BREYTA

Friðaryfirlýsing

Maurizio Tani býður öllum Íslendingum á borgarafund í þágu friðar í Hallargarðinum við Fríkirkjuna kl. 15:00 á sunnudaginn þar sem hann mun leggja fram eftirfarandi friðaryfirlýsingu sem hann bað SHA um að koma á framfæri.

Opið bréf til allra ríkisborgara íslenska lýðveldisins

Kæri borgari,

Ég skrifa til að bjóða þér á “borgarafund í þágu friðar“ sem haldinn verður í Hallargarðinum (við Fríkirkjuveg og Skothúsveg) í Reykjavík sunnudaginn 8. maí kl. 15.00.

Þér stendur til boða að koma með „gjöf“ sem þér finnst að eigi erindi við mannkynið allt: hugsun, tilvitnun í bók, sögu, blóm, verkefni fyrir jörðina, náttúruna og allt sem lifir.

Hugmyndin varð til vegna þess að stjórnmálaflokkar og ríkisstjórnir sem fara með völd og ráða efnahagslegu, pólitísku og diplómatísku ástandi á plánetunni okkar hafa brugðist (sérstaklega á tímabilinu 1914-1945, á tímabilinu 1945-89 og á tímabilinu eftir 1989 þar sem við erum nú).

Það er tímabært að borgarar alls heimsins verði meðvitaðir um að aðeins með þátttöku, beinni skuldbindingu og valdeflingu allra íbúa jarðarinnar getum við bjargað mannkyninu, plánetunni og lífinu á jörðinni.

Ég mun persónulega leggja fyrir viðstadda að undirrita eftirfarandi yfirlýsingu

„Við íbúar jarðarinnar, vonsviknir yfir því hvernig stjórnmálamenn og ríkisstjórnir stjórna heiminum (sérstaklega vonsvikin yfir því sem við sáum eftir 1989, sem hefði getað markað upphaf aukins friðar, lýðræðis og félagslegs réttlætis).

    1. Verum gagnrýnin á okkur sjálf fyrir að hafa allt of lengi framselt til annara     ábyrgðinni á góðri stjórn samfélagsins og jarðarinnar;
    2. Lýsum því yfir að aðeins með því að setja borgarana („cives” á latínu) í fyrsta sæti verði heimurinn loksins mannleskjulegri, laus við ofbeldi, stríð, óréttlæti, fáfræði, vannæringu, einræði, arðrán, þrælahald, andlegt og líkamlegt ofbeldi.
    3. Skuldbindum okkur til að koma á fót innan okkar samfélags fastaþingi ábyrgra borgara sem koma saman til að vera betur upplýstir, ræða saman og sannreyna ágæti verka þeirra sem fara með stjórn. Með aðstoð sérfróðra borgara á ýmsum sviðum mun þingið koma fram með athugasemdir og raunverulegar tillögur til að standa vörð um tilveru mannsins, jarðarinnar, lífsins á jörðinni;
    4. Skuldbindum okkur til að hvetja til myndunar bandalaga / neta borgara, þorpa, borga og landsvæða sem, með samræðum, samanburði, gagnkvæmri þekkingu, vinni (með "sambandshyggju", “foederalismus” á latínu) að því að endurreisa manninn, borgarann, hinn frjálsa mann (ekki undirsátann, þrælinn, sem framselur til annara alla stjórn, sem kýs að láta stjórna sér frekar en sjálfstjórn), í hjarta félags-, efnahags-, menningar- og menntasamtaka okkar;
    5. Bjóðum öllum borgurum, samfélögum, borgum og svæðum jarðarinnar að gera slíkt hið sama og sameinast um að skapa þennan nýja "heim borgaralegs húmanisma”.
Hvað finnst þér um það? Gætir þú bent á annað fólk eða hópa til að bjóða
Hvað hyggst þú geta tekið með þér á fundinn?
Takk!
Hittumst fljótt!
Maurizio Tani
civespropace@gmail.com

Sími. 6967027

Færslur

SHA_forsida_top

Friðarhús - Njálsgötu 87

Friðarhús - Njálsgötu 87

23. apríl 2009 Þann 19. ágúst 2005 varð langþráður draumur að veruleika þegar Friðarhús …

