BREYTA

Fréttir frá landsfundi SHA

Landsfundur SHA var haldinn í Friðarhúsi 25.-26. nóvember. Ný miðnefnd var kjörin á fundinum. Hana skipa: Auður Lilja Erlingsdóttir, Bergljót Njóla Jakobsdóttir, Elías Jón Guðjónsson, Harpa Stefánsdóttir, Hildur Lilliendahl, Sigurður Flosason, Stefán Pálsson (formaður), Þorvaldur Þorvaldsson og Þórir Hrafn Gunnarsson. Varamenn: Jóhann Páll Jóhannsson, Kolbeinn Hólmar Stefánsson, Snæbjörn Guðmundsson. Þrjár ályktanir voru samþykktar á fundinum: 1. Ályktun um herskipakomur Landsfundur Samtaka hernaðarandstæðinga fagnar þeirri stefnubreytingu sem orðið hefur hjá borgaryfirvöldum í Reykjavík í garð herskipa sem hingað leita til hafnar. Um langt árabil hafa slíkir aðilar þótt aufúsugestir í ráðhúsinu og verið fagnað með veislum og móttökum. Greinileg breyting hefur orðið á viðhorfi stjórnenda borgarinnar í þessu efni á liðnum misserum. SHA lýsa yfir ánægju með að þetta hefur orðið til að fækka verulega herskipakomum. SHA hvetja borgina til að úthýsa þessum gestum með öllu. Þá árétta þau þá kröfu til Alþingis að Ísland og íslensk landhelgi verð nú þegar friðlýst fyrir umferð kjarnorkuvopna. Minnt er á að þorri sveitarfélaga á Íslandi hefur þegar samþykkt slíka kjarnorkufriðlýsingu, höfuðborgin þar á meðal. 2. Ályktun um alþjóðamál Landsfundur Samtaka hernaðarandstæðinga minnir á þá eindregnu kröfu friðelskandi fólks að Ísland gangi nú þegar úr árásarbandalaginu Nató. Bandalagið hefur orðið árásargjarnara með hverju árinu sem líður, eins og gleggst kom fram í stríðinu í Líbýu, þar sem Nató og helstu forysturíki þess brutu á gegn alþjóðalögum, grófu undan stöðu Sameinuðu þjóðanna og ollu gríðarlegum hörmungum í landinu, sem ekki sér fyrir endann á. Jafnframt lýsa samtökin áhyggjum af þeim stríðsæsingum sem einkenna utanríkisstefnu Bandaríkjastjórnar um þessar mundir og virðist nánast óhjákvæmilegur fylgifiskur forsetakosninga þar í landi. Hugmyndir sem ræddar eru opinskátt um mögulega árás á Íran eru hreint feigðarflan og sama má segja um síaukinn hernað í Pakistan. Í nágrannaríkinu Afganistan hefur nú staðið stríð í samfellt áratug með virkri þátttöku Nató. Það verður tafarlaust að stöðva. 3. Ályktun um aðgerðir gegn vopnavaldi Landsfundur Samtaka hernaðarandstæðinga, haldinn í Friðarhúsi 25.-26. nóvember 2011, æskir þess að íslensk stjórnvöld leggi þá steina, sem það getur í götu hernaðar og heimsvaldastefnu. Í því skyni skora samtökin á ríkisstjórn og Alþingi að sjá til þess, að svo lengi sem landið er í Atlantshafsbandalaginu greiði fastafulltrúi þess þar ávallt atkvæði gegn beitingu hervalds af nokkru tagi. Með því að koma í veg fyrir einróma samþykki, getur okkar litla land lagt sitt af mörkum til að spilla fyrir kúgurum þjóðanna, og þannig leiðir þó eitthvað gott af annars illri og vonandi tímabundinni veru okkar í þessu ólukkans bandalagi, auk þess sem þessi afstaða gæti vonandi stuðlað að brottrekstri Íslands úr því. Jafnframt beina samtökin því, sér í lagi, til þeirra félaga sinna, sem sæti eiga á Alþingi og/eða í ríkisstjórn, að halda þessari stefnu fram.

