BREYTA

Friðargæsla í skiptum fyrir herþotur

Í 2. grein hinna nýju varnarmálalaga segir að meðal markmiða laganna sé „að greina á milli varnartengdra verkefna og borgaralegra verkefna sem lúta að löggæslu og innra öryggi ríkisins“. Í umsögn sinni um frumvarpið lýstu SHA ánægju sinni með hin almennu markmið laganna, en við nánari skoðun virðast hin góðu áform þó vera mest á yfirborðinu. Í morgunútvarpi Ríkisútvarpsins 21. maí var viðtal við nýráðinn forstjóra Varnarmálastofnunar, Ellisif Tinnu Víðisdóttur. Aðspurð sagði hún Varnarmálastofnun eiga að „sjá um borgaralega hlið varnarmálanna“, eins og fréttamaðurinn orðaði það. Hún lagði áherslu á það í viðtalinu að varnarmál þyrftu ekki að vera eingöngu hernaðarleg, varnarmál gætu verið skilgreind borgaralega. Helstu verkefni Varnarmálastofnunar sagði hún vera að sjá um rekstur íslenska loftvarnarkerfisins, þátttöku í samræmdu loftrýmiseftirliti NATO, rekstur, umsjón og hagnýtingu öryggissvæðanna og mannvirkja sem NATO á hér, undirbúning og umsjón varnaræfinga hérlendis, þátttöku í starfi nefnda og undirstofnana NATO og fleira. Allt er þetta eins og tilgreint er í lögunum. „Varnarmál í dag og hlutverk NATO hefur verið að taka á sig nýja mynd, varnarmál snúast ekki eingöngu um þetta, varnir eru líka borgaralegar, ógnirnar í dag eru aðrar og framlag til NATO þarf ekki að vera hernaðarframlag sem slíkt í þeirri merkingu, það getur verið borgaralegt framlag, og það sem kannski margir vita ekki er að NATO er líka með fullt af borgaralegri starfsemi…“ Spurð nánar út í þetta með tilvísun til þeirrar gagnrýni, að hér sé í raun um hernaðarstarfsemi að ræða, sagði hún: „Menn átta sig ekki á að framlag Íslendinga til NATO þarf ekki að vera í formi hermennsku, við sem hluti NATO þurfum að uppfylla ákveðnar skyldur. Það þýðir ekki að það sem við leggjum inn hjá NATO sé eins og það sem við fáum til baka. Það að við fáum loftrýmiseftirlit í formi herflugvéla og hermanna, það þýðir ekki að við þurfum að leggja hermennina á móti. Við getum lagt inn í borgarlega hluta NATO á móti, með t.d. lögreglumönnum í störf í Afganistan.“ Hinn nýskipaði forstjóri Varnarmálastofnunar leggur þannig mikla áherslu á að starfsemi stofnunarinnar sé borgaraleg og eigi lítið skilt við hernaðarstarfsemi. Í athugasemdum við frumvarp til varnarmálalaga segir: „Frumvarp þetta lýtur að verkefnum sem varða varnarviðbúnað ríkisins og ytra öryggi þess. Þessi verkefni eru flest skilgreind sem stoðþjónusta við hernaðarstarfsemi en ekki sem hreinræktuð borgaraleg starfsemi. Sé hernaðarstarfsemi ekki til að dreifa falla þessi stoðþjónustuverkefni sjálfkrafa niður.“ (Aths. við 1. gr.). Í þessum athugasemdum er reyndar lögð mikil áhersla á aðskilnað borgaralegrar og hernaðarlegrar starfsemi og er það vel. En veruleikinn virðist grafa undan þessum góðu áformum. Vandinn er nefnilega sá að „hlutverk NATO hefur verið að taka á sig nýja mynd“, eins og forstjórinn lýsir svo prýðilega, og í þeirri nýju mynd blandar hernaðarbandalagið æ meir saman hernaðarlegri og borgaralegri starfsemi. Þetta er raunar í samræmi við tilhneiginguna eftir að „stríðið gegn hryðjuverkum“ hófst fyrir alvöru haustið 2001, en var þó byrjað fyrr á vettvangi NATO, enda þurfti að finna því verkefni og tilverurétt eftir lok kalda stríðsins. Utanríkisráðherrann, sem lagði svona mikla áherslu í frumvarpi sínu á að að skilja að borgarlega og hernaðarlega starfsemi, talar í raun tungum tveim með því að tönnlast á frasa sem hljómar einhvern veginn svona: „Öryggishugtakið sjálft er gjörbreytt og nær nú til miklu fleiri þátta en áður var“ (sjá t.d. ræðu um utanríkismál á Alþingi 8.11.2007). Þessi frasi mun ættaður frá NATO og Halldór Ásgrímsson notaði hann talsvert líka. En þessi frasi gengur einmitt út á það að rugla saman borgaralegri og hernaðarlegri starfsemi, ýmist gera það hernaðarlegt sem áður var borgaralegt eða kalla það borgaralegt sem í raun er hernaðarlegt. Þetta kemur einkar vel fram í sambandi við friðargæsluverkefni NATO og þátttöku Íslendinga í þeim. Gagnrýni á hervæðingu friðargæslunnar, ef svo má segja, varð til þess að í ráðherratíð Valgerðar Sverrisdóttur var farið að gera þessa hervæðingu minna áberandi. Þó er enn haldið áfram að taka þátt í þessari mjög svo vafasömu friðargæslu NATO. Skilningur forstjóra Varnarmálstofnunar á stöðu íslensku friðargæslunnar gagnvart NATO er mjög athyglisverður: Íslensku friðargæsluliðarnir þjóna sem endurgjald til NATO fyrir hernaðarlega þjónustu. Einar Ólafsson

