BREYTA

Friðargöngur aldrei verið fleiri

akranesFriðarganga á Þorláksmessu fór fram í miðborg Reykjavíkur í 26. sinn síðdegis í gær. Veðrið var eins og best verður á kosið og bar göngufólki saman um að athöfnin hefði tekist með ágætum. Fjölmiðlar giska á að á bilinu 3-4.000 manns hafi tekið þátt í göngunni og mun sú áætlun vera nærri lagi. Á Akureyri var sömuleiðis friðarganga og er það í fimmta sinn sem til hennar er efnt þar í bæ. Ísfirðingar hafa sömuleiðis skipulagt blysför á Þorláksmessu í 7-8 ár. Í ár gerðist sá gleðilegi atburður að fjórða sveitarfélagið bættist í hópinn, en á Akranesi stóðu meðlimir í Endurhæfingarsmiðjunni Glóð fyrir göngu frá Ráðhúsinu á Akratorg þar sem séra Eðvarð Ingólfsson ávarpaði göngufólk stuttlega, kirkjukór Akraness flutti fáein lög og sömuleiðis meðlimir í skólahljómsveit Akraness. Að sögn héraðsfréttablaðsins Skessuhorns kviknaði hugmyndin að göngunni á fyrirlestri félaga í Friðardúfunum, alþjóðlegrar friðarhreyfingar kvenna á fundi hjá smiðjunni. Var samdóma álit þeirra sem þátt tóku í umræðum á eftir að friðargangan væri þarft innleg í jólaundirbúning Akurnesinga. Þar sem mikil áhersla er lögð á frumkvæði, virkni, innri frið og sátt við lífið í endurhæfingarsmiðjunni fælist rökrétt framhald í því að skipuleggja göngu á Akranesi, enda friður í hjarta hvers manns forsenda friðar í víðara samhengi. Með framtaki þessu vonast aðstandendur til að vekja fólk til vitundar um það að mikilvæg skref í friðarátt eru stigin í brjóstum þeirra manna og kvenna sem taka afstöðu gegn hverskyns ofbeldi og óréttlæti og sýna það í verki. Friðarganga á Þorláksmessu er kjörinn vettvangur til þess, um leið og það er ákaflega viðeigandi að sýna þennan friðarvilja í verki í tengslum við þá friðaráhtíð sem jólin eru. Óskandi er að friðarganga þessi festi sig í sessi á Skipaskaga og verði fastur liður í jólaundirbúningnum þar á bæ. Jafnframt væri án fagnaðarefni ef fleiri staðir fylgdu í kjölfarið.

Færslur

SHA_forsida_top

Erill á Menningarnótt

Erill á Menningarnótt

Það verður nóg á seyði hjá SHA á Menningarnótt í Reykjavík: Kl. 16:30 verður efnt …

SHA_forsida_top

Frá mótmælunum gegn heræfingum í Reykjavík 14. ágúst 2007

Frá mótmælunum gegn heræfingum í Reykjavík 14. ágúst 2007

Stefán Pálsson stjórnar aðgerðum við norska sendiráðið Stefán Pálsson tekur fram gjafir til Norðmanna: bangsa, …

SHA_forsida_top

Ávörp til norskra, bandarískra, danskra og íslenskra sjórnvalda

Ávörp til norskra, bandarískra, danskra og íslenskra sjórnvalda

Eftirfarandi ávörp voru afhent fulltrúum norskra, bandarískra, danskra og íslenskra stjórnvalda við mótmælaaðgerðir gegn heræfingum …

SHA_forsida_top

Þriðja ræða frá heræfingamótmælum

Þriðja ræða frá heræfingamótmælum

Steinunn Þóra Árnadóttir flutti ræðu fyrir framan danska sendiráðið í gær. Hún fylgir hér á …

SHA_forsida_top

Önnur ræða frá heræfingamótmælum

Önnur ræða frá heræfingamótmælum

Þorvaldur Þorvaldsson, fulltrúi í miðnefnd SHA, flutti ræðu fyrir framan bandaríska sendiráðið í gær. Hún …

SHA_forsida_top

Ræða frá heræfingamótmælum

Ræða frá heræfingamótmælum

Garðar Stefánsson, róttæklingur og hagfræðinemi, flutti ræðustúf fyrir framan norska sendiráðið á mótmælum SHA í …

SHA_forsida_top

Hryðjuverkastarfsemi í skjóli æfinga

Hryðjuverkastarfsemi í skjóli æfinga

eftir Elías Davíðsson Reykjavík, 14. ágúst 2007 – Fjölmiðlar greindu í dag frá tvíþættum heræfingum, …

SHA_forsida_top

Mótmæli gegn heræfingum NATO þriðjudaginn 14. ágúst kl. 17

Mótmæli gegn heræfingum NATO þriðjudaginn 14. ágúst kl. 17

Safnast verður saman við norska sendiráðið (við Fjólugötu), þriðjudaginn 14. ágúst kl. 17. Þaðan …

SHA_forsida_top

Mótmæli gegn heræfingum

Mótmæli gegn heræfingum

SHA mótmæla heræfingum á Íslandi. Safnast saman við norska sendiráðið kl. 17.

SHA_forsida_top

Mótmæli gegn heræfingum

Mótmæli gegn heræfingum

Samtök hernaðarandstæðinga mótmæla yfirstandandi heræfingum hér á landi og þeirri stefnu íslenskra ráðamanna að gera …

SHA_forsida_top

Ávarp við kertafleytingu á Akureyri 9. ágúst

Ávarp við kertafleytingu á Akureyri 9. ágúst

Á Akureyri stóðu Samtök hernaðarandstæðinga fyrir kertafleytingu við Minjasafnstjörnina kl. 22.30 fimmtudaginn 9. ágúst …

SHA_forsida_top

Friður í okkar nafni

Friður í okkar nafni

Ávarp Gunnars Hersveins við kertafleytingu 9. ágúst 2007 í Reykjavík Enn fellur sprengja til …

SHA_forsida_top

Kertafleyting 9.ágúst í Reykjavík og á Akureyri

Kertafleyting 9.ágúst í Reykjavík og á Akureyri

Kertafleyting verður við Tjörnina í Reykjavík og við Minjasafnstjörnina á Akureyri fimmtudaginn 9.ágúst næstkomandi …

SHA_forsida_top

Kertafleyting á Reykjavíkurtjörn

Kertafleyting á Reykjavíkurtjörn

Friðarsinnar fleyta kertum á Reykjavíkurtjörn kl. 22:30 til að minnast kjarnorkuárásanna á Hiroshima og Nagasaki.

SHA_forsida_top

„Varnarstefna“ ríkisstjórnarinnar og spurningar Þorsteins Pálssonar

„Varnarstefna“ ríkisstjórnarinnar og spurningar Þorsteins Pálssonar

Eftirfarandi grein birtist á vefriti Ögmundar Jónassonar, ogmundur.is, 30. júlí Fram hefur komið í …