SHA_forsida_top

Fundað um fjármál

Fundað um fjármál

Hið nýja húsnæði SHA, Friðarhúsið á horni Snorrabrautar og Njálsgötu, er óðum að taka á …

SHA_forsida_top

Fimmtudagsfundur um stefnuskrá

Fimmtudagsfundur um stefnuskrá

Stefnuskrá Samtaka herstöðvaandstæðinga var samþykkt á landsráðstefnu síðla árs 1995. Stefnt er að því að …

SHA_forsida_top

Stefnuskrá SHA

Stefnuskrá SHA

Samþykkt á Landsráðstefnu 5. nóv. 2005 Samtök hernaðarandstæðinga berjast fyrir því að alþjóðleg deilumál verði …

SHA_forsida_top

Kvennabarátta fyrir jafnrétti, jöfnuði og betra mannlífi

Kvennabarátta fyrir jafnrétti, jöfnuði og betra mannlífi

Þessi grein Maríu S. Gunnarsdóttur, formanns MFÍK, birtist í Morgunblaðinu mánudaginn 24. okt. 2005. BARÁTTA …

SHA_forsida_top

Ályktun frá félagsfundi SHA

Ályktun frá félagsfundi SHA

Almennur félagsfundur Samtaka herstöðvaandstæðinga, haldinn fimmtudaginn 20. október, hvetur til þess að slitið verði á …

SHA_forsida_top

Friðarhorfur í Búrúndí

Friðarhorfur í Búrúndí

Það virðist vera hægt að lesa um endalaust af hörmungum í fjölmiðlum heimsins. Þjóðarmorð hér …

SHA_forsida_top

Geysifjölmenn mótmæli í Washington

Geysifjölmenn mótmæli í Washington

Um helgina efndu andstæðingar Íraksstríðsins í Bandaríkjunum til mótmælaaðgerða í Washington. Aðgerðirnar voru geysifjölmennar. Að …

SHA_forsida_top

BNA geymdu kjarnorkuvopn í Suður-Kóreu

BNA geymdu kjarnorkuvopn í Suður-Kóreu

Kjarnorkuvopn á Kóreuskaganum hafa verið talsvert til umræðu upp á síðkastið í tengslum við torræðar …

SHA_forsida_top

Mótmælaaðgerðir gegn Íraksstríðinu 24. september

Mótmælaaðgerðir gegn Íraksstríðinu 24. september

Í Bandaríkjunum er nú í fullum gangi undirbúningur að miklum mótmælaaðgerðum gegn Íraksstríðinu helgina 24.-25. …

SHA_forsida_top

Herstöðin á Diego Garcia og mannréttindabrot Breta

Herstöðin á Diego Garcia og mannréttindabrot Breta

Úti í miðju Indlandshafi, um það bil 1600 km suður af Indlandi, er lítil kóraleyja, …

SHA_forsida_top

Herstöðin á Diego Garcia og mannréttindabrot Breta

Herstöðin á Diego Garcia og mannréttindabrot Breta

Úti í miðju Indlandshafi, um það bil 1600 km suður af Indlandi, er lítil kóraleyja, …

SHA_forsida_top

Blómin í ánni

Blómin í ánni

Ávarp flutt í tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur þann 9.ágúst 2005 á fundi friðarhreyfinga til minningar um …

SHA_forsida_top

Ávarp við kertafleytingu á Reykjavíkurtjörn 9.ágúst 2005

Ávarp við kertafleytingu á Reykjavíkurtjörn 9.ágúst 2005

Ágætu friðarsinnar. Við erum samankomin hér við Tjörnina á þessu ágústkvöldi til að minnast fórnarlamba …

SHA_forsida_top

60 ár frá kjarnorkuárásum á Hiroshima og Nagasaki – minningarfundur í Ráðhúsinu

60 ár frá kjarnorkuárásum á Hiroshima og Nagasaki – minningarfundur í Ráðhúsinu

Þriðjudaginn 9. ágúst minnast íslenskar friðarhreyfingar þess að 60 ár eru liðin frá því að …