BREYTA

Friðargöngur aldrei verið fleiri

akranesFriðarganga á Þorláksmessu fór fram í miðborg Reykjavíkur í 26. sinn síðdegis í gær. Veðrið var eins og best verður á kosið og bar göngufólki saman um að athöfnin hefði tekist með ágætum. Fjölmiðlar giska á að á bilinu 3-4.000 manns hafi tekið þátt í göngunni og mun sú áætlun vera nærri lagi. Á Akureyri var sömuleiðis friðarganga og er það í fimmta sinn sem til hennar er efnt þar í bæ. Ísfirðingar hafa sömuleiðis skipulagt blysför á Þorláksmessu í 7-8 ár. Í ár gerðist sá gleðilegi atburður að fjórða sveitarfélagið bættist í hópinn, en á Akranesi stóðu meðlimir í Endurhæfingarsmiðjunni Glóð fyrir göngu frá Ráðhúsinu á Akratorg þar sem séra Eðvarð Ingólfsson ávarpaði göngufólk stuttlega, kirkjukór Akraness flutti fáein lög og sömuleiðis meðlimir í skólahljómsveit Akraness. Að sögn héraðsfréttablaðsins Skessuhorns kviknaði hugmyndin að göngunni á fyrirlestri félaga í Friðardúfunum, alþjóðlegrar friðarhreyfingar kvenna á fundi hjá smiðjunni. Var samdóma álit þeirra sem þátt tóku í umræðum á eftir að friðargangan væri þarft innleg í jólaundirbúning Akurnesinga. Þar sem mikil áhersla er lögð á frumkvæði, virkni, innri frið og sátt við lífið í endurhæfingarsmiðjunni fælist rökrétt framhald í því að skipuleggja göngu á Akranesi, enda friður í hjarta hvers manns forsenda friðar í víðara samhengi. Með framtaki þessu vonast aðstandendur til að vekja fólk til vitundar um það að mikilvæg skref í friðarátt eru stigin í brjóstum þeirra manna og kvenna sem taka afstöðu gegn hverskyns ofbeldi og óréttlæti og sýna það í verki. Friðarganga á Þorláksmessu er kjörinn vettvangur til þess, um leið og það er ákaflega viðeigandi að sýna þennan friðarvilja í verki í tengslum við þá friðaráhtíð sem jólin eru. Óskandi er að friðarganga þessi festi sig í sessi á Skipaskaga og verði fastur liður í jólaundirbúningnum þar á bæ. Jafnframt væri án fagnaðarefni ef fleiri staðir fylgdu í kjölfarið.

Færslur

SHA_forsida_top

Undirbúningur fyrir 8. mars 2006

Undirbúningur fyrir 8. mars 2006

Menningar- og friðarsamtök íslenskra kvenna (MFÍK) hafa boðað til undirbúningsfundar fyrir menningar- og baráttudagskrá …

SHA_forsida_top

Innrásin í Írak – ekki í okkar nafni

Innrásin í Írak – ekki í okkar nafni

Frá Þjóðarhreyfingunni - með lýðræði ÁR FRÁ YFIRLÝSINGUNNI Í THE NEW YORK TIMES ,,... …

SHA_forsida_top

Stjórnarfundur í Friðarhúsi SHA ehf.

Stjórnarfundur í Friðarhúsi SHA ehf.

Stjórnarfundur í Friðarhúsi SHA ehf. hefst kl. 20. Fundurinn er opinn öllum áhugamönnum um starfsemina.

SHA_forsida_top

Spurningakeppnin Friðarpípan

Spurningakeppnin Friðarpípan

Friðarpípan, spurningakeppni Samtaka herstöðvaandstæðinga verður haldin í Friðahúsi kl. 16.

SHA_forsida_top

Friðarpípan - spurningakeppni SHA

Friðarpípan - spurningakeppni SHA

Friðarpípan, spurningakeppni SHA, verður haldin laugardaginn 21. janúar í Friðarhúsinu og hefst kl. 16. …

SHA_forsida_top

Rokk gegn her

Rokk gegn her

Á vefritinu Hugsandi birtist nýverið grein eftir sagnfræðinginn Unni Maríu Bergsveinsdóttur, fyrrum miðnefndarfulltrúa í …

SHA_forsida_top

Alþjóðlegar aðgerðir undirbúnar

Alþjóðlegar aðgerðir undirbúnar

Þann tuttugasta mars nk. verða þrjú ár liðin frá því að innrás Bandaríkjamanna og bandalagsríkja …

SHA_forsida_top

Undirbúningur alþjóðamótmæladags

Undirbúningur alþjóðamótmæladags

18.-20. mars verða alþjóðleg mótmæli gegn Íraksstríðinu, en þrjú ár verða þá liðin frá innrás …

SHA_forsida_top

Dagfari á Friðarvefnum

Dagfari á Friðarvefnum

Tímarit og fréttabréf Samtaka herstöðvaandstæðinga nefnist Dagfari, en útgáfusaga blaðsins nær aftur á fyrri hluta …

SHA_forsida_top

Málningarvinna í Friðarhúsi

Málningarvinna í Friðarhúsi

Unnið verður að málningarvinnu í Friðarhúsi á sunnudag frá klukkan 14. Um er að ræða …

SHA_forsida_top

Vinnudagur í Friðarhúsi

Vinnudagur í Friðarhúsi

Unnið verður að málningarvinnu o.fl. í Friðarhúsi frá kl. 14. Vinnufúsar hendur velkomnar.

SHA_forsida_top

Einkasamkvæmi í Friðarhúsi

Einkasamkvæmi í Friðarhúsi

Friðarhús er lokað vegna einkasamkvæmis.

SHA_forsida_top

Aðgerðir gegn Íraksstríðinu 18. mars

Aðgerðir gegn Íraksstríðinu 18. mars

Eins og kom fram í fréttum hér á síðunni 10. janúar (sjá hér neðar á …

SHA_forsida_top

Öryggi og varnir Íslands

Öryggi og varnir Íslands

Lögð hefur verið fram á Alþingi tillaga til ályktunar um opinbera nefnd um öryggi og …

SHA_forsida_top

Aðgerðir gegn Íraksstríðinu 18.-20. mars

Aðgerðir gegn Íraksstríðinu 18.-20. mars

Þann 20. mars næstkomandi verða liðin þrjú ár frá því innrásin í Írak hófst. Undanfarin …