Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss verður haldinn föstudagskvöldið 27. maí n.k. Það er mæðgurnar Hildur Margrétardóttir og Una Hildardóttir sem taka yfir eldhúsið í þetta skiptið og bjóða upp á:
Spagettí carbonara
Spagettí með valhnetum (poor man's spaghetti)
Brauðstangir
Tíramisu og kaffi á eftir
Að loknum málsverði les Hertha Maria Richardt Úlfarsdóttir úr smásögu sinni og Skúli mennski tekur nokkur lög.
Borðhald hefst kl. 19. Verð kr. 2000.
Öll velkomin.