BREYTA

Friðargæsla í skiptum fyrir herþotur

Í 2. grein hinna nýju varnarmálalaga segir að meðal markmiða laganna sé „að greina á milli varnartengdra verkefna og borgaralegra verkefna sem lúta að löggæslu og innra öryggi ríkisins“. Í umsögn sinni um frumvarpið lýstu SHA ánægju sinni með hin almennu markmið laganna, en við nánari skoðun virðast hin góðu áform þó vera mest á yfirborðinu. Í morgunútvarpi Ríkisútvarpsins 21. maí var viðtal við nýráðinn forstjóra Varnarmálastofnunar, Ellisif Tinnu Víðisdóttur. Aðspurð sagði hún Varnarmálastofnun eiga að „sjá um borgaralega hlið varnarmálanna“, eins og fréttamaðurinn orðaði það. Hún lagði áherslu á það í viðtalinu að varnarmál þyrftu ekki að vera eingöngu hernaðarleg, varnarmál gætu verið skilgreind borgaralega. Helstu verkefni Varnarmálastofnunar sagði hún vera að sjá um rekstur íslenska loftvarnarkerfisins, þátttöku í samræmdu loftrýmiseftirliti NATO, rekstur, umsjón og hagnýtingu öryggissvæðanna og mannvirkja sem NATO á hér, undirbúning og umsjón varnaræfinga hérlendis, þátttöku í starfi nefnda og undirstofnana NATO og fleira. Allt er þetta eins og tilgreint er í lögunum. „Varnarmál í dag og hlutverk NATO hefur verið að taka á sig nýja mynd, varnarmál snúast ekki eingöngu um þetta, varnir eru líka borgaralegar, ógnirnar í dag eru aðrar og framlag til NATO þarf ekki að vera hernaðarframlag sem slíkt í þeirri merkingu, það getur verið borgaralegt framlag, og það sem kannski margir vita ekki er að NATO er líka með fullt af borgaralegri starfsemi…“ Spurð nánar út í þetta með tilvísun til þeirrar gagnrýni, að hér sé í raun um hernaðarstarfsemi að ræða, sagði hún: „Menn átta sig ekki á að framlag Íslendinga til NATO þarf ekki að vera í formi hermennsku, við sem hluti NATO þurfum að uppfylla ákveðnar skyldur. Það þýðir ekki að það sem við leggjum inn hjá NATO sé eins og það sem við fáum til baka. Það að við fáum loftrýmiseftirlit í formi herflugvéla og hermanna, það þýðir ekki að við þurfum að leggja hermennina á móti. Við getum lagt inn í borgarlega hluta NATO á móti, með t.d. lögreglumönnum í störf í Afganistan.“ Hinn nýskipaði forstjóri Varnarmálastofnunar leggur þannig mikla áherslu á að starfsemi stofnunarinnar sé borgaraleg og eigi lítið skilt við hernaðarstarfsemi. Í athugasemdum við frumvarp til varnarmálalaga segir: „Frumvarp þetta lýtur að verkefnum sem varða varnarviðbúnað ríkisins og ytra öryggi þess. Þessi verkefni eru flest skilgreind sem stoðþjónusta við hernaðarstarfsemi en ekki sem hreinræktuð borgaraleg starfsemi. Sé hernaðarstarfsemi ekki til að dreifa falla þessi stoðþjónustuverkefni sjálfkrafa niður.“ (Aths. við 1. gr.). Í þessum athugasemdum er reyndar lögð mikil áhersla á aðskilnað borgaralegrar og hernaðarlegrar starfsemi og er það vel. En veruleikinn virðist grafa undan þessum góðu áformum. Vandinn er nefnilega sá að „hlutverk NATO hefur verið að taka á sig nýja mynd“, eins og forstjórinn lýsir svo prýðilega, og í þeirri nýju mynd blandar hernaðarbandalagið æ meir saman hernaðarlegri og borgaralegri starfsemi. Þetta er raunar í samræmi við tilhneiginguna eftir að „stríðið gegn hryðjuverkum“ hófst fyrir alvöru haustið 2001, en var þó byrjað fyrr á vettvangi NATO, enda þurfti að finna því verkefni og tilverurétt eftir lok kalda stríðsins. Utanríkisráðherrann, sem lagði svona mikla áherslu í frumvarpi sínu á að að skilja að borgarlega og hernaðarlega starfsemi, talar í raun tungum tveim með því að tönnlast á frasa sem hljómar einhvern veginn svona: „Öryggishugtakið sjálft er gjörbreytt og nær nú til miklu fleiri þátta en áður var“ (sjá t.d. ræðu um utanríkismál á Alþingi 8.11.2007). Þessi frasi mun ættaður frá NATO og Halldór Ásgrímsson notaði hann talsvert líka. En þessi frasi gengur einmitt út á það að rugla saman borgaralegri og hernaðarlegri starfsemi, ýmist gera það hernaðarlegt sem áður var borgaralegt eða kalla það borgaralegt sem í raun er hernaðarlegt. Þetta kemur einkar vel fram í sambandi við friðargæsluverkefni NATO og þátttöku Íslendinga í þeim. Gagnrýni á hervæðingu friðargæslunnar, ef svo má segja, varð til þess að í ráðherratíð Valgerðar Sverrisdóttur var farið að gera þessa hervæðingu minna áberandi. Þó er enn haldið áfram að taka þátt í þessari mjög svo vafasömu friðargæslu NATO. Skilningur forstjóra Varnarmálstofnunar á stöðu íslensku friðargæslunnar gagnvart NATO er mjög athyglisverður: Íslensku friðargæsluliðarnir þjóna sem endurgjald til NATO fyrir hernaðarlega þjónustu. Einar Ólafsson

