BREYTA

Friðarávarp frá Ísafirði

Við lok friðargöngu á Ísafirði á Þorláksmessu flutti Eiríkur Örn Norðdahl skáld og blaðamaður ávarp: Kæru göngumenn. mynd eftir barnÉg mun ekki pína ykkur með löngum ræðuhöldum. Í raun er kannski heldur ekki svo margt að segja – í öllu falli hefði maður haldið að þetta segði sig sjálft: Það er ekki fallegt að drepa annað fólk. Það segir kannski eitthvað um samfélagið að á þetta þurfi að minna með reglulegu millibili. Ég veit það ekki. Um víða veröld er fólk drepið, saklausir og sekir, litlir og stórir, af öllum heimsins kynþáttum, og af slíku litrófi ástæðna og afsakana að því verður ekki komið fyrir í stuttum pistli. Því verður ekki komið fyrir í öllum heimsins bókum. Einna undarlegast þykir mér sjálfum þegar fólk er drepið af bjúrókrötum á kontórum – sem dæmi þegar íslenskir ráðamenn lýstu yfir stuðningi við stríð í Írak. Því þeir einstaklingar eru svo sannarlega samsekir um fjöldamorð, samsekir að stuðla að óeirðum og borgarastyrjöld, samsekir um að hvetja til meiri eymdar í veröldinni. En það er ekki rétt að kenna þeim einum um – auðvitað eru þeir engir stríðsherrar, Halldór og Davíð, þó þeir séu armir þrælar viðhorfa bandarískra stríðsherra. Auk þess er ekki eins og þeir hafi gert valdarán á Íslandi, þeir voru lýðræðislega kosnir til þess að fara með vald hér á landi. Stærstur hluti þjóðarinnar ber ábyrgð á þeim, og þannig er stærstur hluti hinnar íslensku þjóðar einnig samsekur um stríð í Írak – hverju sem tilteknir kjósendur svöruðu í skoðanakönnunum um þetta tiltekna stríð. Þar er hægri höndin einfaldlega að afneita gjörðum þeirrar vinstri. Við, og þegar ég segi við á ég við okkur öll, frá Keflavík til Katmandú eins og segir í kvæðinu – Við berum ábyrgð á veröldinni sem við búum í. Og sá gerningur að berjast gegn eymd í veröldinni verður að eiga sér stað á öllum sviðum mannlífsins. Það má ekki líða stjórnmálamönnum að skrifa undir dauðadóma, og þá skiptir engu hversu sammála eða ósammála við erum þeim í öðrum málum – skiptir engu hvort við viljum einkavæða eða þjóðnýta, hvort við viljum afnema kvótakerfið eða færa olíubirgðastöðina niður á Mávagarð. Það á ekki að drepa fólk, og ef við viljum raunverulega að því verði hætt verðum við að byrja á því að taka á okkur okkar hluta ábyrgðarinnar og taka svo til í eigin ranni. Við sem höfum kosningarétt getum úthýst stjórnmálamönnum sem taka þátt í fjöldamorðum, og eigum að gera það án þess að hika. Til þess er okkur valdið falið að við beitum því. Það er öllum ljóst að þjóðfélag sem kýs stjórnmálamenn eins og það heldur með íþróttafélögum er ekkert lýðræðisþjóðfélag, nema rétt svo í orði kveðnu. peacefistEn hatrið og ófriðurinn grasserar víðar en í Írak. Síðastliðið misseri höfum við staðið frammi fyrir því að stjórnmálamenn eru farnir að hrakyrða það fólk sem flust hefur til landsins til að taka þátt í þjóðfélaginu okkar. Ég var staddur í Reykjavík fyrir rúmum mánuði síðan og gekk þar um Hafnarstræti þar sem verið var að opna nýjan veitingastað. Í tveimur gluggum voru merkingar: Maharab New Arab Restaurant Opening Soon. Yfir skiltin höfðu verið spreyjaðir hakakrossar. Kæru göngumenn, ég endurtek: Yfir skiltin höfðu verið spreyjaðir hakakrossar. Stjórnmálamenn þeir sem skrifað hafa greinar og flutt pistla þar sem fáránlegum hugmyndum um að á Íslandi finnist eitthvað sem kallast „innflytjendavandamál“ er gefið hressilega undir fótinn, þar sem erlendir íbúar þessa lands eru uppnefndir og sagðir til vandræða án þess að að fyrir því sé nokkur fótur, telja kannski að þeir beri enga ábyrgð á því þegar innflytjendur eru smánaðir. En við berum öll ábyrgð á þessu þjóðfélagi. Það hvernig við tölum, hvernig við mótum umræðuna, hvernig við sköpum veröldina orð fyrir orð, hefur áhrif á gjörðir okkar og annarra. Sá sem kyndir undir hatri, hvort sem hann hatar sjálfur eða ekki, ber ábyrgð á því ofbeldi og þeirri óáran sem orðum hans fylgir. Hatur á heilum þjóðfélagshópum er algerlega og með öllu óverjandi svíðingsskapur. Það eru engin dæmi um að innflytjendur hafi lagt þjóðfélag í rúst, en um miðja síðustu öld stendur brennandi minnisvarði um það hvað gerist þegar kynþáttafyrirlitningu er leyft að grassera. Þýskaland er enn í sárum eftir þann rumpulýð sem þar óð uppi, er enn í sárum eftir þá kjósendur og þjóðfélagsþegna sem komu mönnum þar til valda og þá sem létu það afskiptalaust. Það er ekki lengur tæk afsökun að segjast ekki hafa vitað – við vitum öll hvaða afleiðingar þetta hefur. Kæru göngumenn. Um leið og ég vil bera fram þá ósk að minna verði um hatur og fjöldamorð á komandi ári en verið hefur undanfarin ár, áratugi, aldir og árþúsund, vil ég óska ykkur gleðilegra jóla. Eiríkur Örn Norðdahl

