BREYTA

Friðarsinninn Milan Rai aftur í fangelsi

Naming The Dead cover web2 Vinur okkar, Milan Rai, hefur nú verið fangelsaður í annað sinn á tveimur árum. Milan Rai er breskur friðar- og umhverfissinni, rithöfundur og blaðamaður. Hann heimsótti okkur ásamt eiginkonu sinni, listakonunni Emily Jones, sumarið 2004. Rai flutti erindi um Íraksstríð og saman héldu þau tvö námskeið í borgaralegri óhlýðni. Það er einmitt þessi borgaralega óhlýðni sem hefur nú í annað sinn á tveimur árum kostað hann fangelsisvist. En afbrot hans er kannski ekki verulega alvarleg þegar á allt er litið. milanrai7 7 Milan Rai var dæmdur ásamt Maya Anne Evans fyrir að skipuleggja mótmælaaðgerðir innan eins kílómetra frá þinginu, en það er bannað að lögum. Þau voru dæmd til sektar sem þau neituðu að greiða og urðu því að sæta fangavist. Milan Rai er forystumaður í friðarsamtökunum Justice Not Vengeance. Hann hefur skrifað nokkrar bækur, Chomsky's Politics (Verso, 1995), War Plan Iraq (Verso, 2002), Regime Unchanged (Pluto, 2003) and 7/7: The London Bombings, Islam and the Iraq War (Pluto, 2006) og er ritstjóri Peace News. Emilyjones Eftir fangavistina haustið 2005 skrifaði Maya Anne Evans í samvinnu við Milan Rai bókina Naming The Dead - A Serious Crime. Vorið 2006 ferðaðist Emily Jones um Íran. Afrakstur þeirrar ferðar voru myndir sem hún gerði og hafa nú birst á bók Drawing Paradise on the 'Axis of Evil' ásamt ritgerðum eftir Milan Rai.

Færslur

SHA_forsida_top

35 þúsund manns mótmæla Futenma-herstöðinni á Okinawa

35 þúsund manns mótmæla Futenma-herstöðinni á Okinawa

Nú munu vera um 50 þúsund hermenn í bandarískum herstöðvum í Japan. Flestir þeirra eru …

SHA_forsida_top

Menningardagskrá

Menningardagskrá

Á sunnudaginn kl. 14 er hluthöfum í Friðarhúsi og öðrum velunnurum þess boðið í heimsókn …

SHA_forsida_top

Menningardagskrá sunnudag

Menningardagskrá sunnudag

Á sunnudaginn kl. 14 er hluthöfum í Friðarhúsi og öðrum velunnurum þess boðið í heimsókn …

SHA_forsida_top

8. mars: Þróunaraðstoð – í þágu hverra?

8. mars: Þróunaraðstoð – í þágu hverra?

Alþjóðlegur baráttudagur kvenna fyrir friði og jafnrétti. Opinn fundur miðvikudaginn 8.mars 2006 kl.17 í …

SHA_forsida_top

30. mars-samkoma SHA

30. mars-samkoma SHA

Samkoma í Friðarhúsi í skugga minningarinnar um NATO-inngönguna 1949.

SHA_forsida_top

Mótmælaaðgerðir gegn Íraksstríðinu á Ingólfstorgi í Reykjavík 18. mars

Mótmælaaðgerðir gegn Íraksstríðinu á Ingólfstorgi í Reykjavík 18. mars

18. mars: Stöðvum stríðið í Írak! Alþjóðlegar mótmælaaðgerðir verða helgina 18.-19. mars í tilefni …

SHA_forsida_top

Friðarmiðstöðin Ísland

Friðarmiðstöðin Ísland

Þessi grein var send Fréttablaðinu til birtingar í byrjun febrúar þegar viðræður um framtíð …

SHA_forsida_top

Undirbúningsfundur v. 18. mars

Undirbúningsfundur v. 18. mars

Aðgerðir gegn Íraksstríði 18. mars n.k. undirbúnar í Friðarhúsi. Allir velkomnir.

SHA_forsida_top

Undirbúningur fyrir 18. mars, alþjóðlegan mótmæladag gegn stríðinu í Írak

Undirbúningur fyrir 18. mars, alþjóðlegan mótmæladag gegn stríðinu í Írak

Opinn fundur í Friðarhúsinu miðvikudag 1. mars kl. 20 Á miðvikudagskvöldið kl. 20 verður …

SHA_forsida_top

Kjarnorkuvopnavandinn snýst ekki um Íran

Kjarnorkuvopnavandinn snýst ekki um Íran

Þessi grein birtist í Fréttablaðinu laugardaginn 25. febrúar 2006 Viðleitni Íransstjórnar til að auðga …

SHA_forsida_top

Troðfullt Friðarhús

Troðfullt Friðarhús

Óhætt er að segja að fjáröflunarmatarboðið í Friðarhúsi á Safnanótt hafi tekist framar vonum. Meira …

SHA_forsida_top

Samfylkingin: Ekki verði hægt að lýsa yfir stuðningi við stríð án samþykkis Alþingis

Samfylkingin: Ekki verði hægt að lýsa yfir stuðningi við stríð án samþykkis Alþingis

Á haustþingi, þann 11. október, lagði þingflokkur Samfylkingarinnar fram frumvarp til stjórnskipunarlaga um breytingu á …

SHA_forsida_top

Evrópska samfélagsþingið – European Social Forum – í Aþenu 4.-7. maí

Evrópska samfélagsþingið – European Social Forum – í Aþenu 4.-7. maí

Það eru víst flestir Íslendingar með það á hreinu hvað gerist í Aþenu 20. maí …

SHA_forsida_top

Undirbúningsfundur v. 8. mars

Undirbúningsfundur v. 8. mars

Undirbúningsfundur MFÍK vegna 8. mars í Friðarhúsi. Allir velkomnir.

SHA_forsida_top

Stjórnarfundur Friðarhúss SHA ehf.

Stjórnarfundur Friðarhúss SHA ehf.

Stjórn Friðarhúss fundar.