BREYTA

Frelsi Suður-Ossetíu?

eftir Sverri Jakobsson Eftirfarandi grein birtist í Fréttablaðinu 12. ágúst Innrás Georgíu í Suður-Ossetíu síðastliðinn fimmtudag hleypti spennuþrungnu ástandi í Kákasuslöndum í bál og brand. Tilraunir Georgíumanna að brjóta sjálfstæðisbaráttu Suður-Ossetíu á bak aftur með hervaldi fóru út um þúfur þar sem Rússar komu héraðinu til aðstoðar og hröktu georgíska hernámsliðið á flótta. Það er lítið gleðiefni að horfa upp á tilraunir til að leysa áratuga gamalt deilumál með ofbeldi, fyrst af hálfu Georgíumanna en síðan af hálfu Rússa. Sjálfstæðisbarátta Suður-Ossetíu hefur staðið síðan 10. nóvember 1989, daginn eftir fall Berlínarmúrsins, þegar þing Suður-Ossetíu samþykkti að sameinast Norður-Ossetíu, sem var hluti rússneska sambandslýðveldisins. Vakti samþykktin mikla andstöðu georgískra þjóðernissinna sem litu á héraðið sem óaðskiljanlegan hluta Georgíu. Við upplausn Sovétríkjanna gerðu Suður-Ossetar ítrekaðar tilraunir til að fá sjálfstæði héraðsins viðurkennt, en þær mættu andstöðu Georgíu sem viðurkenndi ekki kosningar sem haldnar voru til þings Suður-Ossetíu 1990. Síðan þá hefur Suður-Ossetía haft sjálfstjórn í raun en ekki fengið viðurkenningu alþjóðasamfélagsins. Skýþar og Alanar Ossetar eru náskyldir þjóðum sem einu sinni voru allsráðandi á sléttunum norðan og austan við Evrópu í fornöld, s.s. Skýþum og Sarmötum. Menning þessara þjóða er nú horfin; einu leifarnar af henni er samfélag Osseta. Fyrsta ríki þeirra sem sögur fara af var til á 4. öld á milli Don og Volgu. Þá kölluðust þeir Alanar. Húnar eyddu konungsríki Alana en það var endurreist á 8. öld og var miðstöð þess þá norðan við Kákasusfjöllin. Sókn Mongóla í vestur á 13. öld olli því hins vegar að Alanar fluttust suður á bóginn, yfir Kákusfjöllin. Þar býr mikill meirihluti þeirra í Norður-Ossetíu sem tilheyrir Rússlandi. Hluti Osseta lenti hins vegar innan landamæra Georgíu og fékk sjálfstjórn þegar Georgía varð eitt af sambandsríkjum Sovétríkjanna. Suður-Ossetar hafa löngum verið tregir til að vera hluti af georgísku þjóðríki og börðust gegn georgíska ríkinu sem var til 1918-1920. Menning Osseta er af allt annarri rót en Georgíumanna. Þeir tala indó-evrópskt tungumál sem er fullkomlega óskylt georgísku og er móðurmál um 700.000 manns. Suður-Ossetía og Kosovo Tvennt hefur orðið til að þess að skerpa andstæður á milli Osseta og miðstjórnarinnar í Georgíu. Í fyrsta lagi er núverandi forseti Georgíu, Mikheil Saakashvili, staðráðinn í því að ná fullum yfirráðum miðstjórnarinnar yfir héruðunum sem hafa notið sjálfstæðis undanfarna áratugi. Saakashvili hefur notið mjög jákvæða umfjöllun í vestrænum fjölmiðlum og er jafnan kallaður lýðræðissinni enda þótt hann hafi beitt bæði neyðarlögum og hervaldi til þess að brjóta pólitísk mótmæli í nóvember síðastliðnum. Þá hafa pólitískir keppinautar Saakashvilis lent í hrakingum, ýmist lent í fangelsi eða látist við grunsamlegar kringumstæður undanfarin ár. Saakashvili virðist telja að gott samband hans við Bandaríkin og NATO muni tryggja honum liðsinni Vesturlanda hvað sem öðru líður og athygli vekur að frá því að Georgía hóf stríðið hefur hann mætt í sjónvarpsútsendingar með fána Evrópusambandsins í bakgrunni. Það er spurning hvort ríki Vesturlanda muni nú styðja Saakashvili „eftir pöntun“ en ljóst er að Bandaríkin beittu áhrif sínum í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna til að koma í veg fyrir samþykkt ályktunar frá Rússum um afvopnun beggja herja í upphafi átakanna. Eftir að Rússar hófu gagnsókn hefur hins vegar hljóðið breyst í Bandaríkjamönnum og núna eru það Rússar sem ekki vilja lengur heyra minnst á vopnahlé – a.m.k. ekki fyrr en her Georgíu hefur yfirgefið Suður-Ossetíu og önnur sjálfstjórnarhéruð. Á hinn bóginn hefur víðtækur stuðningur við einhliða sjálfstæðisyfirlýsingu Kosovo fyrr á þessu ári hleypt vindi í segl Suður-Osseta en ekki eru nema tvö ár síðan að samþykkt var í þjóðaratkvæðagreiðslu að leita sjálfstæðis. Iðulega hefur verið bent á að stjórnarfarsleg staða héraðanna tveggja sé sú sama og þeir sem vilja viðurkenna rétt annars til sjálfstæðis hljóti því að viðurkenna rétt hins. Víst er að síðan Kosovo hlaut sjálfstæði hefur ekki komið til greina af hálfu Suður-Osseta að fallast á annað en fullt sjálfstæði. Og raunar er erfitt að sjá hví ríkisstjórnir sem hlupu til og viðurkenndu sjálfstæði Kosovo ættu ekki jafn greiðlega að viðurkenna fullveldi Suður-Ossetíu. Í þeim hópi er ríkisstjórn Íslands sem þarf nú að bregðast við.

