BREYTA

Framkvæmdir við Friðarhús - viltu gerast hluthafi?

Um þessar mundir er unnið að stórframkvæmdum við húseignina Njálsgötu 87, sem hýsir Friðarhús SHA. Meðal annars verður þak hússins lagfært, unnið í gluggum og byggingin öll steinuð að utan. Þessar endurbætur hafa verið brýnar lengi og fulltrúar Friðarhúss hvatt til þess að ráðist yrði í þær á vettvangi húsfélagsins. Að þeim loknum verður Njálsgata 87 sú bæjarprýði sem maklegt er. Aðalfundur Friðarhúss SHA ehf var haldinn á dögunum. Þar voru kynntir reikningar sem sýndu afar jákvæða stöðu. Langt er síðan félagið varð skuldlaust við lánastofnanir, en eina skuld þess er við Samtök hernaðarandstæðinga sem greiðist niður jafnt og þétt sem afsláttur á leigu. Stórframkvæmdirnar nú munu þó reyna á fjárhaginn. Því er mikilvægt að fjáröflunarmálsverðir hússins verði vel sóttir á næstunni, sem hingað til. Það er helsta tekjulind félagsins. Þá er minnt á að enn er hægt að kaupa hlutabréf í Friðarhúsi SHA ehf. Verð hvers hlutar er 15.000 krónur og má ganga frá greiðslu í gegnum netbanka (reikn.nr. 0130-26-002530 kt. 600404-2530, þar sem tekið væri fram í skýringu nafn hluthafa). Eflaust eru einhverjir félagar í SHA sem ekki eru í hópi hinna nærri 300 hluthafa eða aðrir sem gætu hugsað sér að auka við hlutafjáreign sína og skjóta þannig enn styrkari stoðum undir rekstur þessa mikilvæga húsnæðis. Eitt er víst að ekki mun friðarsinna skorta verkefni á næstu misserum.

Færslur

SHA_forsida_top

Einkasamkoma í Friðarhúsi

Einkasamkoma í Friðarhúsi

Friðarhús er í útláni.

SHA_forsida_top

Samtök hernaðarandstæðinga leita svara um vígbúnaðarstefnu ríkisstjórnarinnar

Samtök hernaðarandstæðinga leita svara um vígbúnaðarstefnu ríkisstjórnarinnar

Samtök hernaðarandstæðinga hafa sent ríkisstjórninni athugasemdir og spurningar vegna yfirlýsingar leiðtogafundar NATO í Búkarest í …

SHA_forsida_top

Einkasamkvæmi í Friðarhúsi

Einkasamkvæmi í Friðarhúsi

SHA_forsida_top

Félagsfundur MFÍK

Félagsfundur MFÍK

Efni: Eygló Bjarnardóttir talar um Malaví og sýnir myndir þaðan.

SHA_forsida_top

Helga Kress í Friðarhúsi

Helga Kress í Friðarhúsi

Vakin er athygli á opnum félagsfundi MFÍK í Friðarhúsi miðvikudagskvöldið 9. apríl, kl. 19. Gestur …

SHA_forsida_top

Vinur er sá er til vamms segir! - Flosa svarað

Vinur er sá er til vamms segir! - Flosa svarað

Friðarvefurinn hefur birt grein Flosa Eiríkssonar úr tímaritinu Herðubreið, þar sem Flosi finnur að einu …

SHA_forsida_top

Firring og fásinna - Íslenska „friðarhreyfingin“ er ónýt

Firring og fásinna - Íslenska „friðarhreyfingin“ er ónýt

Eftirfarandi grein Flosa Eiríkssonar, félaga í SHA, birtist nýverið í tímaritinu Herðubreið. Aðstandendur Friðarvefsins …

SHA_forsida_top

Á hvaða leið er Samfylkingin?

Á hvaða leið er Samfylkingin?

Grein þessi birtist í Morgunblaðinu 5. apríl 2008. Hópur þingmanna hefur nú lagt fyrir Alþingi …

SHA_forsida_top

Sögunefnd SHA fundar

Sögunefnd SHA fundar

Söguhópur SHA fundar í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

NATO fundar bakvið víggirðingar

NATO fundar bakvið víggirðingar

Leiðtogafundur NATO hófst í Búkarest í Rúmeníu í gær, miðvikudaginn 2. apríl, og mun standa …

SHA_forsida_top

Fundur við kínverska sendiráðið mánudaginn 31. mars kl. 5

Fundur við kínverska sendiráðið mánudaginn 31. mars kl. 5

Friðavefnum hefur borist eftirfarandi fréttatilkynning: Mánudaginn 31. mars munu Íslendingar ekki láta sitt eftir liggja …

SHA_forsida_top

Söguhópur SHA fundar

Söguhópur SHA fundar

Söguhópur SHA heldur námskeið um viðtalstækni í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

Ritnefndarfundur Dagfara

Ritnefndarfundur Dagfara

Ritnefnd Dagfara fundar í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

Undirskriftasöfnun gegn bandarískum herstöðvum í Tékklandi

Undirskriftasöfnun gegn bandarískum herstöðvum í Tékklandi

Í Tékklandi hefur á undanförnum misserum verið háð hörð barátta gegn áformum tékkneskra og bandarískra …

SHA_forsida_top

Aðalfundur Friðarhúss SHA ehf.

Aðalfundur Friðarhúss SHA ehf.

Aðalfundur Friðarhúss SHA ehf. hefst kl. 14.