BREYTA

Friðarhorfur í Búrúndí

Það virðist vera hægt að lesa um endalaust af hörmungum í fjölmiðlum heimsins. Þjóðarmorð hér og borgarastríð þar. Heimurinn lokar gjarnan augum fyrir þessu, enda sjaldnast einhver skemmtilesning á ferð. En þá fyrst þegar friður kemst á þá gleymir heimsbyggðin aljgörlega því landi sem hafði verið stríðshrjáð. Styrkir hætta að berast eða berast seint og fjölmiðlar nenna vart að nefna það sem vel fer. Búrúndí er lítið land með um 7 milljónir íbúa. Landið er í miðri Afríku, sunnan við Rúanda, vestan við Tanzaníu og austan við lýðveldið Kongó. Þjóðernisskiptingin er svipuð og í Rúanda, meirihlutinn eru Hútúar en minnhlutinn Tútsar sem þó hafa farið með völdin í landinu frá sjálfstæði þess 1962. Skipting milli Hútúa og Tútsa var aldrei formleg fyrr en nýlenduveldin komu og fannst þægilegra að stjórna landinu með minnihluta og aðgreindu þess tvo hópa vel. Ýttu þar með undir misskiptingu og hatur. Árið 1993 varð Ndayde fyrsti lýðræðislega kjörni forsetinn í Búrúndí, hann var Hútúi. Illu heilli héldu Tútsar þó áfram völdum í hernum og eftir einungis 100 daga í stjórn réðu þeir forsetann af dögum. Hútúar víðsvegar um landið réðust þá á Tútsa í bæjum og þorpum. Seinna kom síðan herinn að hefna og drap þá Hútúa. Þessi vítahringur hélt áfram allt til 2001 þegar svokölluð valdaskiptstjórn tók til starfa og árið 2003 gekk helsta skæruliðasveit Hútúa, FDD, í þetta samstarf. Þarna skipta tveir þjóðflokkarnir með sér helstu völdum landsins og hefur verið hinn sæmilegasti friður frá 2003. Árið 2005 var svo loks kosið um stjórnarskrá árið 2005 þar sem yfir 90% þjóðarinnar kaus og níu af hverjum tíu sem kusu sögðu; já, við henni. Margir myndu vilja sjá svo góða kosningaþáttöku í sínu landi. Í stjórnarskránni er meðal annars samþykkt að hleypa af stokkunum tveim nefndum til þess að rannsaka hvað gerðist í borgarastríðinu og fá réttlætinu framfylgt. Nefndirnar heita á ensku Truth and Reconciliation Commission (TRC) og International Commission for the Judicial Inquiry (ICJI). Í vor var svo kosið þings og vann FDD, hútúar, þó nokkurn meirihluta á þinginu. Forsetinn var svo kosinn 26.ágúst 2005 og er það Hútúinn, Pierre Nkurunziz. Til þess að halda valdaskiptingunni valdi hann Tútsa sem varforseta. Nýkjörni forsetinn hefur lagt mikla áherslu á menntun og eru nú 550.000 börn á skólabekk, það er um 300.000 fleiri heldur var áður var í tíð borgarastríðsins. Fyrir 2008 vonast hann til þess að vera búinn að bæta við 350 skólum víðsvegar um landið, til þess að bæta menntun landsins sem áður hefur veirð vanrækt. Nkurunziz hefur minnkað reisukostnað stjórnarmanna í ríkisstjórninni, bannað óþarfa ferðalög nema ef beinn ávinningur kemur í hlut Búrúndí. Í lok september ákvað hann að hætta við innflutning nýrra ráðherrabíla þar sem þeir væru of fínir, dýrir og eyddu of miklu bensíni. Ekki væri réttlætanlegt að kaupa rándýra inn í land þar sem almenningur lifði á undir 0.75 bandarískum sentum hvern dag. Það þarf samt að huga að ýmsu í Búrúndí. Þau héruð sem hvað verst fóru í borgarastríðinu er mið-og norður héruðin, en þau hafa iðullega verið brauðkarfa landsins. Þurrkar undanfarið ár hefur líka orsakað að um tvær milljónir íbúa landsins munu þurfa mataraðstoð. Friðurinn orsakar líka að fólk vill snúa frá flótta sínum til fyrri heima. Árið 2004 sneru til baka 90.000 manns, þetta fólk þarf að fæða og klæða ásamt því að úthluta landi. Torfi Stefán Jónsson

