aðalfundur Friðarhúss SHA ehf var haldinn á dögunum. Þar voru kynntir reikningar sem sýndu afar jákvæða stöðu. Langt er síðan félagið varð skuldlaust við lánastofnanir, en eina skuld þess er við Samtök hernaðarandstæðinga sem greiðist niður jafnt og þétt sem afsláttur á leigu. Stórframkvæmdirnar nú munu þó reyna á fjárhaginn. Því er mikilvægt að fjáröflunarmálsverðir hússins verði vel sóttir á næstunni, sem hingað til. Það er helsta tekjulind félagsins. Þá er minnt á að enn er hægt að kaupa hlutabréf í Friðarhúsi SHA ehf. Verð hvers hlutar er 15.000 krónur og má ganga frá greiðslu í gegnum netbanka (reikn.nr. 0130-26-002530 kt. 600404-2530, þar sem tekið væri fram í skýringu nafn hluthafa). Eflaust eru einhverjir félagar í SHA sem ekki eru í hópi hinna nærri 300 hluthafa eða aðrir sem gætu hugsað sér að auka við hlutafjáreign sína og skjóta þannig enn styrkari stoðum undir rekstur þessa mikilvæga húsnæðis. Eitt er víst að ekki mun friðarsinna skorta verkefni á næstu misserum.

Færslur

SHA_forsida_top

Hverju svara flokkarnir, IV.hluti: Loftrýmiseftirlit

Hverju svara flokkarnir, IV.hluti: Loftrýmiseftirlit

4. spurning: Telur hreyfing ykkar að „loftrýmiseftirlit“ Nató-þjóða við Ísland þjóni einhverjum tilgangi - sé …

SHA_forsida_top

Hverju svara flokkarnir, III.hluti: Stjórnarskrármál

Hverju svara flokkarnir, III.hluti: Stjórnarskrármál

3. spurning: Telur hreyfing ykkar rétt að binda í stjórnarskrá að Ísland megi aldrei fara …

SHA_forsida_top

Hverju svara flokkarnir, II.hluti: Herverndarsamningurinn

Hverju svara flokkarnir, II.hluti: Herverndarsamningurinn

Friðarvefurinn heldur áfram að birta svör stjórnmálaflokkanna við spurningalista Samtaka hernaðarandstæðinga um friðar- og afvopnunarmál. …

SHA_forsida_top

Hverju svara flokkarnir, I.hluti: Nató

Hverju svara flokkarnir, I.hluti: Nató

Samtök hernaðarandstæðinga sendu á dögunum spurningalista til þeirra flokka og stjórnmálahreyfinga sem boðað höfðu framboð …

SHA_forsida_top

Útifundur á Austurvelli, 30. mars

Útifundur á Austurvelli, 30. mars

Þann 30. mars árið 1949, fyrir sextíu árum síðan, samþykkti Alþingi inngöngu Íslands í Nató. …

SHA_forsida_top

Matseðill föstudagsins

Matseðill föstudagsins

Matseðill fjáröflunarmálsverðar Friðarhúss n.k. föstudag liggur nú fyrir. Guðrún Bóasdóttir (Systa) sér um matseldina. * …

SHA_forsida_top

Ísland úr Nató - þétt dagskrá

Ísland úr Nató - þétt dagskrá

Um þessar mundir eru sextíu ár frá stofnun hernaðarbandalagsins Nató. Að því tilefni munu Samtök …

SHA_forsida_top

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss

Hinn mánaðarlegi fjáröflunarmálsverður Friðarhúss.

SHA_forsida_top

Útifundur á Austurvelli

Útifundur á Austurvelli

Aðild Íslands að Nató mótmælt á 60 ára afmæli Natóinngöngunnar.

SHA_forsida_top

Frumvarp um kjarnorkuvopnalaust Ísland á Alþingi

Frumvarp um kjarnorkuvopnalaust Ísland á Alþingi

Við sögðum frá því 6. mars að þá stæði til að setja á dagskrá Alþingis …

SHA_forsida_top

Nató-vika í Friðarhúsi

Nató-vika í Friðarhúsi

Myndasýning frá Austurvelli

SHA_forsida_top

Nató-vika í Friðarhúsi

Nató-vika í Friðarhúsi

Operation Gladio - bresk heimildarmynd.

SHA_forsida_top

Nató-vika í Friðarhúsi

Nató-vika í Friðarhúsi

Nató í nútíð og framtíð, Silja Bára Ómarsdóttir.

SHA_forsida_top

Alþjóðlegur baráttudagur kvenna fyrir friði og jafnrétti

Alþjóðlegur baráttudagur kvenna fyrir friði og jafnrétti

Dagskrá í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur sunnudaginn 8.mars 2009 kl.14 Breytt samfélag – aukinn jöfnuð! Fundarstjóri: …

SHA_forsida_top

Gamalt baráttumál á dagskrá Alþingis

Gamalt baráttumál á dagskrá Alþingis

SHA hafa um langt skeið barist fyrir friðlýsingu Íslands fyrir kjarnorkuvopnum og umferð kjarnorkuknúinna farartækja. …