BREYTA

Friðarsúla eða níðstöng?

eftir Sverri Jakobsson Eftirfarandi grein birtist í Fréttablaðinu 20. október 2007 Í þessum mánuði eru liðin sex ár frá innrás Bandaríkjanna í Afganistan og upphafi stríðsátaka sem nú hafa staðið lengur en heimsstyrjöldin síðari. Í raun hefur ekki ríkt friður í Afganistan frá innrás Sovétmanna árið 1979. Afleiðingar stríðsins eru þær að lífsskilyrði fólks eru hvergi verri um víða veröld heldur en í Afganistan. Stór hluti þjóðarinnar býr við hungurmörk og væri ástandið eflaust verra ef ekki væri fyrir ópíumframleiðsluna sem hefur margfaldast frá því að Afganistan var hernumið fyrir sex árum - þvert á yfirlýst markmið hernámsliðsins. Markmið stríðsins voru að uppræta hryðjuverkahópa sem kölluðu sig al-Qaida og handsama leiðtoga þeirra, Osama bin Laden. Það hefur ekki tekist. Þvert á móti hafa hryðjuverk, eins og þau eru skilgreind af Bandaríkjastjórn, margfaldast frá því að þetta stríð hófst. Osama bin Laden leikur enn lausum hala og hryðjuverkahópar sem aðhyllast svipaða hugmyndafræði hafa sprottið upp víða. Þeir voru aldrei sérstaklega háðir „þjálfunarbúðum" í Afganistan, enda fá þeir mun meiri þjálfun í því að berjast við NATO-herinn þar og bandaríska hernámsliðið í Írak. Annað markmið stríðsins var að uppræta bókstafstrúarhreyfingu talíbana. Það hefur ekki tekist heldur koma reglulega fréttir af bardögum hernámsliðsins við talíbana. Mannfall í röðum óbreyttra borgara er meira en nokkru sinni fyrr og sprengjuárásir NATO eiga þar drjúgan þátt. Hreyfing talíbana hefur þar að auki unnið ný lönd því að í vesturhluta Pakistan hafa nú risið upp hópar sem kalla sig talíbana, en lítið bar á slíkum hópum fyrir 2001. Íslensk stjórnvöld haldin blindu Spunameistarar stríðsins hafa haldið því fram að meðal jákvæðra afleiðinga þess sé að núna ríki lýðræði í Afganistan. En þær kosningar voru ekki eðlis­ólíkar kosningum sem haldnar voru af leppstjórn Sovétríkjanna á 9. áratugnum án þess að hljóta viðurkenningu alþjóðasamfélagsins. En ef við lítum samt sem áður á stjórnina í Kabúl sem lýðræðisstjórn þá verðum við jafnframt að horfast í augu við að trúverðugleika hennar er einkum ógnað af hernámsliðinu. Ríkisstjórn Afganistans hefur enga stjórn á framferði þess og mótmæli hennar gegn drápum NATO á óbreyttum borgurum eru hunsuð. Þingið í Afganistan hefur engin áhrif á störf hernaðarbandalagins ólíkt þjóðþingum í frjálsum löndum. Sex ára árangurslaus hernaður í fjarlægu landi með hörmulegum afleiðingum fyrir fólkið sem þar býr hlýtur að vera tilefni til gagnrýninnar umræðu um það hvert stefnir. Reglulega heyrast hrakspár um að erlent herlið gæti orðið í Afganistan áratugum saman og er vart hugsandi til þess hvílík ógæfa það gæti orðið fyrir langhrjáða þjóð. Því miður virðist afstaða íslenskra stjórnvalda til gangs mála í Afganistan einkennast af nokkri blindu á ástandið. Stuðningur við stríðsreksturinn hefur verið skilgreindur sem eitt af forgangsverkefnum nýrrar ríkisstjórnar í utanríkismálum, en ráðamenn tala jafnframt eins og að stríðinu sé lokið og hafa fengið því framgengt að hernaður NATO í Afganistan er kallaður „uppbygging" í íslenskum fjölmiðlum. Sjálfsblekking er ekki sérstaklega góð forsenda stjórnarstefnu og íslensk stjórnvöld verða fyrr eða síðar að vakna og byrja að taka mið af veruleikanum. Ekki verður séð hvaða ávinningur felst í því að draga það á langinn. Stríðssinnar hylla friðarsúlu Það er ekkert annað en sjálfsblekking að kalla stríðsrekstur uppbyggingu. Þess konar orwellsk orðræða smitar líka út frá sér. Þannig mættu íslenskir stuðningsmenn stríðsins í Afganistan prúðbúnir út í Viðey á dögunum til að vígja staur nokkurn sem kallast friðarsúla og er víst gjöf til Íslendinga frá fjöllistakonunni Yoko Ono. Einu sinni vildu Íslendingar helst aldrei taka þátt í stríðum. En núna eru þeir komnir á bragðið og undanfarinn áratug hefur ekki verið blásið í herlúðra án þess að ráðamenn Íslands séu komnir í fremstu víglínu til að bjóða fram aðstoð sína. Þeir eru búnir að breyta tungumálinu þannig að stríð heitir núna uppbygging og til að kóróna smekkleysuna þá var haldin merkingarlaus broddborgarasamkoma úti í Viðey við lok NATO-þings í Reykjavík þar sem ráðamenn þjóðarinnar mættu ferskir frá því að fagna hernaðinum í Afganistan og hylla nú frið í heiminum. Við Íslendingar getum lagt okkar af mörkum til friðar í heiminum. Það getum við gert með því að hætta stuðningi okkar við stríð í Afganistan og þátttöku í hernaðarbandalaginu NATO. Annars er hætt við því að friðarsúlan sem við höfum reist til hylla okkur sjálf reynist ekki annað en níðstöng. Við Íslendingar getum lagt okkar af mörkum til friðar í heiminum. Það getum við gert með því að hætta stuðningi okkar við stríð í Afganistan og þátttöku í hernaðarbandalaginu NATO. Annars er hætt við því að friðarsúlan sem við höfum reist til hylla okkur sjálf reynist ekki annað en níðstöng.

