BREYTA

Friðarhorfur í Búrúndí

Það virðist vera hægt að lesa um endalaust af hörmungum í fjölmiðlum heimsins. Þjóðarmorð hér og borgarastríð þar. Heimurinn lokar gjarnan augum fyrir þessu, enda sjaldnast einhver skemmtilesning á ferð. En þá fyrst þegar friður kemst á þá gleymir heimsbyggðin aljgörlega því landi sem hafði verið stríðshrjáð. Styrkir hætta að berast eða berast seint og fjölmiðlar nenna vart að nefna það sem vel fer. Búrúndí er lítið land með um 7 milljónir íbúa. Landið er í miðri Afríku, sunnan við Rúanda, vestan við Tanzaníu og austan við lýðveldið Kongó. Þjóðernisskiptingin er svipuð og í Rúanda, meirihlutinn eru Hútúar en minnhlutinn Tútsar sem þó hafa farið með völdin í landinu frá sjálfstæði þess 1962. Skipting milli Hútúa og Tútsa var aldrei formleg fyrr en nýlenduveldin komu og fannst þægilegra að stjórna landinu með minnihluta og aðgreindu þess tvo hópa vel. Ýttu þar með undir misskiptingu og hatur. Árið 1993 varð Ndayde fyrsti lýðræðislega kjörni forsetinn í Búrúndí, hann var Hútúi. Illu heilli héldu Tútsar þó áfram völdum í hernum og eftir einungis 100 daga í stjórn réðu þeir forsetann af dögum. Hútúar víðsvegar um landið réðust þá á Tútsa í bæjum og þorpum. Seinna kom síðan herinn að hefna og drap þá Hútúa. Þessi vítahringur hélt áfram allt til 2001 þegar svokölluð valdaskiptstjórn tók til starfa og árið 2003 gekk helsta skæruliðasveit Hútúa, FDD, í þetta samstarf. Þarna skipta tveir þjóðflokkarnir með sér helstu völdum landsins og hefur verið hinn sæmilegasti friður frá 2003. Árið 2005 var svo loks kosið um stjórnarskrá árið 2005 þar sem yfir 90% þjóðarinnar kaus og níu af hverjum tíu sem kusu sögðu; já, við henni. Margir myndu vilja sjá svo góða kosningaþáttöku í sínu landi. Í stjórnarskránni er meðal annars samþykkt að hleypa af stokkunum tveim nefndum til þess að rannsaka hvað gerðist í borgarastríðinu og fá réttlætinu framfylgt. Nefndirnar heita á ensku Truth and Reconciliation Commission (TRC) og International Commission for the Judicial Inquiry (ICJI). Í vor var svo kosið þings og vann FDD, hútúar, þó nokkurn meirihluta á þinginu. Forsetinn var svo kosinn 26.ágúst 2005 og er það Hútúinn, Pierre Nkurunziz. Til þess að halda valdaskiptingunni valdi hann Tútsa sem varforseta. Nýkjörni forsetinn hefur lagt mikla áherslu á menntun og eru nú 550.000 börn á skólabekk, það er um 300.000 fleiri heldur var áður var í tíð borgarastríðsins. Fyrir 2008 vonast hann til þess að vera búinn að bæta við 350 skólum víðsvegar um landið, til þess að bæta menntun landsins sem áður hefur veirð vanrækt. Nkurunziz hefur minnkað reisukostnað stjórnarmanna í ríkisstjórninni, bannað óþarfa ferðalög nema ef beinn ávinningur kemur í hlut Búrúndí. Í lok september ákvað hann að hætta við innflutning nýrra ráðherrabíla þar sem þeir væru of fínir, dýrir og eyddu of miklu bensíni. Ekki væri réttlætanlegt að kaupa rándýra inn í land þar sem almenningur lifði á undir 0.75 bandarískum sentum hvern dag. Það þarf samt að huga að ýmsu í Búrúndí. Þau héruð sem hvað verst fóru í borgarastríðinu er mið-og norður héruðin, en þau hafa iðullega verið brauðkarfa landsins. Þurrkar undanfarið ár hefur líka orsakað að um tvær milljónir íbúa landsins munu þurfa mataraðstoð. Friðurinn orsakar líka að fólk vill snúa frá flótta sínum til fyrri heima. Árið 2004 sneru til baka 90.000 manns, þetta fólk þarf að fæða og klæða ásamt því að úthluta landi. Torfi Stefán Jónsson

Færslur

SHA_forsida_top

Er starfsemi Varnarmálastofnunar nauðsynleg?

