BREYTA

Framkvæmdir við Friðarhús - viltu gerast hluthafi?

Um þessar mundir er unnið að stórframkvæmdum við húseignina Njálsgötu 87, sem hýsir Friðarhús SHA. Meðal annars verður þak hússins lagfært, unnið í gluggum og byggingin öll steinuð að utan. Þessar endurbætur hafa verið brýnar lengi og fulltrúar Friðarhúss hvatt til þess að ráðist yrði í þær á vettvangi húsfélagsins. Að þeim loknum verður Njálsgata 87 sú bæjarprýði sem maklegt er. Aðalfundur Friðarhúss SHA ehf var haldinn á dögunum. Þar voru kynntir reikningar sem sýndu afar jákvæða stöðu. Langt er síðan félagið varð skuldlaust við lánastofnanir, en eina skuld þess er við Samtök hernaðarandstæðinga sem greiðist niður jafnt og þétt sem afsláttur á leigu. Stórframkvæmdirnar nú munu þó reyna á fjárhaginn. Því er mikilvægt að fjáröflunarmálsverðir hússins verði vel sóttir á næstunni, sem hingað til. Það er helsta tekjulind félagsins. Þá er minnt á að enn er hægt að kaupa hlutabréf í Friðarhúsi SHA ehf. Verð hvers hlutar er 15.000 krónur og má ganga frá greiðslu í gegnum netbanka (reikn.nr. 0130-26-002530 kt. 600404-2530, þar sem tekið væri fram í skýringu nafn hluthafa). Eflaust eru einhverjir félagar í SHA sem ekki eru í hópi hinna nærri 300 hluthafa eða aðrir sem gætu hugsað sér að auka við hlutafjáreign sína og skjóta þannig enn styrkari stoðum undir rekstur þessa mikilvæga húsnæðis. Eitt er víst að ekki mun friðarsinna skorta verkefni á næstu misserum.

Færslur

SHA_forsida_top

Hverju svara stjórnmálaflokkarnir? - III.hluti, varalögregla & leyniþjónusta

Hverju svara stjórnmálaflokkarnir? - III.hluti, varalögregla & leyniþjónusta

Í aðdraganda Alþingiskosninga 2007 sendi miðnefnd SHA spurningalista til íslensku stjórnmálaflokkanna, þar sem þeir voru …

SHA_forsida_top

Alþjóðleg ráðstefna í Prag gegn hervæðingu Evrópu

Alþjóðleg ráðstefna í Prag gegn hervæðingu Evrópu

Síðastliðinn laugardag, 5. maí, var haldin í Prag alþjóðleg ráðstefna gegn hervæðingu Evrópu. Tékkneskir hernaðarandstæðingar …

SHA_forsida_top

Vestrænt siðferði í verki

Vestrænt siðferði í verki

Bandaríska ríkið veitti helmingi meira fé til að rannsaka ástarleiki Bill Clintons, fyrrv. forseta Bandaríkjanna, …

SHA_forsida_top

Undirskriftasöfnun til að enda martröðina

Undirskriftasöfnun til að enda martröðina

Eftir innrás Bandaríkjanna og fleiri ríkja í Írak 2003 var settur upp dómstóll í anda …

SHA_forsida_top

Pétur Pétursson. Kveðja frá SHA

Pétur Pétursson. Kveðja frá SHA

Samtök hernaðarandstæðinga minnast með virðingu Péturs Péturssonar sem borinn var til hinstu hvílu í dag …

SHA_forsida_top

Opinn félagsfundur MFÍK

Opinn félagsfundur MFÍK

Fundurinn hefst með sameiginlegu borðhaldi. Listakokkurinn Ruby (Veróníka S.K. Palaniandy) mun sjá um matseldina ásamt …

SHA_forsida_top

Friðarhús í útleigu

Friðarhús í útleigu

Friðarhús í útláni

SHA_forsida_top

Hverju svara stjórnmálaflokkarnir? - II. hluti, Ísland og NATO

Hverju svara stjórnmálaflokkarnir? - II. hluti, Ísland og NATO

Í aðdraganda Alþingiskosninga 2007 sendi miðnefnd SHA spurningalista til íslensku stjórnmálaflokkanna, þar sem þeir voru …

SHA_forsida_top

Rússar og NATO í nýtt kalt stríð?

Rússar og NATO í nýtt kalt stríð?

Rússar og NATO í nýtt kalt stríð? Þetta er fyrirsögn á fréttasíðum Textavarps Ríkisútvarpsins í …

SHA_forsida_top

Hverju svara stjórnmálaflokkarnir – I.hluti, varnarsamningur Íslands og BNA

Hverju svara stjórnmálaflokkarnir – I.hluti, varnarsamningur Íslands og BNA

Í aðdraganda Alþingiskosninga 2007 sendi miðnefnd SHA spurningalista til íslensku stjórnmálaflokkanna, þar sem þeir voru …

SHA_forsida_top

1. maí - til baráttu fyrir réttlæti, velferð og friði

1. maí - til baráttu fyrir réttlæti, velferð og friði

SHA_forsida_top

1. maí kaffi SHA 2007

1. maí kaffi SHA 2007

Munið 1. maí kaffi Samtaka hernaðarandstæðinga í Friðarhúsi frá kl. 11. Setið verður að …

SHA_forsida_top

Kröfuspjaldasmiðja Friðarhúsi mánudagskvöld kl. 8

Kröfuspjaldasmiðja Friðarhúsi mánudagskvöld kl. 8

Samtök herstöðvaandstæðinga, nú hernaðarandstæðinga (SHA), hafa löngum verið áberandi með boðskap sinn fyrir …

SHA_forsida_top

Bókun Steingríms J. Sigfússonar á 1229. fundi utanríkismálanefndar, 24. apríl 2007, um öryggismál á Norður-Atlantshafi

Bókun Steingríms J. Sigfússonar á 1229. fundi utanríkismálanefndar, 24. apríl 2007, um öryggismál á Norður-Atlantshafi

Undirritaður, fulltrúi þingflokks Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs í utanríkismálanefnd, er því að sjálfsögðu fylgjandi að …

SHA_forsida_top

Fréttatilkynning utanríkisráðuneytisins vegna undirritunar samkomulags við Dani og Norðmenn um samstarf á sviði öryggismála

Fréttatilkynning utanríkisráðuneytisins vegna undirritunar samkomulags við Dani og Norðmenn um samstarf á sviði öryggismála

Undirritun við Dani og Norðmenn um samstarf á sviði öryggismála 26.4.2007 FRÉTTATILKYNNING frá utanríkisráðuneytinu Nr. …