BREYTA

Fréttatilkynning utanríkisráðuneytisins vegna undirritunar samkomulags við Dani og Norðmenn um samstarf á sviði öryggismála

Undirritun við Dani og Norðmenn um samstarf á sviði öryggismála 26.4.2007 FRÉTTATILKYNNING frá utanríkisráðuneytinu Nr. 056 Af vefsíðu utanríkisráðuneytisins Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra og Jonas Gahr Støre utanríkisráðherra Noregs, undirrituðu fyrr í dag í Osló tvíhliða rammasamkomulag Íslands og Noregs um samstarf á sviði öryggismála, varnarmála, viðbúnaðar og leitar og björgunar. Þá undirritaði utanríkisráðherra og Per Stig Møller utanríkisráðherra Danmerkur nú síðdegis yfirlýsingu um samstarf um öryggis- og varnarmál og almannavarnir. Í samkomulaginu og yfirlýsingunni er vísað til aðildar Íslands og Noregs og Danmerkur að Atlantshafsbandalaginu og þeirra skuldbindinga sem af því leiða, og áhersla lögð á þá viðleitni Íslands, Danmerkur og Noregs að stuðla að auknu öryggi og stöðugleika á Norður-Atlantshafi. Tilgangur samkomulagsins og yfirlýsingarinnar er að staðfesta að til staðar séu sameiginlegir hagsmunir og framtíðarsýn ríkjanna varðandi öryggismál á Norður-Atlantshafi, sem gætu orðið grundvöllur frekara samráðs, samhæfingar og samstarfs sem skilaði meiri samlegð í viðbúnaði. Stefnt er að því að efla samstarf ríkjanna, meðal annars með reglubundnum fundum embættismanna og sérfræðinga, og ákvörðun boðleiða á milli ráðuneyta og stofnana. Lögð er áhersla á menntun og þjálfun starfsliðs, aukið samstarf varðandi leit og björgun og á sviði almannavarna, og skipti á trúnaðarupplýsingum. Þá er stefnt að því að auka heimsóknir og æfingar flugvéla, skipa og sérsveita. Gert er ráð fyrir því að á grundvelli rammasamkomulagsins og yfirlýsingarinnar verði unnið að frekari samvinnu um einstök atriði. Samkomulagið og yfirlýsingin fela ekki í sér fjárhagslegar skuldbindingar Íslands gagnvart Noregi og Danmörku, enda ekki þjóðarréttarlega skuldbindandi, en gert er ráð fyrir að íslensk stjórnvöld beri kostnað vegna nauðsynlegs stuðnings viðtökuríkis sem samið er um fyrirfram hverju sinni. Samkomulagið og yfirlýsingin varða ekki tvíhliða varnarsamstarf Íslands og Bandaríkjanna. Samkomulagið og yfirlýsingin fylgja hjálagt. Yfirlýsing Íslands og Danmerkur MOU - undirritun

Færslur

SHA_forsida_top

Frumvarp um íslenska leyniþjónustu

Frumvarp um íslenska leyniþjónustu

Dómsmálaráðherra hefur lagt fyrir ríkisstjórnina frumvarp til breytinga á lögreglulögunum. Ráðherrann lýsir því svo á …

SHA_forsida_top

Samstaða í baráttunni gegn bandarískum herstöðvum í Asíu og um allan heim

Samstaða í baráttunni gegn bandarískum herstöðvum í Asíu og um allan heim

Frá friðarráðstefnu í Yokohama í Japan 24.-25. nóvember 2005 Okkur hefur borist skýrsla um …

SHA_forsida_top

Viðræðurnar í Washington ættu að snúast um uppsögn herstöðvasamningsins og úrsögn Íslands úr NATO

Viðræðurnar í Washington ættu að snúast um uppsögn herstöðvasamningsins og úrsögn Íslands úr NATO

Viðræðum um framtíð herstöðvarinnar á Keflavíkurflugvelli er nú lokið í bili án þess að niðurstaða …

SHA_forsida_top

Gylfi Gíslason myndlistarmaður látinn

Gylfi Gíslason myndlistarmaður látinn

Gylfi Gíslason myndlistarmaður er látinn. Gylfi kom fram á sjónarsviðið á umbrotatímum í íslenskri myndlist, …

SHA_forsida_top

Friðarhús í útleigu

Friðarhús í útleigu

Friðarhús í útleigu.

SHA_forsida_top

Opið hús í Friðarhúsi

Opið hús í Friðarhúsi

Heitt á könnunni í Friðarhúsi frá kl. 20. Allir velkomnir.

SHA_forsida_top

Gegn Íraksstríðinu 18. mars – og aftur 29. apríl!

Gegn Íraksstríðinu 18. mars – og aftur 29. apríl!

Friðarhreyfingar um allan heim vinna nú á fullu við að undirbúa mótmælaaðgerðir gegn Íraksstríðinu 18.-19. …

SHA_forsida_top

Kjarnorkuvopnaglæpir Frakka

Kjarnorkuvopnaglæpir Frakka

27. janúar sl. voru liðin 10 ár frá því að Frakkar hættu að tilraunum sínum …

SHA_forsida_top

Undirbúningsfundur v. 8. mars

Undirbúningsfundur v. 8. mars

MFÍK skipuleggur undirbúning fundar vegna 8. mars.

SHA_forsida_top

Alþjóðlegu samfélagsþingunum í Bamako og Caracas lokið

Alþjóðlegu samfélagsþingunum í Bamako og Caracas lokið

Eins og komið hefur fram hér á síðunni er Alþjóðlega samfélagsþingið – World Social Forum …

SHA_forsida_top

Tilvitnun dagsins

Tilvitnun dagsins

„Ég hef margsagt það í ræðustól á þessu þingi: Íslensk stjórnvöld fordæma ólöglega meðferð á …

SHA_forsida_top

Fjáröflunarmálsverður í Friðarhúsi

Fjáröflunarmálsverður í Friðarhúsi

Hinn mánaðarlegi fjáröflunarmálsverður Friðarhúss verður haldinn föstudagskvöldið 27. mars og hefst. kl. 19.

SHA_forsida_top

Undirbúningur fyrir 8. mars

Undirbúningur fyrir 8. mars

Undirbúningsfundur fyrir samkomu á Alþjóðlegum baráttudegi kvenna, 8.mars.

SHA_forsida_top

Stöðvum hernám Íraks!

Stöðvum hernám Íraks!

Ákall um andóf gegn hernámi Íraks Nýlega sendi hópur fólks frá 16 löndum frá …

SHA_forsida_top

Föstudagsmálsverður í Friðarhúsi

Föstudagsmálsverður í Friðarhúsi

Fjáröflunarmálsverðirnir í Friðarhúsi, sem að jafnaði eru haldnir fjórða föstudag í mánuði, hafa rækilega slegið …