Færslur

SHA_forsida_top

HM í Friðarhúsi

HM í Friðarhúsi

Fjórðungsúrslit

SHA_forsida_top

Hver er George Bush eldri?

Hver er George Bush eldri?

Fram hefur komið í fréttum að George Bush, fyrrum Bandaríkjaforseti, sé væntanlegur hingað til Íslands …

SHA_forsida_top

Miðnefndarfundur SHA

Miðnefndarfundur SHA

Miðnefnd SHA fundar í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

Ályktun frá SHA vegna rússneskra flotaæfinga

Ályktun frá SHA vegna rússneskra flotaæfinga

Miðnefnd Samtaka herstöðvaandstæðinga gagnrýnir harðlega boðaðar æfingar rússneskra herskipa í grennd við Ísland sem sagt …

SHA_forsida_top

HM í Friðarhúsi

HM í Friðarhúsi

16-liða úrslit England : Ekvador Portúgal : Holland

SHA_forsida_top

HM í Friðarhúsi

HM í Friðarhúsi

16-liða úrslit Ítalía : Ástralía Úkraína : Sviss

SHA_forsida_top

HM í Friðarhúsi

HM í Friðarhúsi

16-liða úrslit Brasilía : Ghana Spánn : Frakkland

SHA_forsida_top

HM í Friðarhúsi

HM í Friðarhúsi

16-liða úrslit Þýskaland : Svíþjóð Argentína : Mexíkó

SHA_forsida_top

HM í Friðarhúsi

HM í Friðarhúsi

Úrslitaleikur

SHA_forsida_top

Leikar æsast á HM

Leikar æsast á HM

Nú hefur verið sett upp stærra og betra sýningartjald í Friðarhúsi og eru því aðstæður …

SHA_forsida_top

Afsalsgleði SHA

Afsalsgleði SHA

SHA fagnar því að gengið hafi verið frá afsali vegna kaupa á Friðarhúsi. Allir velkomnir.

SHA_forsida_top

Meirihluti þjóðarinnar vill uppsögn herstöðvasamningsins

Meirihluti þjóðarinnar vill uppsögn herstöðvasamningsins

Samkvæmt nýrri skoðankönnun Gallup er meirihluti þjóðarinnar hlynntur uppsögn herstöðvasamningsins. Skv. könnuninni eru 53,9 mjög …

SHA_forsida_top

Halldór Ásgrímsson, Írak, Diego Garcia og Keflavík

Halldór Ásgrímsson, Írak, Diego Garcia og Keflavík

Írak Í Speglinum, fréttaskýringaþætti Ríkisútvarpsins, í dag 15. ágúst, var viðtal við Halldór Ásgrímsson. …

SHA_forsida_top

Stóráfanga fagnað

Stóráfanga fagnað

Langþráður draumur herstöðvaandstæðinga rætist í þessari viku, þegar endanlega verður gengið frá kaupum á Friðarhúsinu. …

SHA_forsida_top

Sjálfvígsárásir alvarlegasta ógnin?

Sjálfvígsárásir alvarlegasta ógnin?

Bréf til Fréttastofu RÚV Í frétt, sem birtist á vefsíðu RÚV í dag (13. júní …