Færslur

SHA_forsida_top

HM í Friðarhúsi

HM í Friðarhúsi

Fjórðungsúrslit

SHA_forsida_top

Hver er George Bush eldri?

Hver er George Bush eldri?

Fram hefur komið í fréttum að George Bush, fyrrum Bandaríkjaforseti, sé væntanlegur hingað til Íslands …

SHA_forsida_top

Miðnefndarfundur SHA

Miðnefndarfundur SHA

Miðnefnd SHA fundar í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

Ályktun frá SHA vegna rússneskra flotaæfinga

Ályktun frá SHA vegna rússneskra flotaæfinga

Miðnefnd Samtaka herstöðvaandstæðinga gagnrýnir harðlega boðaðar æfingar rússneskra herskipa í grennd við Ísland sem sagt …

SHA_forsida_top

HM í Friðarhúsi

HM í Friðarhúsi

16-liða úrslit England : Ekvador Portúgal : Holland

SHA_forsida_top

HM í Friðarhúsi

HM í Friðarhúsi

16-liða úrslit Ítalía : Ástralía Úkraína : Sviss

SHA_forsida_top

HM í Friðarhúsi

HM í Friðarhúsi

16-liða úrslit Brasilía : Ghana Spánn : Frakkland

SHA_forsida_top

HM í Friðarhúsi

HM í Friðarhúsi

16-liða úrslit Þýskaland : Svíþjóð Argentína : Mexíkó

SHA_forsida_top

HM í Friðarhúsi

HM í Friðarhúsi

Úrslitaleikur

SHA_forsida_top

Leikar æsast á HM

Leikar æsast á HM

Nú hefur verið sett upp stærra og betra sýningartjald í Friðarhúsi og eru því aðstæður …

SHA_forsida_top

Afsalsgleði SHA

Afsalsgleði SHA

SHA fagnar því að gengið hafi verið frá afsali vegna kaupa á Friðarhúsi. Allir velkomnir.

SHA_forsida_top

Meirihluti þjóðarinnar vill uppsögn herstöðvasamningsins

Meirihluti þjóðarinnar vill uppsögn herstöðvasamningsins

Samkvæmt nýrri skoðankönnun Gallup er meirihluti þjóðarinnar hlynntur uppsögn herstöðvasamningsins. Skv. könnuninni eru 53,9 mjög …

SHA_forsida_top

Halldór Ásgrímsson, Írak, Diego Garcia og Keflavík

Halldór Ásgrímsson, Írak, Diego Garcia og Keflavík

Írak Í Speglinum, fréttaskýringaþætti Ríkisútvarpsins, í dag 15. ágúst, var viðtal við Halldór Ásgrímsson. …

SHA_forsida_top

Stóráfanga fagnað

Stóráfanga fagnað

Langþráður draumur herstöðvaandstæðinga rætist í þessari viku, þegar endanlega verður gengið frá kaupum á Friðarhúsinu. …

SHA_forsida_top

Sjálfvígsárásir alvarlegasta ógnin?

Sjálfvígsárásir alvarlegasta ógnin?

Bréf til Fréttastofu RÚV Í frétt, sem birtist á vefsíðu RÚV í dag (13. júní …