BREYTA

Friðargöngur á Þorláksmessu í Reykjavík, á Akureyri og Ísafirði

Fugl dagsinsÍslenskir friðarsinnar munu að venju standa að friðargöngum á Þorláksmessu. Tilkynnt hefur verið um friðargöngur í Reykjavík og á Akureyri og Ísafirði. Reykjavík - friðarganga niður Laugaveginn Safnast verður saman á Hlemmi og leggur gangan af stað stundvíslega klukkan 18:00. Fólk er hvatt til að mæta tímanlega. Friðargangan á Þorláksmessu er nú orðin fastur liður í jólaundirbúningi margra. Gangan í ár er sú tuttugasta og áttunda í röðinni. Að venju munu friðarhreyfingarnar selja kyndla á Hlemmi í upphafi göngunnar áður en lagt verður af stað niður Laugaveginn. Í lok göngu verður efnt til fundar á Ingólfstorgi þar sem Halla Gunnarsdóttir blaðamaður flytur ávarp en fundarstjóri er Þorvaldur Þorvaldsson. Söngfólk úr Hamrahlíðarkórnum og Kór Menntaskólans við Hamrahlíð syngur í göngunni og við lok fundar. Ráðlegt er fyrir göngufólk að mæta tímanlega, því gangan leggur af stað stundvíslega. Nánari upplýsingar veita: Steinunn Þóra Árnadóttir (s. 6902592/5512592) og Ingibjörg Haraldsdóttir (s. 8495273/5528653) Akureyri - blysför í þágu friðar Samtök hernaðarandstæðinga á Norðurlandi standa fyrir Blysför í þágu friðar á Akureyri á Þorláksmessu. Gengið verður frá Samkomuhúsinu í Hafnarstræti kl. 20.00 og út á Ráðhústorg. Kjörorð eru þau sömu og undanfarin ár: - Frið í Írak! - Burt með árásar- og hernámsöflin! - Enga aðild Íslands að stríði og hernámi! Ávarp flytur Hannes Örn Blandon prófastur. Félagar úr Kór Akureyrarkirkju syngja. Ísafjörður - friðarganga frá Ísafjarðarkirkju Gengið verður frá Ísafjarðarkirkju klukkan 18:00 á Þorláksmessu. Á Silfurtorgi verður svo stutt dagskrá með tónlistaratriði, ljóðaflutningi og Anna Sigríður Ólafsdóttir flytur ávarp.

Færslur

SHA_forsida_top

Friðarhús í úleigu

Friðarhús í úleigu

Friðarhús er í útleigu v. einkasamkvæmis.

SHA_forsida_top

8. mars: fundur í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur kl. 17

8. mars: fundur í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur kl. 17

Alþjóðlegur baráttudagur kvenna fyrir friði og jafnrétti. Opinn fundur fimmtudaginn 8.mars 2007 kl.17 í …

SHA_forsida_top

8. mars – 19. mars – 30. mars. Takið þessa daga frá!

8. mars – 19. mars – 30. mars. Takið þessa daga frá!

8. mars, fimmtudagur. Alþjóðlegur baráttudagur kvenna fyrir friði og jafnrétti. Baráttufundur í Ráðhúsi Reykjavíkur …

SHA_forsida_top

Miðnefndarfundur SHA

Miðnefndarfundur SHA

Miðnefnd SHA fundar í Friðarhúsi

SHA_forsida_top

Bandarískar herstöðvar í Afríku og baráttan gegn þeim.

Bandarískar herstöðvar í Afríku og baráttan gegn þeim.

Þegar nafni samtaka okkar var breytt í Samtök hernaðarandstæðinga hættu þau ekki að vera samtök …

SHA_forsida_top

Ísland-Palestína

Ísland-Palestína

Félagið Ísland-Palestína fundar í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

Höfnum heræfingum á Íslandi! Höfnum innrás í Íran!

Höfnum heræfingum á Íslandi! Höfnum innrás í Íran!

Ástæða er til að vekja athygli á tveimur greinum sem nýlega hafa birst á vefritinu …

SHA_forsida_top

Byrjum Safnanótt í Friðarhúsi

Byrjum Safnanótt í Friðarhúsi

Safnanótt Reykjavíkur verður haldin föstudagskvöldið 23. febrúar n.k. Boðið verður upp á frábæra dagskrá um …

SHA_forsida_top

Undirbúningsfundur v. 8.mars

Undirbúningsfundur v. 8.mars

Samkoma á baráttudegi kvenna 8. mars undirbúin í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

Kvöldverður Í Friðarhúsi

Kvöldverður Í Friðarhúsi

Kvöldverður Í Friðarhúsi 23. febrúar Matseðill: Karrí kjúklingasúpa Pastasalat Hrísgrjónaréttur Nýbökuð brauð og hummus Unnur …

SHA_forsida_top

Athugasemdir við frumvarp um friðargæslu

Athugasemdir við frumvarp um friðargæslu

Fyrir Alþingi liggur frumvarp til laga um íslensku friðargæsluna. Elías Davíðsson hefur kynnt sér þennan …

SHA_forsida_top

Aðalfundur MFÍK

Aðalfundur MFÍK

Aðalfundur MFÍK, haldinn í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

Rúm 90% búa í friðlýstum sveitarfélögum

Rúm 90% búa í friðlýstum sveitarfélögum

Þau gleðilegu tíðindi hafa borist að bæjarstjórn Hornafjarðar hefur orðið við hvatningu Samtaka hernaðarandstæðinga og …

SHA_forsida_top

Friðarhús í útleigu, einkasamkvæmi

Friðarhús í útleigu, einkasamkvæmi

Friðarhús í útleigu, einkasamkvæmi

SHA_forsida_top

Undirbúningsfundur v. 8.mars

Undirbúningsfundur v. 8.mars

Undirbúningsfundur í Friðarhúsi fyrir samkomu á alþjóðlegum baráttudegi kvenna.