BREYTA

Friðarverðlaun Nóbels 2007 – meiri háttar mistök

Eftir að tilkynnt var 12. október hverjir fengju friðarverðlaun Nóbels 2007 sendi Jan Øberg, framkvæmdarstjóri friðarstofnunarinnar Transnational Foundation for Peace and Future Research í Lundi í Svíþjóð, frá sér eftirfarandi yfirlýsingu, sem hér er birt með góðfúslegu leyfi hans. Friðarverðlaun Nóbels 2007 – sérstaklega hlutur Al Gores – ber vott um tækifærisstefnu og mun óhjákvæmilega draga úr trúverðuleika verðlaunanna. Alfreð Nóbel skrifaði í erfðaskrá sína að friðarverðlaunin skyldu veitt „þeim sem mest hafa lagt fram til að skapa bræðralag milli þjóða, uppræta eða draga úr þeim herafla sem fyrir hendi er og halda eða hvetja til friðarþinga“ (den som har verkat mest eller best för folkens förbrödrande och afskaffande eller minskning af stående armeer samt bildande och spridande af fredskongresser). Án þess að draga úr mikilvægi hlýnunar jarðar eða verka þeirra sem nú hljóta verðlaunin – ,,Milliríkjanefndar um loftslagsbreytingar“ (Intergovernmental Panel on Climate Changes -IPCC) og Al Gores – þá er það í hæsta máta umdeilanlegt hvort þeir verðskulda FRIÐARverðlaun – jafnvel þótt það sé túlkað út frá núverandi aðstæðum en ekki aðstæðum ársins 1895 þegar Nóbel lagði fram sína hugsjón. Hugmyndin um frið og skilgreining friðar ætti raunar að vera víð. En hvorugur verðlaunahafanna hefur lagt fram meira í þeim efnum en þúsundir einstaklinga og samtaka sem hafa helgað líf sitt baráttu gegn hernaðarstefnu, kjarnorkustefnu, styrjöldum, ofbeldi eða fyrir friði, umburðarlyndi, sáttum og samlyndi – þeim grundvallargildum sem eru forsendur friðarverðlauna Nóbels. Það er líka leitt til þess að vita veita að verðlaunin eru veitt fyrir verk sem tengjast stjórnvöldum og fela í því í sér þau skilaboð að það séu stjórnvöld frekar en fólkið sjálft sem skapa frið. Sérstaklega verður að líta til þess að sem varaforseti Bills Clintons kom Al Gore aldrei fram sem friðflytjandi. Ríkisstjórn Clintons og Gores rak stefnu sem miðaði að hernaðaruppbyggingu og myndun hernðarbandalaga allt í kringum Rússland – og glataði stærsta tækifæri sögunnar til nýrrar heimsskipunar. Þvert á alþjóðleg lög og án umboðs Sameinuðu þjóðanna stóðu þeir fyrir loftárásum á Serbíu og Kósovó, ákvörðun sem byggðist á ófullnægjandi skilningi á Júgóslavíu og fullyrðingum um þjóðarhreinsanir, nokkuð sem hefur stuðlað að hörmulegu ástandi núna í Kósovó (sem hugsanlegt er að sjóði upp úr á þessu eða næsta ári) og þeir stóðu líka fyrir árásum á Afganistan og Súdan. Það hefði mátt tengja verðlaunin umhverfismálum ef þau hefðu verið veitt einhverjum sem hafa barist gegn hernaði eða öðrum ofbeldisáhrifum á alþjóðlegt umhverfi: mengun af völdum hernaðar, þúsundum herstöðva sem valda umhverfisspjöllum, meðvituðum hernaði gegn umhverfinu, vígvæðingu í geimnum og á höfunum, og – að sjálfsögðu – kjarnorkuvopnum sem mundu valda enn meiri hitabreytingum en núverandi hlýnun jarðar ef þeim yrði beitt. Í norsku Nóbelsnefndinni á sæti fólk sem hefur lítinn ef nokkurn bakgrunn í starfi eða kenningum um friðarmál. Það er samt ekki hægt að nota sem afsökun fyrir að gera málefni friðar og friðarverlaunin sjálf að aðhlátursefni. Í dag hafa friðarverðlaun Nóbels verið gerð enn lítilvægari – til viðbótar við þá skömm að þau voru aldrei veitt Gandhi heldur fólki eins og Kissinger, Shimon Peres og Arafat. Nagoya, Japan, 12. október, 2007 Með vinsemd Jan Øberg

Færslur

SHA_forsida_top

Ísland úr Nató, herinn . . .