Færslur

SHA_forsida_top

Við uppfærum vefinn

Við uppfærum vefinn

fridur.is liggur tímabundið niðri Við uppfærum vefinn

SHA_forsida_top

Contact form 1

Contact form 1

Your Name (required) Your Email (required) Subject Your Message Friður.is "" From: …

SHA_forsida_top

Fjölréttað á fjáröflunarmálsverði

Fjölréttað á fjáröflunarmálsverði

Fjáröflunarmánuður Friðarhúss verður haldinn föstudagskvöldið 31. mars. Að þessu sinni munu félagar í miðnefd skipta …

SHA_forsida_top

Fyrsti fundur miðnefndar

Fyrsti fundur miðnefndar

Nýkjörin miðnefnd SHA kemur saman til fundar í fyrsta sinn n.k. þriðjudagskvöld 28. mars í …

SHA_forsida_top

Ályktanir landsfundar SHA

Ályktanir landsfundar SHA

Ályktun um herlaust land Landsfundur Samtaka hernaðarandstæðinga haldinn 18. mars 2017 minnir á hve jákvætt …

SHA_forsida_top

Ný miðnefndSHA

Ný miðnefndSHA

Ný miðnefnd SHA var kjörin á landsfundi samtakanna um liðna helgi. Hana skipa: Aðalmenn: Auður …

SHA_forsida_top

Landsráðstefna SHA 2017

Landsráðstefna SHA 2017

Landsráðstefna SHA erður haldinn laugardaginn 18. mars í Friðarhúsi, Njálsgötu 87 Dagskrá: 11:00 Hefðbundin aðalfundarstörf …

SHA_forsida_top

Febrúarmálsverður í Friðarhúsi

Febrúarmálsverður í Friðarhúsi

Eldamennskan á hinum mánaðarlega fjáröflunarmálsverði Samtaka hernaðarandstæðinga í Friðarhúsi, föstudaginn 24. febrúar, verður að þessu …

SHA_forsida_top

Hver er Chelsea Manning: fundur á þriðjudag

Hver er Chelsea Manning: fundur á þriðjudag

Eitt síðasta embættisverk Obama Bandaríkjaforseta var að stytta fangelsisdóminn yfir uppljóstraranum Chelsea Manning. Á sínum …

SHA_forsida_top

SHA sendir þingmönnum bréf

SHA sendir þingmönnum bréf

Samtök hernaðarandstæðinga sendu eftirfarandi bréf til allra þingmanna á Alþingi með hvatningu til að vinna …

SHA_forsida_top

Janúarmálsverður í Friðarhúsi

Janúarmálsverður í Friðarhúsi

Fyrsti fjáröflunarmálsverður ársins verður haldinn í Friðarhúsi föstudagskvöldið 27. janúar n.k. Freyr Rögnvaldsson sér um …

SHA_forsida_top

Friðargöngur í skugga ofbeldis og stríðsrekstrar - gengið í 37 ár

Friðargöngur í skugga ofbeldis og stríðsrekstrar - gengið í 37 ár

Fréttatilkynning frá Samstarfshópi friðarhreyfinga: Daglega berast fregnir af skelfilegum afleiðingum styrjalda víðs vegar um veröldina. …

SHA_forsida_top

Það er löngu komið nóg!

Það er löngu komið nóg!

Miðnefnd Samtaka hernaðarandstæðinga sendir frá sér eftirfarandi ályktun: Á liðnum dögum hafa borist fregnir af …

SHA_forsida_top

Jólamálsverður Friðarhúss

Jólamálsverður Friðarhúss

Hinn árlegur jólamálsverður Samtaka hernaðarandstæðinga verður föstudaginn 2. desember. Guðrún Bóasdóttir (Systa) sér um matseldina …

SHA_forsida_top

Friðarfundur: SHA í Listasafni Reykjavíkur

Friðarfundur: SHA í Listasafni Reykjavíkur

Fimmtudagskvöldið 24. nóvember býður Listasafn Reykjavíkur í Hafnarhúsinu Samtökum hernaðarandstæðinga til samtals, en á þessu …