Færslur

SHA_forsida_top

Blóðugt ár í Írak

Blóðugt ár í Írak

Árið 2013 reyndist eitt það blóðugasta í Írak frá innrásinni í landið fyrir áratug síðan. …

SHA_forsida_top

29. mars og 5. apríl 2003 - Mótmæli við Stjórnarráðið

29. mars og 5. apríl 2003 - Mótmæli við Stjórnarráðið

Höfundur ljósmynda: Óli Gneisti Sóleyjarson This work is licensed under a Creative Commons Attribution-NonCommercial …

SHA_forsida_top

Óli Gneisti

Óli Gneisti

SHA_forsida_top

Ljósmyndir

Ljósmyndir

SHA_forsida_top

Austurvöllur eftir óeirðirnar 30. mars 1949 (Þjóðskjalasafn Íslands)

Austurvöllur eftir óeirðirnar 30. mars 1949 (Þjóðskjalasafn Íslands)

SHA_forsida_top

Friðarganga á Þorláksmessu

Friðarganga á Þorláksmessu

Á Þorláksmessu árið 1980 stóðu Samtök herstöðvaandstæðinga, Menningar- og friðarsamtök íslenskra kvenna (MFÍK) og ýmsar …

SHA_forsida_top

Gengið til friðar í þrjátíu og fimm ár

Gengið til friðar í þrjátíu og fimm ár

Íslenskir friðarsinnar hafa efnt til friðargöngu niður Laugaveginn á Þorláksmessu undanfarin þrjátíu og fimm ár. …

SHA_forsida_top

Shortcode Generator

Shortcode Generator

Nectar Shortcodes Come In a Visually Intuitive Generator This allows you to create …

SHA_forsida_top

Intuitive Options Panel

Intuitive Options Panel

The Control You Desire, All Available At Your Fingertips Experience our user …

SHA_forsida_top

HD Video Series

HD Video Series

Videos Get Posted For Every Major Release Stop feeling overwhelmed by long text …

SHA_forsida_top

Ályktun frá landsfundi

Ályktun frá landsfundi

Landsfundur SHA var haldinn um liðna helgi. Lögum félagsins var breytt á fundinum og verða …

SHA_forsida_top

Fullveldisfögnuður í Friðarhúsi

Fullveldisfögnuður í Friðarhúsi

Föstudagskvöldið 29. nóvember verður fjáröflunarmálsverður Friðarhúss haldinn, glæsilegur að vanda. Guðrún Bóasdóttir (Systa) sér um …

SHA_forsida_top

Nató-kostnaður í fjölmiðlum

Nató-kostnaður í fjölmiðlum

Dagfari, tímarit Samtaka hernaðarandstæðinga er komið út og hefur verið sent félagsmönnum í SHA. Meðal …

SHA_forsida_top

Landsfundur SHA, laugardaginn 23. nóvember

Landsfundur SHA, laugardaginn 23. nóvember

Landsfundur Samtaka hernaðarandstæðinga verður haldinn laugardaginn 23. nóvember n.k. í Friðarhúsi. Fundurinn hefst kl. 11 …

SHA_forsida_top

Njósnir og uppljóstranir! - SHA og MFÍK funda

Njósnir og uppljóstranir! - SHA og MFÍK funda

Sameiginlegur félagsfundur MFÍK og Samtaka hernaðarandstæðinga verður haldinn í Friðarhúsi, Njálsgötu 87, miðvikudagskvöldið 13. nóvember …