BREYTA

Friðarmiðstöðin Ísland

19. mars 2005 Þessi grein var send Fréttablaðinu til birtingar í byrjun febrúar þegar viðræður um framtíð herstöðvarinnar stóðu yfir og fréttir voru í fjölmiðlum um væntanlega komu Yoko Ono til Íslands. Þegar greinin hafði ekki birst um það leyti sem Yoko var hér seint í febrúar var ítrekuð ósk um birtingu hennar í Fréttablaðinu en þó hefur hún ekki enn birst á þeim vettvangi. Ekki veit ég af hverju Yoko Ono velur friðarsúlu sinni stað í Reykjavík. En vissulega hefur Ísland einhverskonar friðarímynd í augum margra. Þrátt fyrir allt. Þrátt fyrir að Ísland hafi verið í hernaðarbandalagi og hýst herstöðvar í meira en hálfa öld. Þrátt fyrir gagnrýnislitla fylgisspekt Íslands við helsta hernaðarveldi heims, nú síðast sem svokallað „viljugt“ ríki gagnvart Íraksstríðinu. Kannski er það vegna smæðar þjóðarinnar og þess að hún hefur sjálf verið herlaus og vopnlaus um aldaraðir. Hversu miklu sterkari væri þá ekki þessi friðarímynd Íslands ef það væri ekki aðili að hernaðarbandalagi og ef það hýsti ekki herstöð? En nú er lag. Bandarísk stjórnvöld vilja nú draga herlið sitt frá Íslandi. Það er hins vegar mjög hæpið að þau vilji algerlega sleppa hernaðarlegum ítökum sínum hér. Þau vilja eflaust hafa aðgang að Keflavíkurflugvelli fyrir einhvern lágmarksviðbúnað – og til að koma sér þar fyrir aftur ef það hentaði þeim. Og þau vilja auðvitað ekki sleppa Íslandi úr NATO. Í stað þess að suða í Bandaríkjamönnum, eins og utanríkisráðherra og forverar hans hafa verið að gera, væri nær að segja: Fínt, nú skuluð þið pakka saman, en þá viljum við líka að þið farið alveg og hreinsið til eftir ykkur. Og síðan ættum við að ganga úr NATO og lýsa yfir hlutleysi. Þá yrði sett í stjórnarskrána að Ísland yrði herlaust land og segði aldrei öðrum þjóðum stríð á hendur né styddi slíkar aðgerðir annarra ríkja, eins og bæði Samtök herstöðvaandstæðinga og Þjóðarhreyfingin – með lýðræði hafa lagt til við stjórnarskrárnefnd. Loks mundi Alþingi lýsa Ísland kjarnorkuvopnalaust svæði – eða það yrði líka sett í stjórnarskrána – og Íslendingar hefðu frumkvæði að því að Norður-Atlantshafið og í kjölfarið öll Evrópa yrðu lýst kjarnorkuvopnalaus svæði. Þetta gæti komist í gang á fáeinum árum. Og þá væri kannski kominn tími til þess fyrir Íslendinga að sækjast eftir sæti í Öryggisráðinu, enda hefðum við þá öðlast virðingu fyrir frumkvæði í friðarmálum. Og við mundum setja upp friðarannsóknardeild við Háskóla Íslands, alþjóðlega friðarrannsóknarmiðstöð, sem gæti verið staðsett á Suðurnesjum, og það yrði sóst eftir að halda á Íslandi friðarráðstefnur og aðrar ráðstefnur sem varða alþjóðamál. Höfðafundur þeirra Reagans og Gorbatsjovs yrði ekki lengur einsdæmi hér. Og ef við værum beðin um að styðja innrás í eitthvert land mundum við segja: Nei takk, við hvorki kunnum né viljum slíkt, en við getum boðið upp á aðstoð við friðsamlega lausn. Þetta yrði auðvitað miklu glæsilegra ef það yrði sett í samhengi við umhverfismál, en það krefðist þess vitaskuld að við færum að hægja á okkur í virkjana- og álversframkvæmdum. En það er efni í aðra grein. Einar Ólafsson

Færslur

SHA_forsida_top

Det Danske Fredsakademi

Det Danske Fredsakademi

Það er full ástæða til að vekja athygli á danska vefnum Det Danske Fredsakademi. …

SHA_forsida_top

Íslenska friðargæslan?

Íslenska friðargæslan?

Sjá myndbandið The Icelandic Crisis Response Unit

SHA_forsida_top

Þörf á ítarlegri rannsókn á mengun á herstöðvasvæðunum

Þörf á ítarlegri rannsókn á mengun á herstöðvasvæðunum

Í Blaðinu hefur undanfarna daga verið fjallað um mengun af völdum hersins á Suðurnesjum. Margir …

SHA_forsida_top

Hvers vegna?

Hvers vegna?

Í þessari grein, sem birtist í Morgunblaðinu 4. júní 2006, hrekur Vigfús Geirdal staðhæfingar …

SHA_forsida_top

Friðarsinnar eða heimsvaldaandstæðingar?

Friðarsinnar eða heimsvaldaandstæðingar?

eftir Þórarin Hjartarson Vér herstöðvaandstæðingar verðum að ræða grundvöll starfs SHA í breyttu landi …

SHA_forsida_top

Menningarnótt í Friðarhúsi

Menningarnótt í Friðarhúsi

Dagskrá á vegum SHA í Friðarhúsi í tilefni Menningarnætur. Húsið verður opnað kl. 15 og …

SHA_forsida_top

Spennandi dagskrá á Menningarnótt

Spennandi dagskrá á Menningarnótt

Næstkomandi laugardag verður efnt til menningarnætur í Reykjavík. Að því tilefni verður staðið fyrir margvíslegri …

SHA_forsida_top

Þegar vopnahlé er ekki vopnahlé

Þegar vopnahlé er ekki vopnahlé

STOP THE WAR COALITION - NEWSLETTER No. 2006/34 15 August 2006 Ef ályktun Öryggisráðs …

SHA_forsida_top

Miðnefndarfundur SHA

Miðnefndarfundur SHA

Miðnefnd SHA fundar í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

Fundur VIMA

Fundur VIMA

Fundur VIMA í Friðahúsi

SHA_forsida_top

Þá eru þær farnar - hverjum er ekki sama?

Þá eru þær farnar - hverjum er ekki sama?

Stöndum frekar saman - fordómalaus!

SHA_forsida_top

http://fridur.is/libanon/

http://fridur.is/libanon/

Við höfum tekið saman lista yfir efni tengt átökunum í Líbanon sem hefur birst á …

SHA_forsida_top

Minnumst kjarnorkuárásanna á Hirósíma og Nagasakí

Minnumst kjarnorkuárásanna á Hirósíma og Nagasakí

Ræða Ragnars Stefánssonar við kertafleytingu á Akureyri, 9. ágúst, 2006 Þessi grimmdarlega árás endurspeglaði …

SHA_forsida_top

Velheppnaðar kertafleytingar í Reykjavík og á Akureyri

Velheppnaðar kertafleytingar í Reykjavík og á Akureyri

Kertafleytingar fóru fram í gærkvöldi, 9. ágúst, í Reykjavík og á Akureyri í minningu fórnarlamba …

SHA_forsida_top

Lítið samráð við verkalýðshreyfinguna vegna brottfarar hersins - framtíð 360 starfsmanna enn óráðin

Lítið samráð við verkalýðshreyfinguna vegna brottfarar hersins - framtíð 360 starfsmanna enn óráðin

Skv. frétt í Ríkisútvarpinu í dag hefur formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur og nágrennis gagnrýnt …