BREYTA

Fréttatilkynning utanríkisráðuneytisins vegna undirritunar samkomulags við Dani og Norðmenn um samstarf á sviði öryggismála

Undirritun við Dani og Norðmenn um samstarf á sviði öryggismála 26.4.2007 FRÉTTATILKYNNING frá utanríkisráðuneytinu Nr. 056 Af vefsíðu utanríkisráðuneytisins Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra og Jonas Gahr Støre utanríkisráðherra Noregs, undirrituðu fyrr í dag í Osló tvíhliða rammasamkomulag Íslands og Noregs um samstarf á sviði öryggismála, varnarmála, viðbúnaðar og leitar og björgunar. Þá undirritaði utanríkisráðherra og Per Stig Møller utanríkisráðherra Danmerkur nú síðdegis yfirlýsingu um samstarf um öryggis- og varnarmál og almannavarnir. Í samkomulaginu og yfirlýsingunni er vísað til aðildar Íslands og Noregs og Danmerkur að Atlantshafsbandalaginu og þeirra skuldbindinga sem af því leiða, og áhersla lögð á þá viðleitni Íslands, Danmerkur og Noregs að stuðla að auknu öryggi og stöðugleika á Norður-Atlantshafi. Tilgangur samkomulagsins og yfirlýsingarinnar er að staðfesta að til staðar séu sameiginlegir hagsmunir og framtíðarsýn ríkjanna varðandi öryggismál á Norður-Atlantshafi, sem gætu orðið grundvöllur frekara samráðs, samhæfingar og samstarfs sem skilaði meiri samlegð í viðbúnaði. Stefnt er að því að efla samstarf ríkjanna, meðal annars með reglubundnum fundum embættismanna og sérfræðinga, og ákvörðun boðleiða á milli ráðuneyta og stofnana. Lögð er áhersla á menntun og þjálfun starfsliðs, aukið samstarf varðandi leit og björgun og á sviði almannavarna, og skipti á trúnaðarupplýsingum. Þá er stefnt að því að auka heimsóknir og æfingar flugvéla, skipa og sérsveita. Gert er ráð fyrir því að á grundvelli rammasamkomulagsins og yfirlýsingarinnar verði unnið að frekari samvinnu um einstök atriði. Samkomulagið og yfirlýsingin fela ekki í sér fjárhagslegar skuldbindingar Íslands gagnvart Noregi og Danmörku, enda ekki þjóðarréttarlega skuldbindandi, en gert er ráð fyrir að íslensk stjórnvöld beri kostnað vegna nauðsynlegs stuðnings viðtökuríkis sem samið er um fyrirfram hverju sinni. Samkomulagið og yfirlýsingin varða ekki tvíhliða varnarsamstarf Íslands og Bandaríkjanna. Samkomulagið og yfirlýsingin fylgja hjálagt. Yfirlýsing Íslands og Danmerkur MOU - undirritun

Færslur

SHA_forsida_top

NATO-ráðstefnu mótmælt

NATO-ráðstefnu mótmælt

Nokkur hópur fólks mætti við Hilton Reykjavik Nordica Hotel við Suðurlandsbraut um klukkan hálfsjö í …

SHA_forsida_top

ÁRÍÐANDI - Nató-kokteillinn verður á Nordica

ÁRÍÐANDI - Nató-kokteillinn verður á Nordica

Eftir mikinn feluleik sem staðið hefur síðasta hálfa sólarhringinn er komið í ljós að móttakan …

SHA_forsida_top

Undirbúningsfundur MFÍK f. 8.mars

Undirbúningsfundur MFÍK f. 8.mars

Undirbúningsfundur MFÍK f. 8.mars

SHA_forsida_top

Aðalfundur MFÍK

Aðalfundur MFÍK

Aðalfundur MFÍK í Friðarhúsi

SHA_forsida_top

Mótmælum Nató-stjóranum

Mótmælum Nató-stjóranum

Fyrir dyrum stendur ráðstefna á vegum Nató og íslenskra stjórnvalda, sem haldin verður á Hilton …

SHA_forsida_top

Nató mótmæli – ÁRÍÐANDI TILKYNNING

Nató mótmæli – ÁRÍÐANDI TILKYNNING

Fregnirnar af fyrirhuguðum mótmælum hernaðarandstæðinga í tengslum við móttöku þá sem halda á fyrir gesti …

SHA_forsida_top

Aðalfundur Friðarhúss

Aðalfundur Friðarhúss

Aðalfundur Friðarhúss SHA ehf.

SHA_forsida_top

Stjórnarfundur Friðarhúss SHA

Stjórnarfundur Friðarhúss SHA

Stjórnarfundur Friðarhúss SHA

SHA_forsida_top

Stjórnarfundur Friðarhúss

Stjórnarfundur Friðarhúss

Stjórnarfundur Friðarhúss SHA ehf

SHA_forsida_top

Fjárlög 2009: 1,4 milljarður í hernaðarmál

Fjárlög 2009: 1,4 milljarður í hernaðarmál

18. desember sl. var hér á Friðarvefnum farið yfir tillögur fjárlagafrumvarpsins fyrir 2009 um útgjöld …

SHA_forsida_top

Ályktun frá SHA v. fjöldamorða á Gaza

Ályktun frá SHA v. fjöldamorða á Gaza

Samtök hernaðarandstæðinga fordæma grimmdarverk Ísraelshers á Gaza-svæðinu, sem heimurinn hefur orðið vitni að undanfarna daga. …

SHA_forsida_top

Friðarhreyfingin og borgaraleg óhlýðni

Friðarhreyfingin og borgaraleg óhlýðni

Borgaraleg óhlýðni hefur verið talsvert til umræðu upp á síðkastið, ekki hvað síst í tengslum …

SHA_forsida_top

Útifundur til að mótmæla blóðsúthellingunum á Gaza

Útifundur til að mótmæla blóðsúthellingunum á Gaza

Útifundur til að mótmæla blóðsúthellingunum á Gaza á Lækjartorgi, þriðjudag 30. desember kl. 16 Kröfur …

SHA_forsida_top

Ráðherra efast um eldflaugar í A-Evrópu

Ráðherra efast um eldflaugar í A-Evrópu

Við sögðum frá því hér á Friðarvefnum 9. desember að utanríkisráðherrar NATO hefðu samþykkt á …

SHA_forsida_top

Ávarp Birnu Þórðardóttur á Ingólfstorgi í Reykjavík í lok friðargöngu á Þorláksmessu 2008

Ávarp Birnu Þórðardóttur á Ingólfstorgi í Reykjavík í lok friðargöngu á Þorláksmessu 2008

Friðarins fólk! Stórt orð friður Fyrir 40 árum – tæpum – hitti ég Mohamed …