Færslur

SHA_forsida_top

Félagsfundur MFÍK

Félagsfundur MFÍK

Félagsfundur - Sigurlaug Gunnlaugsdóttir segir frá rannsókn sinni um Farandverkakonur í fiskvinnslu

SHA_forsida_top

Félagsfundur MFÍK

Félagsfundur MFÍK

Félagsfundur - Anna Sigríður Hróðmarsdóttir og Guðríður Sigurbjörnsdóttir segja frá ESF í Malmö

SHA_forsida_top

Fróðleg umfjöllun

Fróðleg umfjöllun

Athygli er vakin á fróðlegri umfjöllun í fríblaðinu Reykjavík Grapevine, þar sem fjallað er um …

SHA_forsida_top

Einkasamkvæmi í Friðarhúsi

Einkasamkvæmi í Friðarhúsi

Friðarhús er frátekið í dag.

SHA_forsida_top

Ályktun í tilefni af heræfingunni Norðurvíkingi

Ályktun í tilefni af heræfingunni Norðurvíkingi

Samtök hernaðarandstæðinga lýsa vonbrigðum sínum með að íslensk stjórnvöld skuli eina ferðina enn ákveða að …

SHA_forsida_top

Varnaræfingin Norður Víkingur 2008

Varnaræfingin Norður Víkingur 2008

Fréttatilkynning frá utanríkisráðuneytinu http://www.utanrikisraduneyti.is/frettaefni/frettatilkynningar/nr/4433 Varnaræfingin Norður Víkingur 2008 verður haldin á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli …

SHA_forsida_top

Ályktanir um friðargæslu & vopnaflutninga

Ályktanir um friðargæslu & vopnaflutninga

Miðnefnd SHA hefur sent frá sér eftirfarandi ályktanir: Samtök hernaðarandstæðinga fagna yfirlýsingu utanríkisráðherra þess efnis …

SHA_forsida_top

Sjálfstæði Suður-Ossetíu, hagsmunir heimsveldanna og hlutverk NATO

Sjálfstæði Suður-Ossetíu, hagsmunir heimsveldanna og hlutverk NATO

Samræmi og samfella í stefnu stórveldanna markast einungis af hagsmunum þeirra. Þessa vegna hafna Bandaríkin …

SHA_forsida_top

Misminni utanríkisráðherra

Misminni utanríkisráðherra

Í Kastljósi Sjónvarps, mánudagskvöldið 25. ágúst, sat Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra fyrir svörum. Meðal þess …

SHA_forsida_top

Bandaríkin hafa komið sér fyrir

Bandaríkin hafa komið sér fyrir

eftir Peter M. Johansen Þessi grein birtist 18. ágúst í vefritinu Eggin, sem …

SHA_forsida_top

Söngur & súpa: Friðarhús á Menningarnótt

Söngur & súpa: Friðarhús á Menningarnótt

Að venju verður fjölbreytt dagskrá í Friðarhúsi, á horni Njálsgötu og Snorrabrautar, á Menningarnótt Reykjavíkur …

SHA_forsida_top

Kerti fyrir Tíbet - raddir fyrir Tíbet

Kerti fyrir Tíbet - raddir fyrir Tíbet

Kerti fyrir Tíbet við kínverska sendiráðið við Víðimel 23. ágúst Laugardagskvöldið 23. ágúst klukkan …

SHA_forsida_top

Menningarnótt í Friðarhúsi

Menningarnótt í Friðarhúsi

Margháttuð dagskrá verður í Friðarhúsi á Menningarnótt Reykjavíkur.

SHA_forsida_top

Frelsi Suður-Ossetíu?

Frelsi Suður-Ossetíu?

eftir Sverri Jakobsson Eftirfarandi grein birtist í Fréttablaðinu 12. ágúst Innrás Georgíu í Suður-Ossetíu …

SHA_forsida_top

Átökin í Kákasus

Átökin í Kákasus

eftir Árna Þór Sigurðsson Eftirfarandi grein birtist í Morgunblaðinu 11. ágúst Hernaðarátökin í Kákasus …