BREYTA

Friðflytjendur í Sundahöfn

Greinin birtist í Morgunblaðinu, miðvikudaginn 16. júlí. Góðir gestir sóttu Reykvíkinga heim hinn þriðja júlí síðastliðinn. Þar var á ferðinni japanskt friðarfley sem hafði hér skamma viðdvöl á ferð sinni umhverfis hnöttinn. Sögu þessa merkilega skips má rekja aftur til ársins 1983, þegar hópur japanskra háskólastúdenta skipulagði siglingu til Kóreu. Tilgangurinn var að kynna sér sögu þeirra ofbeldisverka sem japanski herinn bar ábyrgð á þar í landi, en japönsk stjórnvöld hafa með ýmsum hætti reynt að þagga niður alla umræðu um þetta svarta tímabil í sögu þjóðarinnar. Á þeim aldarfjórðungi sem liðinn er hefur friðarfleyið og áhöfn þess siglt um heimshöfin og reynt að vekja fólk til umhugsunar um friðar- og afvopnunarmál. Í seinni tíð hefur sérstök áhersla verið lögð á að kynna fyrir þjóðum heims níundu grein japönsku stjórnarskráarinnar, sem felur í sér bann við stríðsrekstri. Er hvatt til þess að önnur ríki leiði slíkt í lög. Óskandi er að Alþingi Íslendinga verði við þessu kalli. Í vinnu þeirri sem fram fór við endurskoðun stjórnarskrárinnar á síðasta kjörtímabili lögðu Samtök hernaðarandstæðinga raunar til að bætt yrði við ákvæði sem bannaði stjórnvöldum að segja öðrum ríkjum stríð á hendur. Sú tillaga hlaut því miður ekki náð fyrir augum nefndarinnar og lýsti Þorsteinn Pálsson, þáverandi varaformaður stjórnarskráarnefndar, sig sérstaklega andsnúinn henni. Taldi hann slíkt ákvæði binda hendur ríkisstjórnarinnar um of. Burt með herskipin Í tengslum við komu friðarfleysins var skipulögð samkoma á Skarfabakka í Sundahöfn í samvinnu við Reykjavíkurborg. Staðsetningin var engin tilviljun, nálægðin við friðarsúlu Yoko Ono varð til þess að hinir erlendu friðflytjendur vildu hvergi annars staðar vera. Borgarstjórinn í Reykjavík, Ólafur F. Magnússon, flutti ræðu á samkomunni og ræddi um hlutverk Reykjavíkur sem friðarborgar. Var góður rómur gerður að máli hans. Hins vegar varð sumum gestanna illa brugðið þegar þeim var sagt að á ári hverju væri þessi sami staður vettvangur fyrir kurteisisheimsóknir erlendra herskipa og að oftar en ekki væri almenningur hvattur til að skoða skipin og sýna þau börnum sínum. Viðmælendur mínir áttu bágt með að skilja hvernig stjórnendur borgarinnar teldu það geta farið saman að ræða um friðarborgina Reykjavík, en heimila á sama tíma vígtólasýningar á tröllauknum herskipum steinsnar frá friðarsúlunni víðfrægu. Það er lofsvert framtak hjá Reykjavíkurborg og borgarstjóra að standa að samkomum þar sem vakin er athygli á mikilvægi friðar- og afvopnunarbaráttu. Enn mikilvægara er þó að ráðamenn geri sér grein fyrir því að efndir verða að fylgja orðum í öllu tali um friðarborgina Reykjavík. Kurteisisheimsóknir Nató-skipa hafa engu jákvæðu hlutverki að gegna. Burt með herskipin úr höfnum borgarinnar! Stefán Pálsson Höfundur er formaður Samtaka hernaðarandstæðinga

Færslur

SHA_forsida_top

Að finna Mefistófeles

Að finna Mefistófeles

Ármann Jakobsson fjallar um kvikmyndina Lord of War Í raun segja fyrstu mínúturnar alla sögu. …

SHA_forsida_top

Bandarískar herstöðvar í Rúmeníu og Búlgaríu

Bandarískar herstöðvar í Rúmeníu og Búlgaríu

17. nóvember sl. gerðu ríkisstjórnir Bandaríkjanna og Rúmeníu með sér samkomulag um að settar yrðu …

SHA_forsida_top

Skrifstofa SHA opin 11-14

Skrifstofa SHA opin 11-14

Skrifstofa SHA í Friðarhúsi verður opin milli kl. 11 og 15. Félagsmenn skiptast á að …

SHA_forsida_top

Blómin í ánni - Saga frá Hírósíma

Blómin í ánni - Saga frá Hírósíma

Það er gleðiefni fyrir friðarsinna að nú skuli loksins vera fáanleg á ný skáldsagan Blómin …

SHA_forsida_top

Bókmenntakynning MFÍK

Bókmenntakynning MFÍK

Menningar- og friðarsamtök íslenskra kvenna efna til sinnar árlegu bókmenntakynningar í nýju húsnæði MÍR, á …

SHA_forsida_top

Skrifstofa SHA opin 16-19

Skrifstofa SHA opin 16-19

Skrifstofa SHA í Friðarhúsi verður opin alla fimmtudaga milli kl. 16 og 19. Félagsmenn skiptast …

SHA_forsida_top

Skrifstofa SHA opin 16-19

Skrifstofa SHA opin 16-19

Skrifstofa SHA í Friðarhúsi verður opin alla fimmtudaga milli kl. 16 og 19. Félagsmenn skiptast …

SHA_forsida_top

Þorláksmessuganga undirbúin

Þorláksmessuganga undirbúin

Samstarfshópur friðarhreyfinga mun að venju standa fyrir friðargöngu niður Laugaveginn á Þorláksmessu. Aðgerð þessi er …

SHA_forsida_top

Friðarpípan - spurningakeppni SHA

Friðarpípan - spurningakeppni SHA

Spurningakeppni SHA, Friðarpípan, verður haldin í annað sinn í Friðarhúsi laugardaginn 17. desember og hefst …

SHA_forsida_top

Undirbúningsfundur vegna Þorláksmessugöngu

Undirbúningsfundur vegna Þorláksmessugöngu

Samstarfshópur friðarhreyfinga heldur undirbúningsfund vegna friðargöngu á Þorláksmessu 2005 í Friðarhúsi. Fundurinn hefst kl. 20 …

SHA_forsida_top

Skiltamálun í Friðarhúsi

Skiltamálun í Friðarhúsi

Það er markmið margra í lífinu að skrá hitt og þetta á spjöld sögunnar. Á …

SHA_forsida_top

Skiltamálun í Friðarhúsi

Skiltamálun í Friðarhúsi

Herstöðvaandstæðingar taka til í skiltageymslunni, mála ný kröfuspjöld en endurnýja önnur. Hefst kl. 20 og …

SHA_forsida_top

Elsta íslenska friðarhreyfingin

Elsta íslenska friðarhreyfingin

Það er fátítt að íslensk félagasamtök geti talið starfstíma sinn í áratugum, einkum þegar um …

SHA_forsida_top

Spurningakeppni friðarsinnans

Spurningakeppni friðarsinnans

SHA kynnir til sögunnar nýjung í félagsstarfi sínu. Spurningakeppni á laugardagseftirmiðdegi, þar sem gestir og …

SHA_forsida_top

Fjáröflunarkvöldverður Friðarhúss

Fjáröflunarkvöldverður Friðarhúss

Í hverjum mánuði er efnt til fjáröflunarmálsverðar í Friðarhúsi til að standa undir rekstri og …