BREYTA

Friðarsinninn Milan Rai aftur í fangelsi

Naming The Dead cover web2 Vinur okkar, Milan Rai, hefur nú verið fangelsaður í annað sinn á tveimur árum. Milan Rai er breskur friðar- og umhverfissinni, rithöfundur og blaðamaður. Hann heimsótti okkur ásamt eiginkonu sinni, listakonunni Emily Jones, sumarið 2004. Rai flutti erindi um Íraksstríð og saman héldu þau tvö námskeið í borgaralegri óhlýðni. Það er einmitt þessi borgaralega óhlýðni sem hefur nú í annað sinn á tveimur árum kostað hann fangelsisvist. En afbrot hans er kannski ekki verulega alvarleg þegar á allt er litið. milanrai7 7 Milan Rai var dæmdur ásamt Maya Anne Evans fyrir að skipuleggja mótmælaaðgerðir innan eins kílómetra frá þinginu, en það er bannað að lögum. Þau voru dæmd til sektar sem þau neituðu að greiða og urðu því að sæta fangavist. Milan Rai er forystumaður í friðarsamtökunum Justice Not Vengeance. Hann hefur skrifað nokkrar bækur, Chomsky's Politics (Verso, 1995), War Plan Iraq (Verso, 2002), Regime Unchanged (Pluto, 2003) and 7/7: The London Bombings, Islam and the Iraq War (Pluto, 2006) og er ritstjóri Peace News. Emilyjones Eftir fangavistina haustið 2005 skrifaði Maya Anne Evans í samvinnu við Milan Rai bókina Naming The Dead - A Serious Crime. Vorið 2006 ferðaðist Emily Jones um Íran. Afrakstur þeirrar ferðar voru myndir sem hún gerði og hafa nú birst á bók Drawing Paradise on the 'Axis of Evil' ásamt ritgerðum eftir Milan Rai.

Færslur

SHA_forsida_top

HM í Friðarhúsi

HM í Friðarhúsi

Fjórðungsúrslit

SHA_forsida_top

Hver er George Bush eldri?

Hver er George Bush eldri?

Fram hefur komið í fréttum að George Bush, fyrrum Bandaríkjaforseti, sé væntanlegur hingað til Íslands …

SHA_forsida_top

Miðnefndarfundur SHA

Miðnefndarfundur SHA

Miðnefnd SHA fundar í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

Ályktun frá SHA vegna rússneskra flotaæfinga

Ályktun frá SHA vegna rússneskra flotaæfinga

Miðnefnd Samtaka herstöðvaandstæðinga gagnrýnir harðlega boðaðar æfingar rússneskra herskipa í grennd við Ísland sem sagt …

SHA_forsida_top

HM í Friðarhúsi

HM í Friðarhúsi

16-liða úrslit England : Ekvador Portúgal : Holland

SHA_forsida_top

HM í Friðarhúsi

HM í Friðarhúsi

16-liða úrslit Ítalía : Ástralía Úkraína : Sviss

SHA_forsida_top

HM í Friðarhúsi

HM í Friðarhúsi

16-liða úrslit Brasilía : Ghana Spánn : Frakkland

SHA_forsida_top

HM í Friðarhúsi

HM í Friðarhúsi

16-liða úrslit Þýskaland : Svíþjóð Argentína : Mexíkó

SHA_forsida_top

HM í Friðarhúsi

HM í Friðarhúsi

Úrslitaleikur

SHA_forsida_top

Leikar æsast á HM

Leikar æsast á HM

Nú hefur verið sett upp stærra og betra sýningartjald í Friðarhúsi og eru því aðstæður …

SHA_forsida_top

Afsalsgleði SHA

Afsalsgleði SHA

SHA fagnar því að gengið hafi verið frá afsali vegna kaupa á Friðarhúsi. Allir velkomnir.

SHA_forsida_top

Meirihluti þjóðarinnar vill uppsögn herstöðvasamningsins

Meirihluti þjóðarinnar vill uppsögn herstöðvasamningsins

Samkvæmt nýrri skoðankönnun Gallup er meirihluti þjóðarinnar hlynntur uppsögn herstöðvasamningsins. Skv. könnuninni eru 53,9 mjög …

SHA_forsida_top

Halldór Ásgrímsson, Írak, Diego Garcia og Keflavík

Halldór Ásgrímsson, Írak, Diego Garcia og Keflavík

Írak Í Speglinum, fréttaskýringaþætti Ríkisútvarpsins, í dag 15. ágúst, var viðtal við Halldór Ásgrímsson. …

SHA_forsida_top

Stóráfanga fagnað

Stóráfanga fagnað

Langþráður draumur herstöðvaandstæðinga rætist í þessari viku, þegar endanlega verður gengið frá kaupum á Friðarhúsinu. …

SHA_forsida_top

Sjálfvígsárásir alvarlegasta ógnin?

Sjálfvígsárásir alvarlegasta ógnin?

Bréf til Fréttastofu RÚV Í frétt, sem birtist á vefsíðu RÚV í dag (13. júní …