BREYTA

Friðarhreyfingin og borgaraleg óhlýðni

civil disobedienceBorgaraleg óhlýðni hefur verið talsvert til umræðu upp á síðkastið, ekki hvað síst í tengslum við beinar aðgerðir ýmissa mótmælenda sem hafa látið skoðanir sínar í ljós á ýmsum málum tengdum hruni bankanna. Ýmsir hafa talið sig kenna breytingar á mótmælahegðun Íslendinga í þessu samhengi. Samtök hernaðarandstæðinga hafa raunar fylgst grannt með þessari þróun um alllangt skeið. Fyrir nokkrum misserum var Dagfari, tímarit SHA, að mestu helgað umfjöllun um mótmæli, mótmælatækni og hugmyndafræði mótmæla. Varðandi borgaralega óhlýðni sérstaklega, hefur margoft verið fjallað um þessa baráttuaðferð erlendra friðarsinna í blöðum samtakanna og á þessari síðu. Má þar nefna Ploughshares-hreyfinguna, sem tileinkar sér þá baráttuaðferð að ráðast inn í herstöðvar og valda tjóni á kjarnorkuvígbúnaði. Félagar í hreyfingunni bíða undantekningarlaust handtöku að skemmdarverkunum loknum, láta handtaka sig en bera við neyðarrétti. Um árið komu Samtök hernaðarandstæðinga að námskeiði sem haldið var í Reykjavík, þar sem breski róttæklingurinn Milan Rai og kona hans Emily Jones kenndu borgaralega óhlýðni og settu hana í sögulegt samhengi. Segja má að þetta námskeið marki viss tímamót í sögu þessarar tegundar pólitískra mótmæla hér á landi. peace newsNýverið skrifaði Milan Rai grein í breska tímaritið Peace News, þar sem farið var yfir atburði ársins 2008 á sviði róttækrar baráttu friðarsinna. Greinina má lesa hér. Þar er meðal annars fjallað um tímamótadóm sem féll í Bretlandi á síðasta ári, þar sem hópur mótmælenda á Norður-Írlandi var sýknaður af kæru fyrir að hafa brotið og bramlað á skrifstofu vopnaframleiðanda. Dómstóllinn féllst í stuttu máli á að neyðarréttur hefði átt við í þessu tilviki og að fólkinu hefði verið heimilt að grípa til þessara aðgerða til að afstýra öðrum og verri glæpum. Um þetta má og önnur þau sem Milan Rai nefnir í grein sinni má fræðast með einfaldri leit á netinu, s.s. á alfræðisíðunni Wikipediu. Stefán Pálsson

Færslur

SHA_forsida_top

Samtök hernaðarandstæðinga, andheimsvaldasinnuð friðarsamtök

Samtök hernaðarandstæðinga, andheimsvaldasinnuð friðarsamtök

Í frétt hér á Friðarvefnum 4. desember um aðalfund Norðurlandsdeildar SHA, sem var haldinn 30. …

SHA_forsida_top

Friðarganga í Reykjavík

Friðarganga í Reykjavík

Árviss friðarganga frá Hlemmi að Lækjartorgi.

SHA_forsida_top

Friðarganga á Þorláksmessu í Reykjavík, á Ísafirði og Akureyri

Friðarganga á Þorláksmessu í Reykjavík, á Ísafirði og Akureyri

Að venju verða friðargöngur á Þorláksmessu í Reykjavík, á Ísafirði og á Akureyri. Í Reykjavík …

SHA_forsida_top

Blysför á Akureyri í þágu friðar

Blysför á Akureyri í þágu friðar

Áhugafólk um friðvænlegri heim stendur að hinni árlegu blysför í þágu friðar á Þorláksmessu, en …

SHA_forsida_top

Leikarinn Sean Penn hvetur til að forseti Bandaríkjanna verði ákærður ásamt ráðherrum sínum og ráðgjöfum

Leikarinn Sean Penn hvetur til að forseti Bandaríkjanna verði ákærður ásamt ráðherrum sínum og ráðgjöfum

Meðal þeirra tugmilljóna manna sem mótmæltu innrásinni í Írak í mars 2003 var bandaríski …

SHA_forsida_top

Friðarganga á Ísafirði

Friðarganga á Ísafirði

Á fréttavefnum Bæjarins besta má lesa þessa frétt um friðargöngu á Ísafirði á Þorláksmessu. Líkt …

SHA_forsida_top

Undirbúningsfundur v. Friðargöngu

Undirbúningsfundur v. Friðargöngu

Samstarfshópur friðarhreyfinga fundar.

SHA_forsida_top

Friðarganga á Þorláksmessu

Friðarganga á Þorláksmessu

Íslenskir friðarsinnar standa að blysför niður Laugaveginn á Þorláksmessu. Safnast verður saman á Hlemmi og …

SHA_forsida_top

Enn fjölgar í hópi kjarnorkuvopnalausra sveitarfélaga

Enn fjölgar í hópi kjarnorkuvopnalausra sveitarfélaga

Síðla árs 1999 hvöttu SHA íslensk sveitarfélög til að friðlýsa sig fyrir kjarnorku-, sýkla- og …

SHA_forsida_top

Miðnefndarfundur SHA

Miðnefndarfundur SHA

Miðnefnd SHA fundar í Friðarhúsi

SHA_forsida_top

Bókmenntakynning MFÍK

Bókmenntakynning MFÍK

Hin árvissa bókmenntakynning Menningar- og friðarsamtakanna, MFÍK er ómissandi þáttur í jólaundirbúningi fjölmargra. Hún verður …

SHA_forsida_top

Mótmæli gegn endurnýjun kjarnorkuvopna í Bretlandi

Mótmæli gegn endurnýjun kjarnorkuvopna í Bretlandi

Í gærmorgun, 11. desember, kom hópur fólks að tveimur hliðum flotastöðvarinnar í Faslane í Skotlandi …

SHA_forsida_top

Undirbúningsfundur v. friðargöngu

Undirbúningsfundur v. friðargöngu

Samstarfshópur friðarhreyfinga undirbýr friðargöngu á Þorláksmessu.

SHA_forsida_top

NATO-fundurinn í Ríga: aukin hernaðarþátttaka Íslands

NATO-fundurinn í Ríga: aukin hernaðarþátttaka Íslands

Á nýafstöðnum leiðtogafundi NATO í Ríga voru þrjú mál efst á baugi: stækkun bandalagsins, hin …

SHA_forsida_top

Stjórn Friðarhúss fundar

Stjórn Friðarhúss fundar

Fundur í stjórn Friðarhúss SHA ehf.