BREYTA

Friðarvika SGI í Bæjarbíói

Samtök hernaðarandstæðinga vekja athygli á þessari samkomu á vegum friðarsamtakanna SGI, sem hafa um árabil verið í hópi aðstandenda friðargöngu á Þorláksmessu og kertafleytingar á Reykjavíkurtjörn: Vikuna 9.-13. nóvember verður haldin friðarvika í Bæjarbíó. Formleg opnun verður þriðjudaginn 10. nóvember kl. 18.00 og eru allir velkomnir. Í andyri bíósins verður sett upp fræðslusýningu um frið og afvopnun kjarnorkuvopna sem ber nafnið Frá stríðsmenningu til friðarmenningar og í bíósalnum verður sýnd 25 mínútna fræðslumynd um friðar- og mannréttindarmál sem heitir Frá öðru sjónarhorni (Another way of seeing things). Lögð verður sérstök áhersla á að bjóða nemendum og ungu fólki að koma og kynna sér friðarmál. Þetta er í sjöunda skipti sem við höldum slíka fræðslusýningu um friðar, umhverfis og mannréttindamál en við höfum áður haldið sýningarnar Gandhi, King, Ikeda: Friður fyrir komandi kynslóðir í Gamla bókasafninu og síðar í Ráðhúsi Reykjavíkur, Fræ breytinga og jarðarsáttmálinn í Gamla bókasafninu, Perlunni og síðan í Ráðhúsi Reykjavíkur og síðan var þessi sýning sem við bjóðum upp á núna sett upp í Ráðhúsi Reykjavíkur árið 2013 og þáverandi menntamálaráðherra opnaði sýninguna. Frá stríðsmenningu til friðarmenningar er fræðslusýning sem fjallar um friðarmál og ógnina sem stafar af kjarnorkuvopnum. Sýningin setur fram afdráttarlausa kröfu um að þessum vopnum verði útrýmt. Bent er á hvaða leiðir hægt er að fara til að það verði að veruleika og hvað einstaklingurinn geti gert til þess að leggja að mörkum til friðar- og mannréttindamála í sínu nánasta umhverfi. Um er að ræða veggspjöld með ljósmyndum og myndtexta. Sýningin var hönnuð af Soka Gakkai International (SGI), sem eru alþjóðleg mannúðar- og friðarsamtök búddista. Sýningin var fyrst sett upp í New York árið 2007 til að vekja athygli almennings og ekki síst ungmenna á hugmyndinni um friðarmenningu. Síðan hefur sýningin verið sett upp á yfir 200 stöðum í 24 löndum þar á meðal hjá Sameinuðu þjóðunum, í þinghúsinu á Nýja Sjálandi og Ráðhúsi Reykjavíkur. Frá öðru sjónarhorni (Another way of seeing things) er stutt fræðslumynd um friðar- og mannréttindamál sem bandarískir kvikmyndagerðarmenn gerðu árið 2004 upp úr ritgerð sem japanski rithöfundurinn og friðarfrömuðurinn Daisaku Ikeda (en hann var einmitt tilnefndur til friðarverðlauna Nóbels nú í ár) skrifaði eftir 11. september. Þar minnist hann gamals vinar síns Arnolds J. Toynbee, sem var virtur breskur sagnfræðingur en árið 1921 fjallaði hann um stríðið á milli Grikklands og Tyrklands fyrir London Guardian. Allur fréttaflutningur fram til þessa hafði verið algerlega einhliða frá sjónarhorni Grikkja sem voru kristnir og fjallað var um múslima sem illa og af miklum fordómum. En Toynbee hafði hugrekki til að gera það sem enginn hafði áður gert. Hann fjallaði um mannsföll hjá Tyrkjunum og hörmungum sem þeir höfðu orðið fyrir. Hann var í kjölfarið rekinn frá Háskólanum í London fyrir að vera vinveittur múslímum. Í myndinni tengir Daisaku Ikeda þetta atvik við vaxandi fordóma í heiminum í dag, og hversu mikilvægt það er að láta ekki blekkjast af einhliða fréttaflutningum og fordómum. Hann hvetur fólk til að skoða allar hliðar máls, horfa með gagnrýnum augum á fréttaflutning, og láta ekki glepjast af fordómum. Það skiptir ekki máli hverrar trúar við erum, hverrar þjóðar eða neitt annað, öll erum við manneskjur sem þráum frið og öryggi. Óskarsverðlaunahafinn F. Murray Abraham talar inn á myndina en hún vann m.a Chris Award á Columbus International Film Festival árið 2004.

