BREYTA

Friðarsinnar eða heimsvaldaandstæðingar?

peacefist eftir Þórarin Hjartarson Vér herstöðvaandstæðingar verðum að ræða grundvöll starfs SHA í breyttu landi og breyttum heimi. Þarna er margt undir og ég hef hvorki tíma né krafta til að skoða dæmið í heild. En mig langar til að koma inn á einn hluta umræðunnar. Raunar er það hvorki lítið svið né létt. Og vísast telst ég á skjön við aðra orðræðu innan svonefndrar friðarhreyfingar. Mér finnst eins og sjálfnefndir friðarsinnar líti oft svo á að ófriður í sé fyrst og fremst menningarástand eða menningararfleifð (sbr. orðtakið að vera „fastur í kaldastríðshugsun“). Ismi. Ófriðlegt sé nú um stundir af því hvað hernaðarsinnar séu margir. Hernaðarhyggja og ofbeldishyggja séu sjálfstæð fyrirbæri og nærist á einhverjum gömlum, lágum hvötum í mannseðlinu. Andsvarið við því sé að stunda friðaruppeldi og sálfræðilega sókn friðarsinna, t.d. ef nógu margir komi saman og segist vera á móti stríði o.s.frv. Þarna er verið að fást við hernað sem slíkan. Hernað án þess að draga inn hagsmuni stétta, efnahags- og valdablokka. Sríð er bara stríð og ekki greint á milli réttlátra og óréttlátra stríða. Þegar hernaður er skoðaður sem afleiðing af „stríðsmenningu“ verður allur herðnaður jafn illur og rökrétt að fordæma hernað Hizbollah og andspyrnuafla í Írak á sama hátt og innrásarherina. Ég held reyndar ekki að venjulegir herstöðvaandstæðingar setji jafnaðarmerki þarna á milli en það væri samt lógík hinnar hreinu friðarstefnu, passífismans. Þess vegna er spurning mín þessi: Hvort erum við friðarsinnar eða heimsvaldaandstæðingar? Í ræðu sinni í minningu kjarnorkufórnarlamba 9. ágúst sagði Guðrún Margrét Guðmundsdóttir margt skynsamlegt um friðarbaráttu sem baráttu gegn misrétti. Samt kemst hún nálægt því að leita skýringa á ófriði í menningarástandi og hún skilgreinir styrjaldir nútímans sem afsprengi af „stríðsmenningu“ sem þurfi að mæta með „friðarmenningu.“ Birna Þórarinsdóttir lendir þó ansi miklu lengra út í móa þegar hún í „orðræðu um stríð og konur“ hjá Rannsóknarstofu í kvennafræðum fer að skilgreina „kyngervingu hernaðar og hermennsku“ (sjá vefsíðu www2.hi.is/page/RIKK-birnatorarinsd). „Herinn er e.k. micro-cosmos karlmennskunnar. .... Í hernum eru karlmannleg gildi í hávegum höfð, þar verða drengir að mönnum og hver og einn verður að standast sína manndómsraun....“ Síðan fjallar hún um táknfræði vopna og styður sig við rannsóknir Joshua Goldstein: „Goldstein vitnar t.d. í hermann úr Víetnam stríðinu sem sagði að sumum hafi þótt það að ganga með byssu líkt og að vera sífellt með standpínu. Það var hrein kynferðisleg upplifun í hvert sinn sem manni gafst að taka í gikkinn... Svo virðist sem það séu einhver brengluð tengsl á milli þess að þrýsta kynfærum sínum djúpt inn í líkama annars og að þrýsta morðvopninu (t.d. hníf eða byssusting) inn í líkama fórnarlambsins. Þessi samlíking typpis og vopns hefur haldist eftir því sem tækninni hefur fleygt fram frá spjótum til loftskeyta...“ Birna telur mikilvægt að auka hlutdeild kvenna í öryggismálum, stjórnmálum, alþjóðlegri friðargæslu o.s.frv. „...til þess að minnka þessa kynferðislegu vídd átaka og þá vonandi að minnka átökin sjálf.“ Fyrirgefið mér en þetta er í sannleika skilningshamlandi umræða. Ég frábið mér að taka þátt í henni. Spyrja mætti þó hvort framganga hinnar bandarísku frú Condi Rice í Líbanonstríðinu nýverið og kaldranalegt „cowgirl diplomacy“ hennar beri að skýra sem afleiðingu af of mikilli „stríðsmenningu“ í bandarísku þjóðarsálinni eða „kyngerfingu hernaðarins.