BREYTA

Fréttatilkynning utanríkisráðuneytisins vegna undirritunar samkomulags við Dani og Norðmenn um samstarf á sviði öryggismála

Undirritun við Dani og Norðmenn um samstarf á sviði öryggismála 26.4.2007 FRÉTTATILKYNNING frá utanríkisráðuneytinu Nr. 056 Af vefsíðu utanríkisráðuneytisins Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra og Jonas Gahr Støre utanríkisráðherra Noregs, undirrituðu fyrr í dag í Osló tvíhliða rammasamkomulag Íslands og Noregs um samstarf á sviði öryggismála, varnarmála, viðbúnaðar og leitar og björgunar. Þá undirritaði utanríkisráðherra og Per Stig Møller utanríkisráðherra Danmerkur nú síðdegis yfirlýsingu um samstarf um öryggis- og varnarmál og almannavarnir. Í samkomulaginu og yfirlýsingunni er vísað til aðildar Íslands og Noregs og Danmerkur að Atlantshafsbandalaginu og þeirra skuldbindinga sem af því leiða, og áhersla lögð á þá viðleitni Íslands, Danmerkur og Noregs að stuðla að auknu öryggi og stöðugleika á Norður-Atlantshafi. Tilgangur samkomulagsins og yfirlýsingarinnar er að staðfesta að til staðar séu sameiginlegir hagsmunir og framtíðarsýn ríkjanna varðandi öryggismál á Norður-Atlantshafi, sem gætu orðið grundvöllur frekara samráðs, samhæfingar og samstarfs sem skilaði meiri samlegð í viðbúnaði. Stefnt er að því að efla samstarf ríkjanna, meðal annars með reglubundnum fundum embættismanna og sérfræðinga, og ákvörðun boðleiða á milli ráðuneyta og stofnana. Lögð er áhersla á menntun og þjálfun starfsliðs, aukið samstarf varðandi leit og björgun og á sviði almannavarna, og skipti á trúnaðarupplýsingum. Þá er stefnt að því að auka heimsóknir og æfingar flugvéla, skipa og sérsveita. Gert er ráð fyrir því að á grundvelli rammasamkomulagsins og yfirlýsingarinnar verði unnið að frekari samvinnu um einstök atriði. Samkomulagið og yfirlýsingin fela ekki í sér fjárhagslegar skuldbindingar Íslands gagnvart Noregi og Danmörku, enda ekki þjóðarréttarlega skuldbindandi, en gert er ráð fyrir að íslensk stjórnvöld beri kostnað vegna nauðsynlegs stuðnings viðtökuríkis sem samið er um fyrirfram hverju sinni. Samkomulagið og yfirlýsingin varða ekki tvíhliða varnarsamstarf Íslands og Bandaríkjanna. Samkomulagið og yfirlýsingin fylgja hjálagt. Yfirlýsing Íslands og Danmerkur MOU - undirritun

Færslur

SHA_forsida_top

Einkasamkoma í Friðarhúsi

Einkasamkoma í Friðarhúsi

Friðarhús er í útláni.

SHA_forsida_top

Samtök hernaðarandstæðinga leita svara um vígbúnaðarstefnu ríkisstjórnarinnar

Samtök hernaðarandstæðinga leita svara um vígbúnaðarstefnu ríkisstjórnarinnar

Samtök hernaðarandstæðinga hafa sent ríkisstjórninni athugasemdir og spurningar vegna yfirlýsingar leiðtogafundar NATO í Búkarest í …

SHA_forsida_top

Einkasamkvæmi í Friðarhúsi

Einkasamkvæmi í Friðarhúsi

SHA_forsida_top

Félagsfundur MFÍK

Félagsfundur MFÍK

Efni: Eygló Bjarnardóttir talar um Malaví og sýnir myndir þaðan.

SHA_forsida_top

Helga Kress í Friðarhúsi

Helga Kress í Friðarhúsi

Vakin er athygli á opnum félagsfundi MFÍK í Friðarhúsi miðvikudagskvöldið 9. apríl, kl. 19. Gestur …

SHA_forsida_top

Vinur er sá er til vamms segir! - Flosa svarað

Vinur er sá er til vamms segir! - Flosa svarað

Friðarvefurinn hefur birt grein Flosa Eiríkssonar úr tímaritinu Herðubreið, þar sem Flosi finnur að einu …

SHA_forsida_top

Firring og fásinna - Íslenska „friðarhreyfingin“ er ónýt

Firring og fásinna - Íslenska „friðarhreyfingin“ er ónýt

Eftirfarandi grein Flosa Eiríkssonar, félaga í SHA, birtist nýverið í tímaritinu Herðubreið. Aðstandendur Friðarvefsins …

SHA_forsida_top

Á hvaða leið er Samfylkingin?

Á hvaða leið er Samfylkingin?

Grein þessi birtist í Morgunblaðinu 5. apríl 2008. Hópur þingmanna hefur nú lagt fyrir Alþingi …

SHA_forsida_top

Sögunefnd SHA fundar

Sögunefnd SHA fundar

Söguhópur SHA fundar í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

NATO fundar bakvið víggirðingar

NATO fundar bakvið víggirðingar

Leiðtogafundur NATO hófst í Búkarest í Rúmeníu í gær, miðvikudaginn 2. apríl, og mun standa …

SHA_forsida_top

Fundur við kínverska sendiráðið mánudaginn 31. mars kl. 5

Fundur við kínverska sendiráðið mánudaginn 31. mars kl. 5

Friðavefnum hefur borist eftirfarandi fréttatilkynning: Mánudaginn 31. mars munu Íslendingar ekki láta sitt eftir liggja …

SHA_forsida_top

Söguhópur SHA fundar

Söguhópur SHA fundar

Söguhópur SHA heldur námskeið um viðtalstækni í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

Ritnefndarfundur Dagfara

Ritnefndarfundur Dagfara

Ritnefnd Dagfara fundar í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

Undirskriftasöfnun gegn bandarískum herstöðvum í Tékklandi

Undirskriftasöfnun gegn bandarískum herstöðvum í Tékklandi

Í Tékklandi hefur á undanförnum misserum verið háð hörð barátta gegn áformum tékkneskra og bandarískra …

SHA_forsida_top

Aðalfundur Friðarhúss SHA ehf.

Aðalfundur Friðarhúss SHA ehf.

Aðalfundur Friðarhúss SHA ehf. hefst kl. 14.