BREYTA

Fréttir frá landsfundi SHA

Landsfundur SHA var haldinn í Friðarhúsi 25.-26. nóvember. Ný miðnefnd var kjörin á fundinum. Hana skipa: Auður Lilja Erlingsdóttir, Bergljót Njóla Jakobsdóttir, Elías Jón Guðjónsson, Harpa Stefánsdóttir, Hildur Lilliendahl, Sigurður Flosason, Stefán Pálsson (formaður), Þorvaldur Þorvaldsson og Þórir Hrafn Gunnarsson. Varamenn: Jóhann Páll Jóhannsson, Kolbeinn Hólmar Stefánsson, Snæbjörn Guðmundsson. Þrjár ályktanir voru samþykktar á fundinum: 1. Ályktun um herskipakomur Landsfundur Samtaka hernaðarandstæðinga fagnar þeirri stefnubreytingu sem orðið hefur hjá borgaryfirvöldum í Reykjavík í garð herskipa sem hingað leita til hafnar. Um langt árabil hafa slíkir aðilar þótt aufúsugestir í ráðhúsinu og verið fagnað með veislum og móttökum. Greinileg breyting hefur orðið á viðhorfi stjórnenda borgarinnar í þessu efni á liðnum misserum. SHA lýsa yfir ánægju með að þetta hefur orðið til að fækka verulega herskipakomum. SHA hvetja borgina til að úthýsa þessum gestum með öllu. Þá árétta þau þá kröfu til Alþingis að Ísland og íslensk landhelgi verð nú þegar friðlýst fyrir umferð kjarnorkuvopna. Minnt er á að þorri sveitarfélaga á Íslandi hefur þegar samþykkt slíka kjarnorkufriðlýsingu, höfuðborgin þar á meðal. 2. Ályktun um alþjóðamál Landsfundur Samtaka hernaðarandstæðinga minnir á þá eindregnu kröfu friðelskandi fólks að Ísland gangi nú þegar úr árásarbandalaginu Nató. Bandalagið hefur orðið árásargjarnara með hverju árinu sem líður, eins og gleggst kom fram í stríðinu í Líbýu, þar sem Nató og helstu forysturíki þess brutu á gegn alþjóðalögum, grófu undan stöðu Sameinuðu þjóðanna og ollu gríðarlegum hörmungum í landinu, sem ekki sér fyrir endann á. Jafnframt lýsa samtökin áhyggjum af þeim stríðsæsingum sem einkenna utanríkisstefnu Bandaríkjastjórnar um þessar mundir og virðist nánast óhjákvæmilegur fylgifiskur forsetakosninga þar í landi. Hugmyndir sem ræddar eru opinskátt um mögulega árás á Íran eru hreint feigðarflan og sama má segja um síaukinn hernað í Pakistan. Í nágrannaríkinu Afganistan hefur nú staðið stríð í samfellt áratug með virkri þátttöku Nató. Það verður tafarlaust að stöðva. 3. Ályktun um aðgerðir gegn vopnavaldi Landsfundur Samtaka hernaðarandstæðinga, haldinn í Friðarhúsi 25.-26. nóvember 2011, æskir þess að íslensk stjórnvöld leggi þá steina, sem það getur í götu hernaðar og heimsvaldastefnu. Í því skyni skora samtökin á ríkisstjórn og Alþingi að sjá til þess, að svo lengi sem landið er í Atlantshafsbandalaginu greiði fastafulltrúi þess þar ávallt atkvæði gegn beitingu hervalds af nokkru tagi. Með því að koma í veg fyrir einróma samþykki, getur okkar litla land lagt sitt af mörkum til að spilla fyrir kúgurum þjóðanna, og þannig leiðir þó eitthvað gott af annars illri og vonandi tímabundinni veru okkar í þessu ólukkans bandalagi, auk þess sem þessi afstaða gæti vonandi stuðlað að brottrekstri Íslands úr því. Jafnframt beina samtökin því, sér í lagi, til þeirra félaga sinna, sem sæti eiga á Alþingi og/eða í ríkisstjórn, að halda þessari stefnu fram.