“ Orsakasamhengi hernaðar nútildags er oftast fremur einfalt. Arðránskerfi nútímans er heimskapítalisminn og heimsvaldastefna hans. Stærstu arðránsblokkirnar eru þríeykið Bandaríkin, Vestur-Evrópa og Japan. Ein þeirra, Bandaríkin, hefur algera yfirburði hernaðarlega og vinnur skítverkin og sendir félögum sínum reglulega reikninga fyrir herkostnaði. Menn reyna að flækja málin með tali um „átök milli menningarheima“, „trúarbragðastríð“ og nú síðast „stríð gegn hryðjuverkum“. Ef skoðuð er á korti dreifing 570 bandarískra herstöðva utan eigin lands sést að þær liggja fast upp að ríkustu olíusvæðunum og olíuflutningaleiðum heims. Heimkapítalisminn er enn knúinn olíu. Heimskapítalisminn sýnist ógnvænlegur en hann er samt hnignandi og hefur minna að bjóða þjóðum heimsins en áður. Svo er komið að hann getur ekki stjórnað og tryggt arðrán sitt nema með beinum íhlutunum, hernámi og stórauknu hernaðarofbeldi. Frá tíma Reagans og Thatchers og enn frekar frá því um 2000 hafa nýhægrimenn frjálshyggjunnar freistað stórsóknar á heimsvísu og nú einkum undir merkjum „stríðs gegn hryðjuverkum“. En þeim gengur ekki vel í stríðinu. Þeir skara æ meiri glóðum elds að höfði sér. En meðan heimsvaldastefnan lifir munu stríðin halda áfram Það er ákveðin kaldhæðni í því að þetta gerist meðan verkalýðshreyfing og byltingarsinnuð hreyfing á kjarnsvæðum heimsvaldastefnunnar er í mikilli lægð. Það er helst að þeir andheimsvaldasinnar sem ekki hafa verið keyptir til að þegja komi saman og syngi sálma um frið. Ég er hlynntur slíkur sálmum og syng þá stundum sjálfur, berandi kerti, en sálmarnir duga of skammt (enda rek ég upp heróp inn á milli). Brennipunktur baráttunnar gegn heimsvaldastefnunni er nú í Austurlöndum nær, Afghanistan, Írak, Íran, Palestínu, Líbanon. Það sjá þeir sem vilja sjá. Ofbeldi og yfirgangur elur af sér andstöðu. Það er mennskt, eðlilegt og heilbrigt, en ekki af því fólkið hafi sýkst af stríðsmenningu eða ofbeldishneigð. Það er líka auðséð að hugmyndafræði viðnámsins gegn heimsvaldastefnunni er nú ekki sósíalismi og hefðbundinn vinstrimennska sem við þekkjum heldur oftast einhverjar tegundir af íslamisma. Og íslamisminn er beinn drifkraftur í baráttunni. Ég hef trú á því að róttækur íslamismi muni þróast yfir í meiri andkapítalisma og tel að hann sé að því nú þegar. En aðalatriðið er að þetta er nú brennipunkturinn í baráttu alþýðu heimsins og hana ber að styðja á hennar eigin forsendum. Kaninn rést inn í Afghanistan. Þjóðfrelsisöflin drógu sig þá í hlé í bili en koma aftur fram með sívaxandi þunga eins og tilfellið var í innrásum Breta í landið fyrir 100 árum og innrás Sovétmanna síðar. Það sama er uppi á teningnum í Írak. Innrásaröflin mæta æ meiri andstöðu og freista þess nú að breyta því stríði í borgarastríð og skipta síðan upp landinu, deila og drottna – og hefur orðið nokkuð ágengt í bili. Miklu ver gekk þeim að þessu leyti í Líbanon þar sem innrásin hefur sameinað þjóðina. Við óttuðumst að Ísraelsher og bandarískir bakmenn og kostunaraðilar hans gætu rétt einu sinni vaðið fram, barið fólkið ærlega til hlýðni og skipað málunum eftir sínu höfði. En þeim tókst það bara ekki, þökk sé Hizbollah. Og nú ber alþýða Arabalanda höfðuðið hærra en áður. Kostnaðurinn er mikill í eyðingu og dauða, en viðnámið borgar sig samt miðað við það að þurfa um alla framtíð að standa frammi fyrir yfirganginum, valdalaus, magnlaus, réttlaus. Sigur Hizbollah var afar mikilvægur. Staðan er breytt, bæði í Líbanon og Palestínu og öllum Arabalöndum. Staðreyndin er líka sú að sístækkandi hluti mannkyns mun verða eyðingu stríðsins að bráð nema því fólki fjölgi sem snýr stríði yfirgangsins yfir í frelsisstríð. Slæmt gengi yfirgangsaflanna í Afghanistan, Írak og Líbanon mun tefja innrásina í Íran. Sigur Hizbollah tafði þá innrás meira en allir þeir sálmar sem sungnir hafa verið af friðasinnum í Evrópu í áratug. Íslensk alþýða er að mestu laus við hernaðarrómantík. Það er ekki vandamál. En hún veit of lítið um heimsvaldastefnu. SHA mega ekki með neinu móti draga úr baráttu gegn heimsvaldastefnu þótt hernaðarlegt mikilvægi Íslands minnki. Sú barátta er marghliða: pólitísk barátta gegn alheimsvæðingu auðhringanna, framrás heimsvaldaafla í líki fríverslunar hjá WTO eða ESB, barátta gegn landsölumönnum stóriðjustefnunnar. Barátta gegn rasisma sömuleiðis. Og auðvitað gegn veru Íslands í stríðsliðinu. En ekki síst er mikilvægur stuðningur okkar við þá hernaðarlegu baráttu sem alþýða æ fleiri landa heyr gegn heimsvaldastefnunni. Þar er framvarðarsveitin. Lítur enginn þetta svipuðum augum og ég? Mynd: globalcalliraq.org