Færslur

SHA_forsida_top

Kertafleytingar í Reykjavík og á Akureyri

Kertafleytingar í Reykjavík og á Akureyri

Kjarnorkusprengju var varpað á japönsku borgina Nagasakí þann 9. ágúst árið 1945. Þremur dögum fyrr …

SHA_forsida_top

Ávarp flutt við færeyska sendiráðið, 21. júlí 2021

Ávarp flutt við færeyska sendiráðið, 21. júlí 2021

Kæru félagar Ég er að safna sendiráðum. Hef enga tölu á þeim fjölda skipta sem …

SHA_forsida_top

Samstöðumótmæli með Færeyingum

Samstöðumótmæli með Færeyingum

Færeyskir hernaðarandstæðingar efna til mótmæla í Þórshöfn vegna áforma um að reisa á ný …

SHA_forsida_top

Ályktanir Landsfundar SHA 2021

Ályktanir Landsfundar SHA 2021

Ályktun um vígbúnað á norðurslóðum Landsfundur Samtaka hernaðarandstæðinga, haldinn 29. maí 2021, varar við …

SHA_forsida_top

Hvað er á seyði í Hvíta-Rúss?

Hvað er á seyði í Hvíta-Rúss?

Miðvikudaginn 9. júní kl. 20:00 verður Valur Gunnarsson sagnfræðingur með fræðslufund í …

SHA_forsida_top

Gamall draugur lætur á sér kræla í Færeyjum

Gamall draugur lætur á sér kræla í Færeyjum

Á landsfundi SHA mætti góður gestur, í gegnum fjarfundarbúnað þó. Það var Högni Höydal leiðtogi …

SHA_forsida_top

Kjarnorkuveldunum mótmælt

Kjarnorkuveldunum mótmælt

Stöðvum vígvæðingu norðurslóða Í kvöld, 19. maí, munu utanríkisráðherrar Bandaríkjanna og Rússlands setjast …

SHA_forsida_top

Landsfundur SHA 29. maí

Landsfundur SHA 29. maí

Vegna samkomutakmarkanna neyddumst við til þess að fresta landsfundi SHA sem átti að fara fram …

SHA_forsida_top

Landsfundi frestað

Landsfundi frestað

Vegna samkomutakmarkana neyðumst við til að fresta landsfundi SHA sem átti að fara fram á …

SHA_forsida_top

Landsfundur 2021 *Frestað*

Landsfundur 2021 *Frestað*

Landsfundur SHA verður í Friðarhúsi laugardaginn 27. mars n.k. Dagskrá er eftirfarandi: …

SHA_forsida_top

Andstaða við kjarnorkuvopn þvert á flokkslínur - áhugaverð tölfræði úr skoðanakönnun

Andstaða við kjarnorkuvopn þvert á flokkslínur - áhugaverð tölfræði úr skoðanakönnun

Í tilefni af því að Sáttmáli Sameinuðu þjóðanna um bann við kjarnorkuvopnum hefur tekið gildi, …

SHA_forsida_top

Sameiginleg áskorun til íslenskra stjórnvalda að fullgilda samning SÞ um bann við kjarnorkuvopnum

Sameiginleg áskorun til íslenskra stjórnvalda að fullgilda samning SÞ um bann við kjarnorkuvopnum

Eftirtalin félög skora á íslensk stjórnvöld að fullgilda Samning Sameinuðu þjóðanna um bann við kjarnorkuvopnum …

SHA_forsida_top

Friðargöngu á Þorláksmessu aflýst

Friðargöngu á Þorláksmessu aflýst

Samstarfshópur friðarhreyfinga hefur ákveðið að ekki sé kostur á því að halda Friðargönguna að þessu …

SHA_forsida_top

Dagfari 2020

Dagfari 2020

Dagfari er kominn út og má lesa hér fyrir neðan. Hann er að þessu sinni …

SHA_forsida_top

Ályktun um afvopnun og forgangsröðun

Ályktun um afvopnun og forgangsröðun

Í ágústmánuði síðastliðnum tilkynnti Bandaríkjastjórn að hún hefði varið níu milljörðum Bandaríkjadala til þróunar á …