Færslur

SHA_forsida_top

Miðvikudagsfundur í Friðarhúsi

Miðvikudagsfundur í Friðarhúsi

Á miðvikudagskvöldum verða uppákomur í Friðarhúsi í allan vetur. Miðvikudagskvöldið 11. janúar verður almennur félagsfundur …

SHA_forsida_top

Úr lagagreinum félagsins og stofnfundargerð

Úr lagagreinum félagsins og stofnfundargerð

Friðarhús SHA ehf. kt 6004042530 var samþykkt af fyrirtækjaskrá 20. apríl 2004 Úr lagagreinum …

SHA_forsida_top

Tvær ferðasögur

Tvær ferðasögur

Þriðjudaginn 10. janúar kl. 17 efna Menningar- og friðarsamtök íslenskra kvenna til opins félagsfundar í …

SHA_forsida_top

Opinn fundur MFÍK

Opinn fundur MFÍK

Menningar- og friðarsamtök íslenskra kvenna funda í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

Aðalfundur MFÍK

Aðalfundur MFÍK

Aðalfundur MFÍK í Friðarhúsi. Dagskrá kynnt síðar.

SHA_forsida_top

Miðvikudagsfundur í Friðarhúsi

Miðvikudagsfundur í Friðarhúsi

SHA stendur fyrir fundum í Friðarhúsi öll miðvikudagskvöld. Dagskrá kynnt síðar.

SHA_forsida_top

NPT-samningurinn og kjarnorkuafvopnun

NPT-samningurinn og kjarnorkuafvopnun

Samningurinn um að hefta útbreiðslu kjarnavopna eða á ensku Treaty on the Non-Proliferation of Nuclear …

SHA_forsida_top

Upplýsingar um kjarnorkuvopn og afvopnun á Friðarvefnum

Upplýsingar um kjarnorkuvopn og afvopnun á Friðarvefnum

Ritsjórn Friðarvefsins óskar lesendum gleðilegs og friðsæls nýs árs. Frá því að Friðarvefurinn var endurskoðaður …

SHA_forsida_top

Baráttan gegn kjarnorkuvopnum og ábyrgð Bandaríkjanna

Baráttan gegn kjarnorkuvopnum og ábyrgð Bandaríkjanna

20.5.2005 Þegar þetta er skrifað stendur yfir í New York ráðstefna um endurskoðun samningsins um …

SHA_forsida_top

Ávarp í lok Þorláksmessugöngu í Reykjavík

Ávarp í lok Þorláksmessugöngu í Reykjavík

Séra Bjarni Karlsson flutti ávarp í lok friðargöngu Samstarfshóps friðarhreyfinga á Þorláksmessu. Ávarpið birtist hér …

SHA_forsida_top

Skrifstofa SHA opin 16-19

Skrifstofa SHA opin 16-19

Skrifstofa SHA í Friðarhúsi er opin milli kl. 16 og 19. Félagsmenn skiptast á að …

SHA_forsida_top

Alþjóðlega samfélagsþingið 2006 í Caracas, Bamako og Karachi

Alþjóðlega samfélagsþingið 2006 í Caracas, Bamako og Karachi

Sjötta Alþjóðlega samfélagsþingið (World Social Forum) verður að þessu sinni haldið í þrennu …

SHA_forsida_top

Mannréttindabrot - fangaflug

Mannréttindabrot - fangaflug

Frá MFÍK Menningar- og friðarsamtökin MFÍK hafa löngum varað við þeirri hættu sem …

SHA_forsida_top

Friðargöngur aldrei verið fleiri

Friðargöngur aldrei verið fleiri

Friðarganga á Þorláksmessu fór fram í miðborg Reykjavíkur í 26. sinn síðdegis í gær. Veðrið …

SHA_forsida_top

Friðarganga í Reykjavík

Friðarganga í Reykjavík

Hin árvissa friðarganga Samstarfshóps friðarhreyfinga leggur af stað frá Hlemmi stundvíslega kl. 18. Hamrahlíðarkórinn og …