Færslur

SHA_forsida_top

Friðarganga á Ísafirði

Friðarganga á Ísafirði

Safnast verður saman við Ísafjarðarkirkju kl. 17:45 og gengið niður á Silfurtorg þar sem haldin …

SHA_forsida_top

Til umhugsunar: kaup handa börnum fyrir jól

Til umhugsunar: kaup handa börnum fyrir jól

Menningar- og friðarsamtökin MFÍK hafa sent frá sér eftirfarandi áskorun sem okkur finnst ástæða …

SHA_forsida_top

Friðargöngur á Þorláksmessu

Friðargöngur á Þorláksmessu

Reykjavík: Lagt af stað frá Hlemmi stundvíslega kl. 18. Hamrahlíðarkórinn og kór Menntaskólans við …

SHA_forsida_top

Friðarganga á Akureyri - réttur tími

Friðarganga á Akureyri - réttur tími

Ranghermt var í frétt hér á Friðarvefnum að Þorláksgangan á Akureyri hæfist kl. 22. Hið …

SHA_forsida_top

Friðarganga á Akureyri

Friðarganga á Akureyri

Friðargangan á Akureyri leggur af stað Menntaskólanum klukkan 20. Göngunni lýkur með fundi þar sem …

SHA_forsida_top

Friðarganga á Ísafirði

Friðarganga á Ísafirði

Friðarganga verður að venju á Ísafirði á Þorláksmessu. Gangan hefst kl. 18, líkt og í …

SHA_forsida_top

Jólagjöf friðarsinnans

Jólagjöf friðarsinnans

Friðarsinnar eru upp til hópa nægjusamt fólk sem ekki gengur svo glatt græðginni og lífsgæðakapphlaupinu …

SHA_forsida_top

Friðargöngur á Þorláksmessu

Friðargöngur á Þorláksmessu

Efnt verður til þriggja friðarganga á Þorláksmessu í ár, í Reykjavík, á Ísafirði og …

SHA_forsida_top

Fjölmenni á málsverði

Fjölmenni á málsverði

Frábær mæting var á fjáröflunarmálsverð Friðarhúss á föstudagskvöld, en um fimmtíu manns mættu og gæddu …

SHA_forsida_top

Undirbúningur Þorláksmessugöngu

Undirbúningur Þorláksmessugöngu

Samstarfshópur friðarhreyfinga fundar í Friðarhúsi um undirbúning friðargöngu á Þorláksmessu. Fundurinn hefst kl. 20 og …

SHA_forsida_top

Friðarpípan – spurningakeppni SHA

Friðarpípan – spurningakeppni SHA

Friðarpípan, reyklaus spurningakeppni, verður haldin laugardaginn 17. desember í Friðarhúsi. Keppt verður eftir hefðbundnu pöbb-kviss …

SHA_forsida_top

Fjáröflunarmálsverður í Friðarhúsi

Fjáröflunarmálsverður í Friðarhúsi

Fjáröflunarmálsverður til styrktar Friðarhúsi verður haldinn að kvöldi föstudagsins 16. desember og hefst kl. 19. …

SHA_forsida_top

Krásir

Krásir

Föstudagskvöldið 16. desember verður efnt til fjáröflunarmálsverðar í Friðarhúsi, þar sem friðarsinnar geta kýlt vömbina …

SHA_forsida_top

Áhrifamikil ræða Nóbelsverðlaunahafans Harold Pinter

Áhrifamikil ræða Nóbelsverðlaunahafans Harold Pinter

Það var friðasinnnum sérstakt ánægjuefni að Nóbelsverðlaunin voru þetta árið veitt breska leikritaskáldinu Harold Pinter. …

SHA_forsida_top

Fundað í framhaldsskólum

Fundað í framhaldsskólum

Undirbúningsfundur fyrir skólaheimsóknir SHA á vorönn, m.a. rætt um endurskoðun Skóla-Dagfara frá árinu 1999. Hefst …