BREYTA

Friðargæsla í skiptum fyrir herþotur

Í 2. grein hinna nýju varnarmálalaga segir að meðal markmiða laganna sé „að greina á milli varnartengdra verkefna og borgaralegra verkefna sem lúta að löggæslu og innra öryggi ríkisins“. Í umsögn sinni um frumvarpið lýstu SHA ánægju sinni með hin almennu markmið laganna, en við nánari skoðun virðast hin góðu áform þó vera mest á yfirborðinu. Í morgunútvarpi Ríkisútvarpsins 21. maí var viðtal við nýráðinn forstjóra Varnarmálastofnunar, Ellisif Tinnu Víðisdóttur. Aðspurð sagði hún Varnarmálastofnun eiga að „sjá um borgaralega hlið varnarmálanna“, eins og fréttamaðurinn orðaði það. Hún lagði áherslu á það í viðtalinu að varnarmál þyrftu ekki að vera eingöngu hernaðarleg, varnarmál gætu verið skilgreind borgaralega. Helstu verkefni Varnarmálastofnunar sagði hún vera að sjá um rekstur íslenska loftvarnarkerfisins, þátttöku í samræmdu loftrýmiseftirliti NATO, rekstur, umsjón og hagnýtingu öryggissvæðanna og mannvirkja sem NATO á hér, undirbúning og umsjón varnaræfinga hérlendis, þátttöku í starfi nefnda og undirstofnana NATO og fleira. Allt er þetta eins og tilgreint er í lögunum. „Varnarmál í dag og hlutverk NATO hefur verið að taka á sig nýja mynd, varnarmál snúast ekki eingöngu um þetta, varnir eru líka borgaralegar, ógnirnar í dag eru aðrar og framlag til NATO þarf ekki að vera hernaðarframlag sem slíkt í þeirri merkingu, það getur verið borgaralegt framlag, og það sem kannski margir vita ekki er að NATO er líka með fullt af borgaralegri starfsemi…“ Spurð nánar út í þetta með tilvísun til þeirrar gagnrýni, að hér sé í raun um hernaðarstarfsemi að ræða, sagði hún: „Menn átta sig ekki á að framlag Íslendinga til NATO þarf ekki að vera í formi hermennsku, við sem hluti NATO þurfum að uppfylla ákveðnar skyldur. Það þýðir ekki að það sem við leggjum inn hjá NATO sé eins og það sem við fáum til baka. Það að við fáum loftrýmiseftirlit í formi herflugvéla og hermanna, það þýðir ekki að við þurfum að leggja hermennina á móti. Við getum lagt inn í borgarlega hluta NATO á móti, með t.d. lögreglumönnum í störf í Afganistan.“ Hinn nýskipaði forstjóri Varnarmálastofnunar leggur þannig mikla áherslu á að starfsemi stofnunarinnar sé borgaraleg og eigi lítið skilt við hernaðarstarfsemi. Í athugasemdum við frumvarp til varnarmálalaga segir: „Frumvarp þetta lýtur að verkefnum sem varða varnarviðbúnað ríkisins og ytra öryggi þess. Þessi verkefni eru flest skilgreind sem stoðþjónusta við hernaðarstarfsemi en ekki sem hreinræktuð borgaraleg starfsemi. Sé hernaðarstarfsemi ekki til að dreifa falla þessi stoðþjónustuverkefni sjálfkrafa niður.“ (Aths. við 1. gr.). Í þessum athugasemdum er reyndar lögð mikil áhersla á aðskilnað borgaralegrar og hernaðarlegrar starfsemi og er það vel. En veruleikinn virðist grafa undan þessum góðu áformum. Vandinn er nefnilega sá að „hlutverk NATO hefur verið að taka á sig nýja mynd“, eins og forstjórinn lýsir svo prýðilega, og í þeirri nýju mynd blandar hernaðarbandalagið æ meir saman hernaðarlegri og borgaralegri starfsemi. Þetta er raunar í samræmi við tilhneiginguna eftir að „stríðið gegn hryðjuverkum“ hófst fyrir alvöru haustið 2001, en var þó byrjað fyrr á vettvangi NATO, enda þurfti að finna því verkefni og tilverurétt eftir lok kalda stríðsins. Utanríkisráðherrann, sem lagði svona mikla áherslu í frumvarpi sínu á að að skilja að borgarlega og hernaðarlega starfsemi, talar í raun tungum tveim með því að tönnlast á frasa sem hljómar einhvern veginn svona: „Öryggishugtakið sjálft er gjörbreytt og nær nú til miklu fleiri þátta en áður var“ (sjá t.d. ræðu um utanríkismál á Alþingi 8.11.2007). Þessi frasi mun ættaður frá NATO og Halldór Ásgrímsson notaði hann talsvert líka. En þessi frasi gengur einmitt út á það að rugla saman borgaralegri og hernaðarlegri starfsemi, ýmist gera það hernaðarlegt sem áður var borgaralegt eða kalla það borgaralegt sem í raun er hernaðarlegt. Þetta kemur einkar vel fram í sambandi við friðargæsluverkefni NATO og þátttöku Íslendinga í þeim. Gagnrýni á hervæðingu friðargæslunnar, ef svo má segja, varð til þess að í ráðherratíð Valgerðar Sverrisdóttur var farið að gera þessa hervæðingu minna áberandi. Þó er enn haldið áfram að taka þátt í þessari mjög svo vafasömu friðargæslu NATO. Skilningur forstjóra Varnarmálstofnunar á stöðu íslensku friðargæslunnar gagnvart NATO er mjög athyglisverður: Íslensku friðargæsluliðarnir þjóna sem endurgjald til NATO fyrir hernaðarlega þjónustu. Einar Ólafsson

