BREYTA

Friðargöngur aldrei verið fleiri

akranesFriðarganga á Þorláksmessu fór fram í miðborg Reykjavíkur í 26. sinn síðdegis í gær. Veðrið var eins og best verður á kosið og bar göngufólki saman um að athöfnin hefði tekist með ágætum. Fjölmiðlar giska á að á bilinu 3-4.000 manns hafi tekið þátt í göngunni og mun sú áætlun vera nærri lagi. Á Akureyri var sömuleiðis friðarganga og er það í fimmta sinn sem til hennar er efnt þar í bæ. Ísfirðingar hafa sömuleiðis skipulagt blysför á Þorláksmessu í 7-8 ár. Í ár gerðist sá gleðilegi atburður að fjórða sveitarfélagið bættist í hópinn, en á Akranesi stóðu meðlimir í Endurhæfingarsmiðjunni Glóð fyrir göngu frá Ráðhúsinu á Akratorg þar sem séra Eðvarð Ingólfsson ávarpaði göngufólk stuttlega, kirkjukór Akraness flutti fáein lög og sömuleiðis meðlimir í skólahljómsveit Akraness. Að sögn héraðsfréttablaðsins Skessuhorns kviknaði hugmyndin að göngunni á fyrirlestri félaga í Friðardúfunum, alþjóðlegrar friðarhreyfingar kvenna á fundi hjá smiðjunni. Var samdóma álit þeirra sem þátt tóku í umræðum á eftir að friðargangan væri þarft innleg í jólaundirbúning Akurnesinga. Þar sem mikil áhersla er lögð á frumkvæði, virkni, innri frið og sátt við lífið í endurhæfingarsmiðjunni fælist rökrétt framhald í því að skipuleggja göngu á Akranesi, enda friður í hjarta hvers manns forsenda friðar í víðara samhengi. Með framtaki þessu vonast aðstandendur til að vekja fólk til vitundar um það að mikilvæg skref í friðarátt eru stigin í brjóstum þeirra manna og kvenna sem taka afstöðu gegn hverskyns ofbeldi og óréttlæti og sýna það í verki. Friðarganga á Þorláksmessu er kjörinn vettvangur til þess, um leið og það er ákaflega viðeigandi að sýna þennan friðarvilja í verki í tengslum við þá friðaráhtíð sem jólin eru. Óskandi er að friðarganga þessi festi sig í sessi á Skipaskaga og verði fastur liður í jólaundirbúningnum þar á bæ. Jafnframt væri án fagnaðarefni ef fleiri staðir fylgdu í kjölfarið.

Færslur

SHA_forsida_top

STÖÐVIÐ STRÍÐSGLÆPINA Á GAZA!!

STÖÐVIÐ STRÍÐSGLÆPINA Á GAZA!!

-Mótmælafundur á Austurvelli, fimmtudaginn 13. júlí kl. 17:30 Félagið Ísland-Palestína boðar til mótmælafundar á …

SHA_forsida_top

Stríðsglæpum Ísraela á Gaza mótmælt

Stríðsglæpum Ísraela á Gaza mótmælt

-Mótmælafundur fimmtudaginn 13. júlí á Austurvelli Verið er að skipuleggja mótmæli vegna stríðsglæpa Ísraela á …

SHA_forsida_top

Bechtel, heimsins mesta stríðsgróðafyrirtæki

Bechtel, heimsins mesta stríðsgróðafyrirtæki

Bandarísk friðarsamtök hvetja til mótmæla við skrifstofur Bechtel 6.-9 . ágúst Sameinaða friðar- og …

SHA_forsida_top

Fyrirlestur Michel Chossudovsky í Norræna húsinu þriðjudaginn 11. júlí

Fyrirlestur Michel Chossudovsky í Norræna húsinu þriðjudaginn 11. júlí

Þann 11. júlí nk. verður hér í Reykjavík kanadíski hagfræðingurinn Michel Chossudovsky. Hann kemur til …

SHA_forsida_top

HM í Friðarhúsi

HM í Friðarhúsi

Leikið um 3ja sæti

SHA_forsida_top

Greinargerð Samtaka herstöðvaandstæðinga vegna viðræðna Bandaríkjanna og Íslands um brottför hersins

Greinargerð Samtaka herstöðvaandstæðinga vegna viðræðna Bandaríkjanna og Íslands um brottför hersins

Í dag, 7. júlí, er haldið áfram viðræðum íslenskra og bandarískra stjórnvalda um brottför hersins. …

SHA_forsida_top

Var þörf á varnarliði?

Var þörf á varnarliði?

eftir Árna Björnsson Birtist í Morgunblaðinu 6. júlí 2006 ÞEGAR bandaríski herinn birtist …

SHA_forsida_top

Greinargerð Samtaka herstöðvaandstæðinga vegna viðræðna Bandaríkjanna og Íslands um brottför hersins

Greinargerð Samtaka herstöðvaandstæðinga vegna viðræðna Bandaríkjanna og Íslands um brottför hersins

1. Segjum upp herstöðvasamningnum! Allt frá því að herstöðvasamningurinn var gerður árið 1951 hefur þjóðin …

SHA_forsida_top

HM í Friðarhúsi

HM í Friðarhúsi

Undanúrslit

SHA_forsida_top

Stríðsglæpamaður snæðir að Bessastöðum

Stríðsglæpamaður snæðir að Bessastöðum

Í fréttatilkynningu frá skrifstofu forseta Íslands 26. júní segir svo: „George H. W. Bush, fyrrverandi …

SHA_forsida_top

Þættir úr sögu Þjóðvarnar 1945–1963

Þættir úr sögu Þjóðvarnar 1945–1963

eftir Sverri Jakobsson (Dagfari 1. tbl. 26. árg. (2000), bls. 28-39) Herstöð við …

SHA_forsida_top

HM í Friðarhúsi

HM í Friðarhúsi

Undanúrslit

SHA_forsida_top

Kæra lögð fram gegn George H.W. Bush

Kæra lögð fram gegn George H.W. Bush

Fréttatilkynning Reykjavík, 3. júlí 2006 Í dag lagði hópur fólks fram kæru við embætti Ríkislögreglustjóra …

SHA_forsida_top

Fræðsluerindi SHA

Fræðsluerindi SHA

Elías Davíðsson heldur erindi á almennum félagsfundi SHA um blóði drifinn forsetaferil George Bush eldri.

SHA_forsida_top

HM í Friðarhúsi

HM í Friðarhúsi

Fjórðungsúrslit