BREYTA

Fréttatilkynning utanríkisráðuneytisins vegna undirritunar samkomulags við Dani og Norðmenn um samstarf á sviði öryggismála

Undirritun við Dani og Norðmenn um samstarf á sviði öryggismála 26.4.2007 FRÉTTATILKYNNING frá utanríkisráðuneytinu Nr. 056 Af vefsíðu utanríkisráðuneytisins Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra og Jonas Gahr Støre utanríkisráðherra Noregs, undirrituðu fyrr í dag í Osló tvíhliða rammasamkomulag Íslands og Noregs um samstarf á sviði öryggismála, varnarmála, viðbúnaðar og leitar og björgunar. Þá undirritaði utanríkisráðherra og Per Stig Møller utanríkisráðherra Danmerkur nú síðdegis yfirlýsingu um samstarf um öryggis- og varnarmál og almannavarnir. Í samkomulaginu og yfirlýsingunni er vísað til aðildar Íslands og Noregs og Danmerkur að Atlantshafsbandalaginu og þeirra skuldbindinga sem af því leiða, og áhersla lögð á þá viðleitni Íslands, Danmerkur og Noregs að stuðla að auknu öryggi og stöðugleika á Norður-Atlantshafi. Tilgangur samkomulagsins og yfirlýsingarinnar er að staðfesta að til staðar séu sameiginlegir hagsmunir og framtíðarsýn ríkjanna varðandi öryggismál á Norður-Atlantshafi, sem gætu orðið grundvöllur frekara samráðs, samhæfingar og samstarfs sem skilaði meiri samlegð í viðbúnaði. Stefnt er að því að efla samstarf ríkjanna, meðal annars með reglubundnum fundum embættismanna og sérfræðinga, og ákvörðun boðleiða á milli ráðuneyta og stofnana. Lögð er áhersla á menntun og þjálfun starfsliðs, aukið samstarf varðandi leit og björgun og á sviði almannavarna, og skipti á trúnaðarupplýsingum. Þá er stefnt að því að auka heimsóknir og æfingar flugvéla, skipa og sérsveita. Gert er ráð fyrir því að á grundvelli rammasamkomulagsins og yfirlýsingarinnar verði unnið að frekari samvinnu um einstök atriði. Samkomulagið og yfirlýsingin fela ekki í sér fjárhagslegar skuldbindingar Íslands gagnvart Noregi og Danmörku, enda ekki þjóðarréttarlega skuldbindandi, en gert er ráð fyrir að íslensk stjórnvöld beri kostnað vegna nauðsynlegs stuðnings viðtökuríkis sem samið er um fyrirfram hverju sinni. Samkomulagið og yfirlýsingin varða ekki tvíhliða varnarsamstarf Íslands og Bandaríkjanna. Samkomulagið og yfirlýsingin fylgja hjálagt. Yfirlýsing Íslands og Danmerkur MOU - undirritun

Færslur

SHA_forsida_top

Miðnefndarfundur SHA

Miðnefndarfundur SHA

Miðnefnd SHA fundar í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

Öryggisvottorð í þágu NATO

Öryggisvottorð í þágu NATO

Í dag, 7. nóv. 2006, birtist afar athyglisverð frétt á forsíðu Fréttablaðsins. Hún fjallar um …

SHA_forsida_top

Húsin á heiðinni

Húsin á heiðinni

Eftirfarandi grein Þorleifs Friðrikssonar sagnfræðings birtist í Morgunblaðinu 2. nóvember. Fleiri greinar um atvinnustarfsemi …

SHA_forsida_top

Kannski getum við gert upp sakirnar

Kannski getum við gert upp sakirnar

Eftirfarandi grein Ragnars Óskarssonar birtist í Morgunpósti VG 31. október. Líklega munum við flest …

SHA_forsida_top

Viðtal við Vigfús Geirdal um símhleranir og fleira á Morgunhananum

Viðtal við Vigfús Geirdal um símhleranir og fleira á Morgunhananum

Í þættinum Morgunhaninn á Útvarp Sögu 30. nóvember ræddi Jóhann Haukson við Vigfús Geirdal sagnfræðing …

SHA_forsida_top

Baráttan heldur áfram!

Baráttan heldur áfram!

Húsfyllir var á hinum mánaðarlega föstudagskvöldverði í Friðarhúsi 28. október. Kjartan Ólafsson fv. alþingismaður kom …

SHA_forsida_top

Hlerunarskjölin

Hlerunarskjölin

Hlerunarskjölin er hægt að nálgast á vefslóðinni http://www.skjalasafn.is/index.php?node=534

SHA_forsida_top

Staðið á blístri - legið á hleri

Staðið á blístri - legið á hleri

N.k. föstudagskvöld verður hinn mánaðarlegi fjáröflunarmálsverður Friðarhúss. Matseðillinn er að vanda glæsilegur: Kjúklingasalat með austurlensku …

SHA_forsida_top

Aðalfundur húsfélags

Aðalfundur húsfélags

Aðalfundur húsfélagsins að Njálsgötu 87 verður haldinn í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

Rokktónleikar í Friðarhúsi

Rokktónleikar í Friðarhúsi

Bókasafn Andspyrnu heldur rokktónleika í Friðarhúsi kl. 19-21.

SHA_forsida_top

NATO er ekki friðarbandalag

NATO er ekki friðarbandalag

Eftirfarandi grein Einars Ólafssonar birtist í Morgunblaðinu 21. október 2006. Þar hafði slæðst inn ein …

SHA_forsida_top

Bandaríkin, NATO og stríðið gegn hryðjuverkum

Bandaríkin, NATO og stríðið gegn hryðjuverkum

eftir Einar Ólafsson Prentvæn útgáfa Ný heimskipan: alger yfirráð Bandaríkjanna „Áður en Japanir …

SHA_forsida_top

Stríðið í Afganistan

Stríðið í Afganistan

Eftirfarandi grein Þórðar Sveinssonar birtist einnig á vefritinu MIR.IS. Í Afganistan ríkir enginn …

SHA_forsida_top

Friðarhús í útleigu

Friðarhús í útleigu

Í kvöld er Friðarhús í útláni.

SHA_forsida_top

Nýtt skref í frekari samvinnu NATO og Ísraels

Nýtt skref í frekari samvinnu NATO og Ísraels

NATO sendi frá sér eftirfarandi fréttatilkynningu 16. október síðastliðinn, sem hér birtist í lauslegri …