BREYTA

Friðaryfirlýsing

Maurizio Tani býður öllum Íslendingum á borgarafund í þágu friðar í Hallargarðinum við Fríkirkjuna kl. 15:00 á sunnudaginn þar sem hann mun leggja fram eftirfarandi friðaryfirlýsingu sem hann bað SHA um að koma á framfæri.

Opið bréf til allra ríkisborgara íslenska lýðveldisins

Kæri borgari,

Ég skrifa til að bjóða þér á “borgarafund í þágu friðar“ sem haldinn verður í Hallargarðinum (við Fríkirkjuveg og Skothúsveg) í Reykjavík sunnudaginn 8. maí kl. 15.00.

Þér stendur til boða að koma með „gjöf“ sem þér finnst að eigi erindi við mannkynið allt: hugsun, tilvitnun í bók, sögu, blóm, verkefni fyrir jörðina, náttúruna og allt sem lifir.

Hugmyndin varð til vegna þess að stjórnmálaflokkar og ríkisstjórnir sem fara með völd og ráða efnahagslegu, pólitísku og diplómatísku ástandi á plánetunni okkar hafa brugðist (sérstaklega á tímabilinu 1914-1945, á tímabilinu 1945-89 og á tímabilinu eftir 1989 þar sem við erum nú).

Það er tímabært að borgarar alls heimsins verði meðvitaðir um að aðeins með þátttöku, beinni skuldbindingu og valdeflingu allra íbúa jarðarinnar getum við bjargað mannkyninu, plánetunni og lífinu á jörðinni.

Ég mun persónulega leggja fyrir viðstadda að undirrita eftirfarandi yfirlýsingu

„Við íbúar jarðarinnar, vonsviknir yfir því hvernig stjórnmálamenn og ríkisstjórnir stjórna heiminum (sérstaklega vonsvikin yfir því sem við sáum eftir 1989, sem hefði getað markað upphaf aukins friðar, lýðræðis og félagslegs réttlætis).

    1. Verum gagnrýnin á okkur sjálf fyrir að hafa allt of lengi framselt til annara     ábyrgðinni á góðri stjórn samfélagsins og jarðarinnar;
    2. Lýsum því yfir að aðeins með því að setja borgarana („cives” á latínu) í fyrsta sæti verði heimurinn loksins mannleskjulegri, laus við ofbeldi, stríð, óréttlæti, fáfræði, vannæringu, einræði, arðrán, þrælahald, andlegt og líkamlegt ofbeldi.
    3. Skuldbindum okkur til að koma á fót innan okkar samfélags fastaþingi ábyrgra borgara sem koma saman til að vera betur upplýstir, ræða saman og sannreyna ágæti verka þeirra sem fara með stjórn. Með aðstoð sérfróðra borgara á ýmsum sviðum mun þingið koma fram með athugasemdir og raunverulegar tillögur til að standa vörð um tilveru mannsins, jarðarinnar, lífsins á jörðinni;
    4. Skuldbindum okkur til að hvetja til myndunar bandalaga / neta borgara, þorpa, borga og landsvæða sem, með samræðum, samanburði, gagnkvæmri þekkingu, vinni (með "sambandshyggju", “foederalismus” á latínu) að því að endurreisa manninn, borgarann, hinn frjálsa mann (ekki undirsátann, þrælinn, sem framselur til annara alla stjórn, sem kýs að láta stjórna sér frekar en sjálfstjórn), í hjarta félags-, efnahags-, menningar- og menntasamtaka okkar;
    5. Bjóðum öllum borgurum, samfélögum, borgum og svæðum jarðarinnar að gera slíkt hið sama og sameinast um að skapa þennan nýja "heim borgaralegs húmanisma”.
Hvað finnst þér um það? Gætir þú bent á annað fólk eða hópa til að bjóða
Hvað hyggst þú geta tekið með þér á fundinn?
Takk!
Hittumst fljótt!
Maurizio Tani
civespropace@gmail.com

