BREYTA

Friðarhreyfingin og borgaraleg óhlýðni

civil disobedienceBorgaraleg óhlýðni hefur verið talsvert til umræðu upp á síðkastið, ekki hvað síst í tengslum við beinar aðgerðir ýmissa mótmælenda sem hafa látið skoðanir sínar í ljós á ýmsum málum tengdum hruni bankanna. Ýmsir hafa talið sig kenna breytingar á mótmælahegðun Íslendinga í þessu samhengi. Samtök hernaðarandstæðinga hafa raunar fylgst grannt með þessari þróun um alllangt skeið. Fyrir nokkrum misserum var Dagfari, tímarit SHA, að mestu helgað umfjöllun um mótmæli, mótmælatækni og hugmyndafræði mótmæla. Varðandi borgaralega óhlýðni sérstaklega, hefur margoft verið fjallað um þessa baráttuaðferð erlendra friðarsinna í blöðum samtakanna og á þessari síðu. Má þar nefna Ploughshares-hreyfinguna, sem tileinkar sér þá baráttuaðferð að ráðast inn í herstöðvar og valda tjóni á kjarnorkuvígbúnaði. Félagar í hreyfingunni bíða undantekningarlaust handtöku að skemmdarverkunum loknum, láta handtaka sig en bera við neyðarrétti. Um árið komu Samtök hernaðarandstæðinga að námskeiði sem haldið var í Reykjavík, þar sem breski róttæklingurinn Milan Rai og kona hans Emily Jones kenndu borgaralega óhlýðni og settu hana í sögulegt samhengi. Segja má að þetta námskeið marki viss tímamót í sögu þessarar tegundar pólitískra mótmæla hér á landi. peace newsNýverið skrifaði Milan Rai grein í breska tímaritið Peace News, þar sem farið var yfir atburði ársins 2008 á sviði róttækrar baráttu friðarsinna. Greinina má lesa hér. Þar er meðal annars fjallað um tímamótadóm sem féll í Bretlandi á síðasta ári, þar sem hópur mótmælenda á Norður-Írlandi var sýknaður af kæru fyrir að hafa brotið og bramlað á skrifstofu vopnaframleiðanda. Dómstóllinn féllst í stuttu máli á að neyðarréttur hefði átt við í þessu tilviki og að fólkinu hefði verið heimilt að grípa til þessara aðgerða til að afstýra öðrum og verri glæpum. Um þetta má og önnur þau sem Milan Rai nefnir í grein sinni má fræðast með einfaldri leit á netinu, s.s. á alfræðisíðunni Wikipediu. Stefán Pálsson

Færslur

SHA_forsida_top

Fjáröflunarmálsverður októbermánaðar

Fjáröflunarmálsverður októbermánaðar

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss í október verður haldinn föstudagskvöldið 25. október. Matseldin verður að þessu sinni í …

SHA_forsida_top

Fyrsti fjáröflunarmálsverður haustsins

Fyrsti fjáröflunarmálsverður haustsins

Það er komið að fyrsta fjáröflunarmálsverði haustsins, föstudagskvöldið 27. september. Guðrún Bóasdóttir (Systa) eldar. Matseðill: …

SHA_forsida_top

UVG mótmæla Nató-forkólfi

UVG mótmæla Nató-forkólfi

Ungliðar í Vinstri grænum boða til mótmæla við Norræna húsið fimmtudaginn 19. september kl. 9:30, …

SHA_forsida_top

Listin að selja stríð

Listin að selja stríð

(Þessi grein var send Fréttablaðinu 24. ágúst, þremur dögum eftir efnavopnaárásina í Damaskus, en blaðið …

SHA_forsida_top

SHA og MFÍK funda um Sýrland

SHA og MFÍK funda um Sýrland

Samtök hernaðarandstæðinga og Menningar- og friðarsamtök íslenskra kvenna efna til sameiginlegs fundar um málefni Sýrlands …

SHA_forsida_top

Streð að heimsyfirráðum skýrir árásarhneigðina

Streð að heimsyfirráðum skýrir árásarhneigðina

Eftirfarandi pistill er eftir Þórarinn Hjartarson, formann Norðurlandsdeildar SHA. Árásarhneigð Vesturveldanna – með Bandaríkin …

SHA_forsida_top

Friðarhreyfingar hafna árásum á Sýrland

Friðarhreyfingar hafna árásum á Sýrland

Samtök friðarhreyfinga vítt og breitt um Evrópu hafa á síðustu sólarhringum mótmælt harðlega grímulausum stríðsundirbúningi …

SHA_forsida_top

About Us - Extended

About Us - Extended

We've had the privilege to work with some awesome clients Phasellus enim libero, …

SHA_forsida_top

Ávarp flutt á kertafleytingu á Reykjavíkurtjörn

Ávarp flutt á kertafleytingu á Reykjavíkurtjörn

Kristinn Már Ársælsson, félagsfræðingur og stjórnarmaður í lýðræðisfélaginu Öldu flutti ávarp við kertafleytingu á Reykjavíkurtjörn …

SHA_forsida_top

Aldrei aftur Hírósíma, aldrei aftur Nagasaki. - Kertafleytingar 9. ágúst

Aldrei aftur Hírósíma, aldrei aftur Nagasaki. - Kertafleytingar 9. ágúst

Frá árinu 1985 hafa íslenskir friðarsinnar fleytt kertum í minningu fórnarlamba kjarnorku-árásanna á Hírósíma og …

SHA_forsida_top

WHO birti upplýsingarnar!

WHO birti upplýsingarnar!

Samtök hernaðarandstæðinga eru ásamt MFÍK aðilar að alþjóðlegri hreyfingu sem vinnur að banni við notkun …

SHA_forsida_top

Hirosimabúi á kertafleytingu á Akureyri

Hirosimabúi á kertafleytingu á Akureyri

Kertafleytingar friðarhreyfinganna í minningu fórnarlamba kjarnorkuárásanna á Hirosima og Nagasaki verða haldnar föstudaginn 9. ágúst …

SHA_forsida_top

Róttæki sumaráhskólinn - friðarmál

Róttæki sumaráhskólinn - friðarmál

14.-20. ágúst næstkomandi verður Róttæki sumarháskólinn haldinn í húsnæði Reykjavíkurakademíunnar. Allar upplýsingar má nálgast hér …

SHA_forsida_top

Headers

Headers

Check Out Some Of The Possible Combinations Every site should have its …

SHA_forsida_top

Vilt þú standa að kertafleytingu?

Vilt þú standa að kertafleytingu?

Árið 1985 stóðu Samtök herstöðvaandstæðinga að fyrstu kertafleytingunni á Reykjavíkurtjörn til að minnast fórnarlamba kjarnorkuárásanna …