BREYTA

Friðflytjendur í Sundahöfn

Greinin birtist í Morgunblaðinu, miðvikudaginn 16. júlí. Góðir gestir sóttu Reykvíkinga heim hinn þriðja júlí síðastliðinn. Þar var á ferðinni japanskt friðarfley sem hafði hér skamma viðdvöl á ferð sinni umhverfis hnöttinn. Sögu þessa merkilega skips má rekja aftur til ársins 1983, þegar hópur japanskra háskólastúdenta skipulagði siglingu til Kóreu. Tilgangurinn var að kynna sér sögu þeirra ofbeldisverka sem japanski herinn bar ábyrgð á þar í landi, en japönsk stjórnvöld hafa með ýmsum hætti reynt að þagga niður alla umræðu um þetta svarta tímabil í sögu þjóðarinnar. Á þeim aldarfjórðungi sem liðinn er hefur friðarfleyið og áhöfn þess siglt um heimshöfin og reynt að vekja fólk til umhugsunar um friðar- og afvopnunarmál. Í seinni tíð hefur sérstök áhersla verið lögð á að kynna fyrir þjóðum heims níundu grein japönsku stjórnarskráarinnar, sem felur í sér bann við stríðsrekstri. Er hvatt til þess að önnur ríki leiði slíkt í lög. Óskandi er að Alþingi Íslendinga verði við þessu kalli. Í vinnu þeirri sem fram fór við endurskoðun stjórnarskrárinnar á síðasta kjörtímabili lögðu Samtök hernaðarandstæðinga raunar til að bætt yrði við ákvæði sem bannaði stjórnvöldum að segja öðrum ríkjum stríð á hendur. Sú tillaga hlaut því miður ekki náð fyrir augum nefndarinnar og lýsti Þorsteinn Pálsson, þáverandi varaformaður stjórnarskráarnefndar, sig sérstaklega andsnúinn henni. Taldi hann slíkt ákvæði binda hendur ríkisstjórnarinnar um of. Burt með herskipin Í tengslum við komu friðarfleysins var skipulögð samkoma á Skarfabakka í Sundahöfn í samvinnu við Reykjavíkurborg. Staðsetningin var engin tilviljun, nálægðin við friðarsúlu Yoko Ono varð til þess að hinir erlendu friðflytjendur vildu hvergi annars staðar vera. Borgarstjórinn í Reykjavík, Ólafur F. Magnússon, flutti ræðu á samkomunni og ræddi um hlutverk Reykjavíkur sem friðarborgar. Var góður rómur gerður að máli hans. Hins vegar varð sumum gestanna illa brugðið þegar þeim var sagt að á ári hverju væri þessi sami staður vettvangur fyrir kurteisisheimsóknir erlendra herskipa og að oftar en ekki væri almenningur hvattur til að skoða skipin og sýna þau börnum sínum. Viðmælendur mínir áttu bágt með að skilja hvernig stjórnendur borgarinnar teldu það geta farið saman að ræða um friðarborgina Reykjavík, en heimila á sama tíma vígtólasýningar á tröllauknum herskipum steinsnar frá friðarsúlunni víðfrægu. Það er lofsvert framtak hjá Reykjavíkurborg og borgarstjóra að standa að samkomum þar sem vakin er athygli á mikilvægi friðar- og afvopnunarbaráttu. Enn mikilvægara er þó að ráðamenn geri sér grein fyrir því að efndir verða að fylgja orðum í öllu tali um friðarborgina Reykjavík. Kurteisisheimsóknir Nató-skipa hafa engu jákvæðu hlutverki að gegna. Burt með herskipin úr höfnum borgarinnar! Stefán Pálsson Höfundur er formaður Samtaka hernaðarandstæðinga