Sími. 6967027

Færslur

SHA_forsida_top

The Opportunity: After Utøya

The Opportunity: After Utøya

Í tilefni minningarathafnar um fórnarlömb hryðjuverkanna í Noregi birtir Friðarvefurinn hugvekju Davíðs Stefánssonar á íslensku …

SHA_forsida_top

Opið hús á Menningarnótt

Opið hús á Menningarnótt

SHA bjóða í heimsókn á Menningarnótt í Reykjavík. Friðarhús, Njálsgötu 87, verður opið gestum …

SHA_forsida_top

Kveðja frá Nagasaki

Kveðja frá Nagasaki

Á kertafleytingu Samstarfshóps friðarhreyfinga á Reykjavíkurtjörn þriðjudagskvöldið 9. ágúst sl. flutti Jón Gnarr borgarstjóri Reykjavíkur …

SHA_forsida_top

Kveðja frá Hiroshima

Kveðja frá Hiroshima

Á kertafleytingu Samstarfshóps friðarhreyfinga á Reykjavíkurtjörn þriðjudagskvöldið 9. ágúst sl. flutti Jón Gnarr borgarstjóri Reykjavíkur …

SHA_forsida_top

Kertafleytingar: Reykjavík 9. ágúst & Akureyri 11. ágúst

Kertafleytingar: Reykjavík 9. ágúst & Akureyri 11. ágúst

Hin árlega kertafleyting í Reykjavík verður haldin þriðjudaginn 9.ágúst. Verður safnast saman við suðvesturbakka Tjarnarinnar …

SHA_forsida_top

Kertafleytingar á fjórum stöðum

Kertafleytingar á fjórum stöðum

Frá árinu 1985 hafa íslenskir friðarsinnar fleytt kertum í minningu fórnarlamba kjarnorkuárásanna á Hírósíma og …

SHA_forsida_top

Vinstri stjórnin og NATO

Vinstri stjórnin og NATO

Hnattvætt vestrænt auðvald rekur grimma og sívaxandi hernaðarstefnu gegn öðrum heimshlutum, gegn öllum sem þvælast …

SHA_forsida_top

Fundur um byltinguna í Egyptalandi

Fundur um byltinguna í Egyptalandi

Þriðjudagskvöldið 5. júlí kl. 20 verður haldinn fundur í Friðarhúsi, Njálsgötu 87, á vegum …

SHA_forsida_top

Mótmæli sem hitta í mark

Mótmæli sem hitta í mark

Föstudaginn 1. júlí kl. 12 mun Claudio Bisogniero, varaframkvæmdastjóra Nató halda erindi í Öskju, náttúrufræðihúsi …

SHA_forsida_top

Ísland-Palestína í Friðarhúsi, miðvikudag

Ísland-Palestína í Friðarhúsi, miðvikudag

Félagið Ísland-Palestína stendur fyrir spjallkvöldi í Friðarhúsinu (Njálsgötu 87, 101 Reykjavík) næstkomandi miðvikudagskvöld, klukkan 20.00. …

SHA_forsida_top

Ísland-Palestína í Friðarhúsi

Ísland-Palestína í Friðarhúsi

Félagsundur Félagsins Ísland-Palestína.

SHA_forsida_top

Herinn, skólarnir og siðleysið

Herinn, skólarnir og siðleysið

Samtök hernaðarandstæðinga fagna yfirlýsingu Mennta- og menningarmálaráðherra þess efnis að bannað sé að halda kynningarfundi …

SHA_forsida_top

Vill Árvakur fá þig í herinn?

Vill Árvakur fá þig í herinn?

Vegna umfjöllunar fjölmiðla um tilraunir norskra hernaðaryfirvalda til að skrá íslensk ungmenni í herinn, er …

SHA_forsida_top

Norski herinn og karlablöðin

Norski herinn og karlablöðin

Í framhaldi af síðustu færslu þar sem rifjuð var upp grein úr gömlum Dagfara, er …

SHA_forsida_top

Stríðsfréttir

Stríðsfréttir

Fréttaflutningur af stríðinu í Líbýu hefur mjög verið á einn veg síðustu daga og vikur. …