Ísland úr Nató, herinn . . .

Eftirfarandi grein Jóns Torfasonar birtist í Morgunpósti VG 10. október Fyrsti október var mikill gleðidagur. …

SHA_forsida_top

Mýkri ásýnd friðargæslunnar?

Mýkri ásýnd friðargæslunnar?

Þeim tíðindum ber að fagna, sem berast frá utanríkisráðuneytinu, að nú eigi að mýkja ásýnd …

SHA_forsida_top

Friðarhús í útleigu

Friðarhús í útleigu

Friðarhús er í kvöld í útleigu til félagasamtaka.

SHA_forsida_top

Þjóðarhreyfingin - með lýðræði - mótmælir breyttum varnarsamning og krefst uppsagnar hans

Þjóðarhreyfingin - með lýðræði - mótmælir breyttum varnarsamning og krefst uppsagnar hans

Ályktun Þjóðarhreyfingin - með lýðræði minnir á, að þótt varnarsamstarfi Íslands og Bandaríkjanna 1951 væri …

SHA_forsida_top

Friðarfundur á Ingólfstorgi laugardag kl. 15

Friðarfundur á Ingólfstorgi laugardag kl. 15

Við minnum á friðarfundinn á Ingólfstorgi laugardaginn 14. október kl. 15.

SHA_forsida_top

Ofbeldi leysir engan vanda

Ofbeldi leysir engan vanda

Eftirfarandi grein Þórðar Sveinssonar birtist í styttri útgáfu í Fréttablaðinu Oft er hamrað á því …

SHA_forsida_top

Kjarnorkuógn núna?

Kjarnorkuógn núna?

Alþjóðlegt átak til afvopnunar Friðarfundur á Ingólfstorgi laugardag kl. 15 Við minnum á …

SHA_forsida_top

Ályktun frá SHA vegna komu bandaríska herskipsins USS Wasp

Ályktun frá SHA vegna komu bandaríska herskipsins USS Wasp

Samtök herstöðvaandstæðinga lýsa vanþóknun sinni á svokallaðri vináttuheimsókn bandaríska herskipsins USS Wasp. Íslenskt land, íslenskar …

SHA_forsida_top

Fjáröflunarmálsverður í Friðarhúsi

Fjáröflunarmálsverður í Friðarhúsi

Mánaðarlegur fjáröflunarmálsverður Friðarhúss. Borðhald hefst kl. 19 en húsið verður opnað hálftíma fyrr.

SHA_forsida_top

Bandarískt herskip væntanlegt á fimmtudag kl. 19

Bandarískt herskip væntanlegt á fimmtudag kl. 19

Fimmtudaginn 12. október er áætlað að bandaríska herskipið USS Wasp komi til Reykjavíkur og leggist …

SHA_forsida_top

MFÍK: Fundur um Palestínu í Friðarhúsi miðvikudag kl. 19

MFÍK: Fundur um Palestínu í Friðarhúsi miðvikudag kl. 19

Frá MFÍK Opinn félagsfundur miðvikudaginn 11.október kl. 19 í Friðarhúsi (á horni Njálsgötu og Snorrabrautar). …

SHA_forsida_top

Tilraunaprengingar Norður-Kóreu, CTBT-samningurinn og hin kjarnorkuvopnaríkin

Tilraunaprengingar Norður-Kóreu, CTBT-samningurinn og hin kjarnorkuvopnaríkin

CTBT-samningurinn Samningurinn um allsherjarbann við tilraunum með kjarnorkuvopn (CTBT-samningurinn) var gerður árið 1996. Samkvæmt …

SHA_forsida_top

Ótíðindi frá Kóreuskaga

Ótíðindi frá Kóreuskaga

Það eru ill tíðindi sem berast nú frá Kóreu. Stjórnvöld í Norður-Kóreu sprengdu í nótt …

SHA_forsida_top

Friðarfundur Húmanistahreyfingarinnar á Ingólfstorgi laugardaginn 14. október kl. 15.00

Friðarfundur Húmanistahreyfingarinnar á Ingólfstorgi laugardaginn 14. október kl. 15.00

Húmanistahreyfingin beitir sér fyrir friðarfundi á Ingólfstorgi laugardaginn 14. október n.k. kl. 15.00. Þetta er …

SHA_forsida_top

Herinn farinn

Herinn farinn

Steinar Harðarson skrifar á Morgunpósti VG 3. október: Í sumar gerði ég þá ánægjulegu …