Færslur

SHA_forsida_top

Miðausturlönd - eyðilegging samkvæmt áætlun

Miðausturlönd - eyðilegging samkvæmt áætlun

Þórarinn Hjartarson á Akureyri, félagsmaður í SHA, sendi Friðarvefnum þessa samantekt á stríðsrekstrinum í Miðausturlöndum. …

SHA_forsida_top

Októbermálsverður, föstudagskvöld

Októbermálsverður, föstudagskvöld

Föstudagskvöldið 31. október n.k. verður fjáröflunarmálsverður Friðarhúss haldinn. Gestakokkur kvöldsins er friðardúfan, Mosfellingurinn og spurningakeppnisforkólfurinn …

SHA_forsida_top

Ameríka hér og þar

Ameríka hér og þar

Fimmtudagskvöldið 23. október munu MFÍK og SHA standa sameiginlega fyrir fundi í Friðarhúsi. Sólveig Anna …

SHA_forsida_top

Hervædd viðbrögð við ebólu

Hervædd viðbrögð við ebólu

Það hefur væntanlega ekki farið framhjá neinum að um þessar mundir geysar versti ebólufaraldur sögunnar …

SHA_forsida_top

Dirty Wars á mánudagskvöld

Dirty Wars á mánudagskvöld

Heimildarmyndin Dirty Wars hefur vakið verðskuldaða athygli, en í henni er athyglinni beint að stríðsrekstri …

SHA_forsida_top

Haustmálsverður friðarsinnans, 26. sept.

Haustmálsverður friðarsinnans, 26. sept.

Fyrsti fjáröflunarmálsverður haustmisseris verður haldinn í Friðarhúsi, Njálsgötu 87, föstudagskvöldið 26. september. Jón Bjarni, Gísli …

SHA_forsida_top

Ályktun vegna fjárlagafrumvarps

Ályktun vegna fjárlagafrumvarps

Samtök hernaðarandstæðinga lýsa vonbrigðum sínum með fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar fyrir árið 2015. Sem fyrr er ætlunin …

SHA_forsida_top

Hiroshima og Nagasaki og nokkrar staðreyndir

Hiroshima og Nagasaki og nokkrar staðreyndir

Eftirfarandi grein Gylfa Páls Hersis birtist fyrst í Fréttablaðinu fimmtudaginn 11. september, eftir að hafa …

SHA_forsida_top

Liðsafnaður í ranga átt – á ný.

Liðsafnaður í ranga átt – á ný.

Þórarinn Hjartarson á Akureyri, félagsmaður í SHA, sendi Friðarvefnum þessa sögulegu samantekt á málefnum Úkraínu. …

SHA_forsida_top

Skiltasmiðja á menningarnótt

Skiltasmiðja á menningarnótt

Samtök hernaðarandstæðinga láta til sín taka á menningarnótt, laugardaginn 23. ágúst og bjóða upp á …

SHA_forsida_top

Spennandi uppákomur Róttæka sumarháskólans

Spennandi uppákomur Róttæka sumarháskólans

Róttæki sumarháskólinn hefur rækilega fest sig í sessi. Nokkur undanfarin ár hefur hann staðið fyrir …

SHA_forsida_top

Tortíming farþegaþotu: hryðjuverk undir fölsku flaggi og stríðsundirbúningur

Tortíming farþegaþotu: hryðjuverk undir fölsku flaggi og stríðsundirbúningur

Þórarinn Hjartarson á Akureyri sendi Friðarvefnum meðfylgjandi grein til birtingar: Michael Bociurkiw var annar af …

SHA_forsida_top

Myndin af Anders Fogh

Myndin af Anders Fogh

Birgitta Bergþóru- Jónsdóttir þingmaður Pírata vakti í dag athygli á sérkennilegri mynd af Anders Fogh …

SHA_forsida_top

Ræða við Minjasafnstjörnina á Akureyri

Ræða við Minjasafnstjörnina á Akureyri

Ragnheiður Skúladóttir leikstjóri flutti ávarp á kertafleytingu á Akureyri þann 6. ágúst sl. Kæra samferðafólk …

SHA_forsida_top

Ávarp á kertafleytingu

Ávarp á kertafleytingu

Guðmundur Andri Thorsson rithöfundur flutti meðfylgjandi ávarp á kertafleytingunni á Tjörninni þann 6. ágúst. Þegar …