BREYTA

Friðarsinninn Milan Rai aftur í fangelsi

Naming The Dead cover web2 Vinur okkar, Milan Rai, hefur nú verið fangelsaður í annað sinn á tveimur árum. Milan Rai er breskur friðar- og umhverfissinni, rithöfundur og blaðamaður. Hann heimsótti okkur ásamt eiginkonu sinni, listakonunni Emily Jones, sumarið 2004. Rai flutti erindi um Íraksstríð og saman héldu þau tvö námskeið í borgaralegri óhlýðni. Það er einmitt þessi borgaralega óhlýðni sem hefur nú í annað sinn á tveimur árum kostað hann fangelsisvist. En afbrot hans er kannski ekki verulega alvarleg þegar á allt er litið. milanrai7 7 Milan Rai var dæmdur ásamt Maya Anne Evans fyrir að skipuleggja mótmælaaðgerðir innan eins kílómetra frá þinginu, en það er bannað að lögum. Þau voru dæmd til sektar sem þau neituðu að greiða og urðu því að sæta fangavist. Milan Rai er forystumaður í friðarsamtökunum Justice Not Vengeance. Hann hefur skrifað nokkrar bækur, Chomsky's Politics (Verso, 1995), War Plan Iraq (Verso, 2002), Regime Unchanged (Pluto, 2003) and 7/7: The London Bombings, Islam and the Iraq War (Pluto, 2006) og er ritstjóri Peace News. Emilyjones Eftir fangavistina haustið 2005 skrifaði Maya Anne Evans í samvinnu við Milan Rai bókina Naming The Dead - A Serious Crime. Vorið 2006 ferðaðist Emily Jones um Íran. Afrakstur þeirrar ferðar voru myndir sem hún gerði og hafa nú birst á bók Drawing Paradise on the 'Axis of Evil' ásamt ritgerðum eftir Milan Rai.

Færslur

SHA_forsida_top

Blóðugt ár í Írak

Blóðugt ár í Írak

Árið 2013 reyndist eitt það blóðugasta í Írak frá innrásinni í landið fyrir áratug síðan. …

SHA_forsida_top

29. mars og 5. apríl 2003 - Mótmæli við Stjórnarráðið

29. mars og 5. apríl 2003 - Mótmæli við Stjórnarráðið

Höfundur ljósmynda: Óli Gneisti Sóleyjarson This work is licensed under a Creative Commons Attribution-NonCommercial …

SHA_forsida_top

Óli Gneisti

Óli Gneisti

SHA_forsida_top

Ljósmyndir

Ljósmyndir

SHA_forsida_top

Austurvöllur eftir óeirðirnar 30. mars 1949 (Þjóðskjalasafn Íslands)

Austurvöllur eftir óeirðirnar 30. mars 1949 (Þjóðskjalasafn Íslands)

SHA_forsida_top

Friðarganga á Þorláksmessu

Friðarganga á Þorláksmessu

Á Þorláksmessu árið 1980 stóðu Samtök herstöðvaandstæðinga, Menningar- og friðarsamtök íslenskra kvenna (MFÍK) og ýmsar …

SHA_forsida_top

Gengið til friðar í þrjátíu og fimm ár

Gengið til friðar í þrjátíu og fimm ár

Íslenskir friðarsinnar hafa efnt til friðargöngu niður Laugaveginn á Þorláksmessu undanfarin þrjátíu og fimm ár. …

SHA_forsida_top

Shortcode Generator

Shortcode Generator

Nectar Shortcodes Come In a Visually Intuitive Generator This allows you to create …

SHA_forsida_top

Intuitive Options Panel

Intuitive Options Panel

The Control You Desire, All Available At Your Fingertips Experience our user …

SHA_forsida_top

HD Video Series

HD Video Series

Videos Get Posted For Every Major Release Stop feeling overwhelmed by long text …

SHA_forsida_top

Ályktun frá landsfundi

Ályktun frá landsfundi

Landsfundur SHA var haldinn um liðna helgi. Lögum félagsins var breytt á fundinum og verða …

SHA_forsida_top

Fullveldisfögnuður í Friðarhúsi

Fullveldisfögnuður í Friðarhúsi

Föstudagskvöldið 29. nóvember verður fjáröflunarmálsverður Friðarhúss haldinn, glæsilegur að vanda. Guðrún Bóasdóttir (Systa) sér um …

SHA_forsida_top

Nató-kostnaður í fjölmiðlum

Nató-kostnaður í fjölmiðlum

Dagfari, tímarit Samtaka hernaðarandstæðinga er komið út og hefur verið sent félagsmönnum í SHA. Meðal …

SHA_forsida_top

Landsfundur SHA, laugardaginn 23. nóvember

Landsfundur SHA, laugardaginn 23. nóvember

Landsfundur Samtaka hernaðarandstæðinga verður haldinn laugardaginn 23. nóvember n.k. í Friðarhúsi. Fundurinn hefst kl. 11 …

SHA_forsida_top

Njósnir og uppljóstranir! - SHA og MFÍK funda

Njósnir og uppljóstranir! - SHA og MFÍK funda

Sameiginlegur félagsfundur MFÍK og Samtaka hernaðarandstæðinga verður haldinn í Friðarhúsi, Njálsgötu 87, miðvikudagskvöldið 13. nóvember …