Er starfsemi Varnarmálastofnunar nauðsynleg?

Samkvæmt Fréttablaðinu eru verkefni stofnunarinnar talin upp í 8 liðum. 1. Rekstur loftvarnakerfis, þar með …

SHA_forsida_top

Borgarstjóri á réttri leið

Borgarstjóri á réttri leið

Í Fréttablaðinu í dag, miðvikudaginn 15. desember, er ánægjuleg fregn um tillögur borgarstjóra þess …

SHA_forsida_top

Bókmenntakynning MFÍK

Bókmenntakynning MFÍK

Laugardaginn 11. desember verður hin árlega bókmenntakynning Menningar- og friðarsamtakanna MFÍK í MÍR-salnum, Hverfisgötu 105 …

SHA_forsida_top

Aðventufundur Feministafélagsins

Aðventufundur Feministafélagsins

Feministafélagið fundar í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

Undirbúningsfundur Þorláksmessugöngu

Undirbúningsfundur Þorláksmessugöngu

Samstarfshópur friðarhreyfinga fundar í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

Miðnefndarfundur SHA

Miðnefndarfundur SHA

Miðnefnd SHA fundar í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

Össur mistúlkar Lissabonfundinn

Össur mistúlkar Lissabonfundinn

eftir Þórarinn Hjartarson Birtist í Fréttablaðinu 2. des. 2010 Össur Skarphéðinsson kallar NATO-fundinn í …

SHA_forsida_top

Össur ginnkeyptur

Össur ginnkeyptur

eftir Finn Guðmundarson Olguson Birtist í Fréttablaðinu 1. des. 2010 Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, ritaði …

SHA_forsida_top

Utanríkisstefna óskhyggjunnar

Utanríkisstefna óskhyggjunnar

eftir Sverri Jakobsson Birtist í Fréttablaðinu 30. nóv. 2010 Núverandi ríkisstjórn hefur að ýmsu …

SHA_forsida_top

19 stjórnlagaþingmenn hlynntir ákvæði um kjarnorkuvopnalaust Ísland

19 stjórnlagaþingmenn hlynntir ákvæði um kjarnorkuvopnalaust Ísland

Eitt þeirra atriða sem frambjóðendur til stjórnlagaþings gátu tekið afstöðu til í spurningalista DV, sem …

SHA_forsida_top

Friðlýsingu, tafarlaust!

Friðlýsingu, tafarlaust!

Landsráðstefna Samtaka hernaðarandstæðinga, haldin 24. nóvember 2010, hvetur ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna til að …

SHA_forsida_top

Heimur án kjarnorkuvopna

Heimur án kjarnorkuvopna

Landsráðstefna Samtaka hernaðarandstæðinga, haldin 24. nóvember 2010, lýsir áhyggjum af þeim fregnum sem borist hafa …

SHA_forsida_top

Þjóðaratkvæði um aðildina að Nató!

Þjóðaratkvæði um aðildina að Nató!

Landsráðstefna Samtaka hernaðarandstæðinga, haldin 24. nóvember 2010, minnir á þá gömlu kröfu sína að íslensku …

SHA_forsida_top

Höfnum hernaðarstarfsemi og heræfingum á Íslandi

Höfnum hernaðarstarfsemi og heræfingum á Íslandi

Landsráðstefna Samtaka hernaðarandstæðinga, haldin 24. nóvember 2010, krefst þess að herstöðvasamningi Íslands við Bandaríkin verði …

SHA_forsida_top

Ný miðnefnd SHA

Ný miðnefnd SHA

Ný miðnefnd Samtaka hernaðarandstæðinga fyrir starfsárið 2010-2011 var kjörin á landsráðstefnu hinn 24. nóvember 2010. …