Færslur

SHA_forsida_top

Sögunefnd SHA

Sögunefnd SHA

Sögunefnd SHA fundar í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

Aljóðlegur aðgerðadagur gegn Íraksstríði

Aljóðlegur aðgerðadagur gegn Íraksstríði

SHA stendur fyrir aðgerðum á afmæli Íraksstríðsins.

SHA_forsida_top

Langur laugardagur í Friðarhúsi - undirbúningur fyrir aðgerðir 15. mars

Langur laugardagur í Friðarhúsi - undirbúningur fyrir aðgerðir 15. mars

Næstkomandi laugardagur verður langur laugardagur á Laugaveginum og þar um kring. Að venju verður þá …

SHA_forsida_top

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss - í umsjón MFÍK

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss - í umsjón MFÍK

Hinn sívinsæli mánaðarlegi fjáröflunarmálsverður Friðarhúss verður haldinn föstudagskvöldið 29. feb. kl. 19. Að þessu …

SHA_forsida_top

Ungliðakvöld SHA

Ungliðakvöld SHA

SHA_forsida_top

Fundur sögunefndar

Fundur sögunefndar

Sögunefnd Friðarhreyfinganna fundar í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

15. mars: Stríðinu verður að linna

15. mars: Stríðinu verður að linna

Alþjóðlegar aðgerðir gegn Íraksstríðinu dagana 15.-22. mars 2008 20. mars verða liðin fimm ár …

SHA_forsida_top

Alþingi ítrekar fordæmingu sína á fangabúðunum í Guantanamo

Alþingi ítrekar fordæmingu sína á fangabúðunum í Guantanamo

Við höfum sagt frá tillögu sem lögð var fram á Alþingi 17. janúar um að …

SHA_forsida_top

Félagsfundur SHA um varnarmálafrumvarp

Félagsfundur SHA um varnarmálafrumvarp

Fyrir Alþingi liggur frumvarp ríkisstjórnarinnar um varnarmál, þar sem fjallað er um ýmis þau málefni …

SHA_forsida_top

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss

Félagar í MFÍK sjá um málsverðinn að þessu sinni.

SHA_forsida_top

Orrustuþotur ógna öryggi farþegaflugs

Orrustuþotur ógna öryggi farþegaflugs

Steinunn Þóra Árnadóttir, virkur félagi í SHA, situr nú á þingi sem varaþingmaður og hefur …

SHA_forsida_top

Félagsfundur SHA

Félagsfundur SHA

Félagsfundur SHA um frumvarp til nýrra laga um varnarmál.

SHA_forsida_top

Aðalfundur MFÍK, Friðarhúsi

Aðalfundur MFÍK, Friðarhúsi

Aðalfundur MFÍK verður haldinn í Friðarhúsi, á horni Njálsgötu og Snorrabrautar, miðvikudagskvöldið 30. janúar kl. …

SHA_forsida_top

Hershöfðingjar NATO vilja beita kjarnorkuvopnum að fyrra bragði

Hershöfðingjar NATO vilja beita kjarnorkuvopnum að fyrra bragði

eftir Finn Dellsén Eftirfarandi grein birtist í vefritinu ogmundur.is 25. janúar. Nýjustu fréttir …

SHA_forsida_top

Þingmenn allra flokka fordæma Guantanamó

Þingmenn allra flokka fordæma Guantanamó

eftir Álfheiði Ingadóttur alþingismann Við vöktum athygli á því fyrir skemmstu að þverpólitísk …