BREYTA

Friðarhreyfingin og borgaraleg óhlýðni

civil disobedienceBorgaraleg óhlýðni hefur verið talsvert til umræðu upp á síðkastið, ekki hvað síst í tengslum við beinar aðgerðir ýmissa mótmælenda sem hafa látið skoðanir sínar í ljós á ýmsum málum tengdum hruni bankanna. Ýmsir hafa talið sig kenna breytingar á mótmælahegðun Íslendinga í þessu samhengi. Samtök hernaðarandstæðinga hafa raunar fylgst grannt með þessari þróun um alllangt skeið. Fyrir nokkrum misserum var Dagfari, tímarit SHA, að mestu helgað umfjöllun um mótmæli, mótmælatækni og hugmyndafræði mótmæla. Varðandi borgaralega óhlýðni sérstaklega, hefur margoft verið fjallað um þessa baráttuaðferð erlendra friðarsinna í blöðum samtakanna og á þessari síðu. Má þar nefna Ploughshares-hreyfinguna, sem tileinkar sér þá baráttuaðferð að ráðast inn í herstöðvar og valda tjóni á kjarnorkuvígbúnaði. Félagar í hreyfingunni bíða undantekningarlaust handtöku að skemmdarverkunum loknum, láta handtaka sig en bera við neyðarrétti. Um árið komu Samtök hernaðarandstæðinga að námskeiði sem haldið var í Reykjavík, þar sem breski róttæklingurinn Milan Rai og kona hans Emily Jones kenndu borgaralega óhlýðni og settu hana í sögulegt samhengi. Segja má að þetta námskeið marki viss tímamót í sögu þessarar tegundar pólitískra mótmæla hér á landi. peace newsNýverið skrifaði Milan Rai grein í breska tímaritið Peace News, þar sem farið var yfir atburði ársins 2008 á sviði róttækrar baráttu friðarsinna. Greinina má lesa hér. Þar er meðal annars fjallað um tímamótadóm sem féll í Bretlandi á síðasta ári, þar sem hópur mótmælenda á Norður-Írlandi var sýknaður af kæru fyrir að hafa brotið og bramlað á skrifstofu vopnaframleiðanda. Dómstóllinn féllst í stuttu máli á að neyðarréttur hefði átt við í þessu tilviki og að fólkinu hefði verið heimilt að grípa til þessara aðgerða til að afstýra öðrum og verri glæpum. Um þetta má og önnur þau sem Milan Rai nefnir í grein sinni má fræðast með einfaldri leit á netinu, s.s. á alfræðisíðunni Wikipediu. Stefán Pálsson

Færslur

SHA_forsida_top

Friðarbaráttan og SHA

Friðarbaráttan og SHA

Þórarinn Hjartarson á Akureyri, félagsmaður í SHA, sendi Friðarvefnum þessa hugvekju um stöðu friðarhreyfinga. Aðsendar …

SHA_forsida_top

Landsfundur SHA í kvöld, miðvikudag

Landsfundur SHA í kvöld, miðvikudag

Sem kunnugt er, þurfti að fresta landsfundi Samtaka hernaðarandstæðinga um liðna helgi. Hann verður því …

SHA_forsida_top

FRESTAÐ VEGNA VEÐURS

FRESTAÐ VEGNA VEÐURS

Í ljósi þess að strætisvagnar ganga ekki í fárviðrinu og fólk er varað við að …

SHA_forsida_top

Landsfundur SHA: Ný dagsetning

Landsfundur SHA: Ný dagsetning

Fresta þurfti landsfundi SHA vegna óveðursins á laugardag. Nýr fundartími hefur nú verið ákveðinn: miðvikudagskvöldið …

SHA_forsida_top

Landsfundur SHA, 14. mars

Landsfundur SHA, 14. mars

Landsfundur Samtaka hernaðarandstæðinga verður haldinn laugardaginn 14. mars í Friðarhúsi, Njálsgötu 87. Dagskrá: 11:00 Hefðbundin …

SHA_forsida_top

Feminismi gegn fasisma - 8. mars

Feminismi gegn fasisma - 8. mars

Í tilefni alþjóðlegs baráttudags kvenna fyrir friði og jafnrétti verður efnt til baráttufundar í Iðnó …

SHA_forsida_top

Landsfundur SHA 2015

Landsfundur SHA 2015

Landsfundur Samtaka hernaðarandstæðinga árið 2015 verður haldinn laugardaginn 14. mars n.k. í Friðarhúsi og hefst …

SHA_forsida_top

Freistandi febrúarmálsverður

Freistandi febrúarmálsverður

Næsti fjáröflunarmálsverður Friðarhúss verður haldinn föstudaginn 27. febúar nk. Það verða félagar í Alþýðufylkingunni sem …

SHA_forsida_top

Hin óþarfa sviðsetning

Hin óþarfa sviðsetning

Stefán Pálsson bregst við grein Þórarins Hjartarsonar hér á Friðarvefnum. Aðsendar greinar á Friðarvefnum eru …

SHA_forsida_top

Sviðsett hryðjuverk: verkfæri stríðs og yfirdrottnunar

Sviðsett hryðjuverk: verkfæri stríðs og yfirdrottnunar

Þórarinn Hjartarson á Akureyri, félagsmaður í SHA, sendi Friðarvefnum þessa samantekt á því hvernig óttinn …

SHA_forsida_top

Öberg um Úkraínu

Öberg um Úkraínu

Íslandsvinurinn Jan Öberg er merkur sérfræðingur á sviði friðarmála og lausnar deilumála. Hann heldur úti …

SHA_forsida_top

Janúarmálsverður í Friðarhúsi

Janúarmálsverður í Friðarhúsi

Það verður miðausturlenskt þema í matseðli fjáröflunarmálsverðarins í Friðarhúsi föstudagskvöldið 30. janúar. Daníel Haukar …

SHA_forsida_top

Ávarp í lok friðargöngu

Ávarp í lok friðargöngu

Eyrún Ósk Jónsdóttir flutti ávarp í lok friðargöngu á Þorláksmessu í Reykjavík. Í sumar …

SHA_forsida_top

Friðargöngur á Þorláksmessu

Friðargöngur á Þorláksmessu

Að venju stendur Samstarfshópur friðarhreyfinga fyrir friðargöngu í Reykjavík þann 23.desember. Safnast verður saman …

SHA_forsida_top

Jólahlaðborð Friðarhúss, 28. nóvember

Jólahlaðborð Friðarhúss, 28. nóvember

Fullveldisfögnuður SHA, hið rómaða jólahlaðborð Friðarhúss, verður haldið föstudagskvöldið 28. nóvember nk. Guðrún Bóasdóttir (Systa) …