BREYTA

Friðargöngur á Þorláksmessu í Reykjavík, á Akureyri og Ísafirði

Fugl dagsinsÍslenskir friðarsinnar munu að venju standa að friðargöngum á Þorláksmessu. Tilkynnt hefur verið um friðargöngur í Reykjavík og á Akureyri og Ísafirði. Reykjavík - friðarganga niður Laugaveginn Safnast verður saman á Hlemmi og leggur gangan af stað stundvíslega klukkan 18:00. Fólk er hvatt til að mæta tímanlega. Friðargangan á Þorláksmessu er nú orðin fastur liður í jólaundirbúningi margra. Gangan í ár er sú tuttugasta og áttunda í röðinni. Að venju munu friðarhreyfingarnar selja kyndla á Hlemmi í upphafi göngunnar áður en lagt verður af stað niður Laugaveginn. Í lok göngu verður efnt til fundar á Ingólfstorgi þar sem Halla Gunnarsdóttir blaðamaður flytur ávarp en fundarstjóri er Þorvaldur Þorvaldsson. Söngfólk úr Hamrahlíðarkórnum og Kór Menntaskólans við Hamrahlíð syngur í göngunni og við lok fundar. Ráðlegt er fyrir göngufólk að mæta tímanlega, því gangan leggur af stað stundvíslega. Nánari upplýsingar veita: Steinunn Þóra Árnadóttir (s. 6902592/5512592) og Ingibjörg Haraldsdóttir (s. 8495273/5528653) Akureyri - blysför í þágu friðar Samtök hernaðarandstæðinga á Norðurlandi standa fyrir Blysför í þágu friðar á Akureyri á Þorláksmessu. Gengið verður frá Samkomuhúsinu í Hafnarstræti kl. 20.00 og út á Ráðhústorg. Kjörorð eru þau sömu og undanfarin ár: - Frið í Írak! - Burt með árásar- og hernámsöflin! - Enga aðild Íslands að stríði og hernámi! Ávarp flytur Hannes Örn Blandon prófastur. Félagar úr Kór Akureyrarkirkju syngja. Ísafjörður - friðarganga frá Ísafjarðarkirkju Gengið verður frá Ísafjarðarkirkju klukkan 18:00 á Þorláksmessu. Á Silfurtorgi verður svo stutt dagskrá með tónlistaratriði, ljóðaflutningi og Anna Sigríður Ólafsdóttir flytur ávarp.

Færslur

SHA_forsida_top

Ályktanir landsráðstefnu SHA - III

Ályktanir landsráðstefnu SHA - III

Ályktun um kjarnorkuvopnafriðlýsingu landsins: Samtök hernaðarandstæðinga lýsa fullum stuðningi við frumvarp sem þingmenn úr öllum …

SHA_forsida_top

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss

Fjáröflunarmálsverður í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

Landsráðstefna SHA, 15.nóv.

Landsráðstefna SHA, 15.nóv.

Landsráðstefna SHA 2008 verður haldin í Friðarhúsi laugardaginn 15. nóv. 11:30 - venjuleg aðalfundarstörf …

SHA_forsida_top

Kvikmyndasýnin: Ísland-Palestína

Kvikmyndasýnin: Ísland-Palestína

Félagið Ísland-Palestína efnir til kvikmyndasýningar í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

Dagfari kominn á netið

Dagfari kominn á netið

Dagfari, tímarit Samtaka hernaðarandstæðinga kom út á dögunum. Ritstjóri þess er Þórður Sveinsson, ritari SHA. …

SHA_forsida_top

Velheppnaður Ísafjarðarfundur

Velheppnaður Ísafjarðarfundur

Samtök hernaðarandstæðinga efndu til opins félagsfundar í Edinborgarhúsinu á Ísafirði sl. laugardag. Um tuttugu manns …

SHA_forsida_top

Útgáfuhátíð MÚR

Útgáfuhátíð MÚR

Málfundafélag úngra róttæklinga fagnar útgáfu bókar sinnar í Friaðrhúsi.

SHA_forsida_top

Fjáröflunarmálsverður - jólahlaðborð

Fjáröflunarmálsverður - jólahlaðborð

Fjáröflunarmálsverður í Friaðrhúsi.

SHA_forsida_top

SHA fundar á Ísafirði

SHA fundar á Ísafirði

Fyrirhugaður fundur SHA á Ísafirði um síðustu helgi féll niður vegna veðurs. Um þessa helgi …

SHA_forsida_top

Farandverkakonur

Farandverkakonur

Í kvöld, þriðjudaginn 4. nóvember kl. 19.00, efnir MFÍK til opins félagsfundar í Friðarhúsi. Sigurlaug …

SHA_forsida_top

Landsráðstefna SHA

Landsráðstefna SHA

Landsráðstefna SHA verður haldin í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

Gæluverkefni sett á ís?

Gæluverkefni sett á ís?

Þær gleðilegu fregnir hafa nú borist úr utanríkisráðuneyti Íslands að til standi að slá af …

SHA_forsida_top

Matseðillinn

Matseðillinn

Nú liggur fyrir matseðill fjáröflunarmálsverðar Friðarhúss n.k. föstudags. Rúbý frá Singapúr eldar, en í …

SHA_forsida_top

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss - í umsjón MFÍK

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss - í umsjón MFÍK

Hinn sívinsæli mánaðarlegi fjáröflunarmálsverður Friðarhúss verður haldinn föstudagskvöldið 31. okt. kl. 19. Að þessu sinni …

SHA_forsida_top

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss.

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss.

Fjáröflunarmálsverður í Friðarhúsi.