Færslur

SHA_forsida_top

Opinn fundur með Dr. Amal Jadou

Opinn fundur með Dr. Amal Jadou

Við viljum vekja athygli félaga á fundi sem félagið Ísland Palestína ásamt fleirum stendur fyrir …

SHA_forsida_top

Jólahlaðborð Friðarhúss, 27. nóv.

Jólahlaðborð Friðarhúss, 27. nóv.

Guðrún Bóasdóttir (Systa) sér um matseldina. Glæsilegt hlaðborð: * Heimalöguð sænsk jólaskinka með kartöflusalati, og …

SHA_forsida_top

Jemen: týnda stríðið

Jemen: týnda stríðið

Félagsfundur SHA mánudaginn 23. nóv. kl. 20 í Friðarhúsi, Njálsgötu 87. Harðvítugt borgarastríð geisar nú …

SHA_forsida_top

Flóttafólkið og ábyrgð okkar: vitnisburður af vettvangi

Flóttafólkið og ábyrgð okkar: vitnisburður af vettvangi

  Félagsfundur í Friðarhúsi fimmtudagskvöldið 19.nóv. kl. 20 Stöðugt dynja á okkur fréttir af málefnum …

SHA_forsida_top

Friðarvika SGI í Bæjarbíói

Friðarvika SGI í Bæjarbíói

Samtök hernaðarandstæðinga vekja athygli á þessari samkomu á vegum friðarsamtakanna SGI, sem hafa um árabil …

SHA_forsida_top

Haustverður Friðarhúss - 30.okt.

Haustverður Friðarhúss - 30.okt.

Sjálfbærni – nýtni – friður Haustið er tími uppskerunnar og tími breytinga. Föstudagskvöldið 30. október …

SHA_forsida_top

Flóttamannasprengingin – orsakir og afleiðingar

Flóttamannasprengingin – orsakir og afleiðingar

Þórarinn Hjartarson flutti meðfylgjandi erindi þann 17. október sl. Fyrst eru það nokkrar staðreyndir sem …

SHA_forsida_top

Norður-Atlantshafs læknamorðingjabandalagið: Ályktun frá miðnefnd SHA

Norður-Atlantshafs læknamorðingjabandalagið: Ályktun frá miðnefnd SHA

Siðferðislegt gjaldþrot hernaðar Nató-ríkja í Afganistan var fullkomnað á dögunum með árás Bandaríkjahers á sjúkrahús …

SHA_forsida_top

Flóttamannasprengingin - Orsakir og afleiðingar

Flóttamannasprengingin - Orsakir og afleiðingar

Opinn fundur í Friðarhúsi laugardaginn 17. október kl. 14. Tengist flóttamannastraumurinn til Evrópu endurnýjaðri …

SHA_forsida_top

Friðarmálsverður

Friðarmálsverður

Hinn mánaðarlegi fjáröflunarmálsverður Friðarhúss verður haldinn n.k. föstudagskvöld, 25. september. Harpa Stefánsdóttir og Ármann Gunnarsson …

SHA_forsida_top

Nýliðakvöld

Nýliðakvöld

Þriðjudaginn 15. september kl. 20 verður haldið nýliðakvöld Samtaka hernaðarandstæðinga í Friðarhúsinu. Þar gefst nýjum …

SHA_forsida_top

Búum til þúsund pappírströnur!

Búum til þúsund pappírströnur!

Margir hafa vafalítið heyrt söguna af Sadako Sasaki, japönsku stúlkunni sem var fórnarlamb kjarnorkusprengjunnar í …

SHA_forsida_top

Aldrei aftur Hírósíma: Trönugerð friðarsinnans

Aldrei aftur Hírósíma: Trönugerð friðarsinnans

Friðarhús verður opið á Menningarnótt Reykjavíkur þann 22. ágúst n.k. frá kl. 13 til 16. …

SHA_forsida_top

Ræða á kertafleytingu á Akureyri

Ræða á kertafleytingu á Akureyri

Valgerður H. Bjarnadóttir trúarbragðafræðingur flutti ávarp á kertafleytingu á Akureyri fimmtudaginn 6. ágúst 2015. Kæru …

SHA_forsida_top

Ávarp á kertafleytingu í Reykjavík

Ávarp á kertafleytingu í Reykjavík

Steinunn Þóra Árnadóttir alþingismaður og friðarsinni flutti eftirfarandi ávarp við Reykjavíkurtjörn 6. ágúst sl. Ágæta …