Færslur

SHA_forsida_top

Fjölmenni í morgunkaffi í Friðarhúsi 1. maí

Fjölmenni í morgunkaffi í Friðarhúsi 1. maí

Fjölmenni í morgunkaffi í Friðarhúsi 1. maí Fjölmenni var í morgunkaffi í Friðarhúsi 1. maí, …

SHA_forsida_top

Úlfshamir og sauðagærur

Úlfshamir og sauðagærur

Um samfelluna í utanríkisstefnu Bandaríkjanna Stefán Pálsson, formaður Samtaka herstöðvaandstæðinga, skrifaði grein á vefritið Múrinn …

SHA_forsida_top

Morgunkaffi SHA

Morgunkaffi SHA

Morgunkaffi SHA verður í Friðarhúsi og hefst kl. 11.

SHA_forsida_top

Munið morgunkaffið í Friðarhúsi 1. maí

Munið morgunkaffið í Friðarhúsi 1. maí

Að morgni 1. maí verður að venju morgunkaffi SHA. Það hefst kl. 11 í Friðarhúsi. …

SHA_forsida_top

1. maí: baráttudagur verkalýðsins, baráttudagur fyrir friði

1. maí: baráttudagur verkalýðsins, baráttudagur fyrir friði

Ritstjórnargrein Herstöðvaandstæðingar hafa löngum látið mikið á sér bera í kröfugöngu verkalýðsfélaganna 1. maí. …

SHA_forsida_top

Fjáröflunarmálsverður í Friðarhúsi

Fjáröflunarmálsverður í Friðarhúsi

Björk Vilhelmsdóttir borgarfulltrúi stendur yfir pottunum á fjáröflunarmálsverði Friðarhúss. Borðhald hefst. kl. 19.

SHA_forsida_top

Morgunfundur 1. maí á Akureyri

Morgunfundur 1. maí á Akureyri

Morgunfundur 1. maí 2006 Mongo sportbar, Kaupangi kl. 10.30 Stefna – félag vinstri manna heldur …

SHA_forsida_top

Upplausn bandamannaraka

Upplausn bandamannaraka

eftir Hugin Frey Þorsteinsson Eftirfarandi grein birtist í Fréttablaðinu 21. apríl 2006 Síðastliðin 60 …

SHA_forsida_top

Friður, réttlæti og lýðræði - New York 29. apríl

Friður, réttlæti og lýðræði - New York 29. apríl

Laugardaginn 29. apríl verður fjöldaganga og útifundur í New York fyrir friði, réttlæti og lýðræði. …

SHA_forsida_top

Munið morgunkaffið 1. maí

Munið morgunkaffið 1. maí

Að morgni 1. maí verður að venju morgunkaffi SHA. Það hefst kl. 11 í Friðarhúsi. …

SHA_forsida_top

Málsverður og morgunkaffi

Málsverður og morgunkaffi

Föstudagskvöldið 28. apríl verður fjáröflunarmálsverður í Friðarhúsi þar sem Björk Vilhelmsdóttir borgarfulltrúi sér um eldamennsku. …

SHA_forsida_top

Stjórnarfundur Friðarhúss SHA ehf.

Stjórnarfundur Friðarhúss SHA ehf.

Stjórn Friðarhúss fundar til að undirbúa aðalfund.

SHA_forsida_top

Keflavíkurflugvöllur - brottför hersins, viðbrögð og möguleikar

Keflavíkurflugvöllur - brottför hersins, viðbrögð og möguleikar

Í dag, 26. apríl, setjast fulltrúar íslensku ríkisstjórnarinnar aftur niður með fulltrúum frá Bandaríkjunum til …

SHA_forsida_top

Spjallfundur um komandi haust

Spjallfundur um komandi haust

Almennur félagsfundur SHA til að ræða verkefni haustsins. Er herinn á förum? Hvernig er best …

SHA_forsida_top

Á döfinni

Á döfinni

Það er margt á seyði hjá SHA næstu vikuna, þótt sumarið sé komið smkv. dagatalinu. …